This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Það er ekki sama hver á bíinn hvort það er hann eða hún ef það er hann er bílinn ávallt í einhverri lagfæringu inn í skúr og öðru þvílíku ,en ef hún á bílinn þá er hann út á stæði og maður þarf að spyrja hvort maður fæ hann lánaðan. Svo að það er betra eiga annan bíl fyrir sig, þá getur þetta verið útkoman ( Svona í léttum dúr )
—
vont – verra – verst og langverst
—
Vont: þú átt Patról bara á 38 t
Verra: Sonurinn er á nyjum Wrangler á 40 t
Verst: Dótturinn er á Cruiser 80 með 44 t
Langverst: Konan á Ford 350 með 49 t
–
Vont:þú þart að vinna mikið og ert lítið á fjöllum
Verra: Sonurinn fer offt á fjöll
Verst: Dótturinn fer mikið á fjöll með kærastanum
Langverst: Konan er guide og er alltaf í fjallafer>um
–
Vont: þegar þú er í fríi þá eru vinirnir að vinna
Verra: Sonurinn á mikið af vinum sem eru að bjóða honum með
Verst: Dóttirin fer oft til útlanda með kærastanum hann er flugmaður
Langverst: Konan fer mikið erlendis verslunarferðir með vinkonum í sínu frii
–
Vont: þegar Fjölskyldan ferðast öll á sínum bíl þá er þú alltaf síðastur
Verra: Sonurinn er alltaf fyrstur
Verst: Dótturinn er sú sem bíður alltaf eftir þér
Langverst: Hún mundi ekki bíða eftir þér nema vegna mamma sagði henni að bíða
–
Vont: þegar þú drekkur vín á fjöllum ertu óþolandi röflari
Verra: Sonurinn drekkur ekki og er fyndinn og reitir af sér brandara
Verst: Dóttirin er vinsæl meðal vina sinna og drekkur bara hvítvín
Langverst: Konan er vinsæl með víni og karlmenn slefa á eftir henni
–
Vont: þegar þú loksins vaknar daginn eftir með hausverk og ílla sofinn
Verra: Sonurinn er búinn að hella upp á kaffi handa öllum og taka saman dótið sitt
Verst: Dóttirin vaknar kemur kærastinn og færir henni heitt kakó og ristað brauð
Langverst: þegar konan vaknar koma menn með kaffi og bjóðast til að taka saman dótið fyrir hana
–
Vont: það er gert grín að þér í talstöðinni hversu fullur þú varst
Verra: Syninum er hrósað fyrir brandarana sem hann sagði
Verst: Dóttirin er ekki lík kallinum það fór ekkert fyrir henni
Langverst: Konan var hrikalega hress og skemmtileg og með blik í auga
–
Vont: þegar þinn bíll bilar þá er hann dreginn í bæinn
Verra: Bíll hjá syninum bilar ekkert hann er alltasf með fyrirbyggjandi aðgerðir
Verst: Bílinn hjá dótturinni bilar er gert við á staðnum
Langverst: Ef eitthvað kemur fyrir hjá konunni þá er annar bíl sendur á staðinn og hún tekur hann og þeir laga hinn síðar
–
Vont: þegar bíllinn þinn bilar er vont að fá varahluti nema um seint og síðir
Verra: Sonurinn á bíl sem bilar lítið og auðvelt að fá varahluti
Verst: Dóttirin lætur kærastan sjá um viðhald á bílnum
Langverst: Konann samdi við ferðaskrifstofuna um viðhald á sínum bílnum
–
þetta er ekki svona slæmt á mínu heimili en það breytir ekki því að konan ræður öllu sem er innan dyra og ég fæ að þrífa bílinn þegar hún
biður um það, og fæ hann lánaðan og verð að skila honum fullum af bensíni, ( Maður fæðist í móðurríki og giftir sig í konuriki og síðan deyr maður fer í himnaríki, þetta er hinn lífsins gangur er það ekki ? )KV;;;MHN
You must be logged in to reply to this topic.