This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Birgir Kristjánsson 12 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég er að spá og „spúgúlera“ í Toyota Land Cruiser 100 með diesel í kringum 2000 árgerð.
Mig vantar raunverulegar eyðslutölur á svona bíl. Vonandi að einhver hér geti hjálpað mér.Ég reikna með að eins og ég myndi nota hann þá yrði hann á 33″ dekkjum hjá mér.
Þannig ég myndi gjarnar þiggja eyðslutölur á svona bíl í innanbæjar keyrslu og langkeyrslu, orginal óbreyttann og uppí 35″ breyttann.
Það eru pælingar hjá mér að finna mér 35″ breyttann og setja undir hann 33″.
Hraðamælir og km mælir yrðu að vera 100% réttir hjá mér, er nokkuð mál að láta laga það fyrir sig?Svo hef ég séð nokkra tala um að eftir 2000 árgerðina þá verði hann eyðslugrennri. Er einhver breyting sem maður ætti að vita af sem fer þá framm á bílnum?
Svo eru það skottsætin. Eru þau bara fyrir tvo? Semsagt ekki þrjá?
Og eru þau nógu rúmgóð að maður geti boðið fullornum mönnum að setjast þar, eða eru þetta bara krakka-lakka-sæti?Svo væri vel þegið allir punktar um hvort það sé eitthvað sem maður ætti að vara sig á eða skoða vel áður en maður myndi festa kaup á svona bíl.
You must be logged in to reply to this topic.