This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Jæja nú þarf ég hjálp ! málið er að ég er með Patrol „92 á 35“ dekkjum og er að berjast við skjalfta í stýri og ekki þetta týpiska slag sem að er nokkuð stöðugt heldur byrjar þetta í kringum svona 60 km hraða og stigmagnast þangað til ég snarstoppa. Ég er búinn að skipta um stýrisenda og stýrisdempara, er með ný dekk sem að voru ballenseruð sérstaklega vel.(skipti líka um gorma og dempara þó að það skipti ekki máli.)Spindilhallinn er ekki nema 5,5 gráður og það er búið að hjóla stilla hann og allt í góðu lagi þar.Er með 2-3 ára SKF legur sem að eru í fínu lagi og nýbúið að herða uppá.Veit ekki hvort að það tengjist þessu eitthvað en ég var að setja fremra drifið á aftur eftir að það hafi vantað í þónokkurn tíma og það eru skruðningar þegar að ég beygji eða bremsa þegar að ég er með hann í fjórhjóla drifinu. Hvað getur þetta verið ??
Vona að ég heyri í einhverjum af öllum þessum snillingum þarna úti, þar sem ég er orðinn alveg ráðþrota.Tími ekki að fara að gefast upp á bílnum núnaþ
kv Haukur T.
You must be logged in to reply to this topic.