FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hver er bestur…

by Hjalti Páll Þórarinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hver er bestur…

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson Hjalti Páll Þórarinsson 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.04.2003 at 23:12 #192441
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant

    Ég ætla að fara að byrja í jeppamennskunni og mér datt í hug að fá ráð hjá reyndum mönnum um hvaða bíll hentaði mér best. Ég kem til með að nota hann talsvert mikið í alls kyns vinnu og slark, bæði innan bæjar og utan auk jeppamennskunnar og vil því helst bara dísil. Hann þarf ekki að vera mjög stór, betra að hann sé frekar léttur, en samt sterkur þannig að hægt sé að nota hann almennilega. Mér var búið að detta í hug að fá mér defender 90 og hafa hann á 35/36 tommu. Hvað ráðleggið þið mér? Ætti Defender 90 ekki að vera sæmilega duglegur á 36, eða eru aðrir kostir betri?

    HP

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 02.04.2003 at 23:32 #472000
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Þú ættir að lesa pistla eftir "Patrolman" og þá sérð þú hvaða bíll hendar þér best, já eða aðra álíka Patrol eigendur.





    03.04.2003 at 08:45 #472002
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Engin spurning að það er eina vitið að kaupa nýjan patrol og setja hann á 38". Patrol er nefnilega svo gríðarlega öflugur að hann nær alltaf að plana í púðrinu og það eru bara svona töffarar eins og ég sem setja hann á 44". Gerði það bara að því að þau voru dýrari en 38" og ég nenni ekki að aka um á einhverri ódýrri druslu. Það margborgar sig að hafa líka leður á sætunum því að það er svo auðvelt að þurka af þeim ef maður blotnar í björgunarleiðangrum.

    Með togkveðju Patrolman.





    03.04.2003 at 12:17 #472004
    Profile photo of Páll Pálsson
    Páll Pálsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 262

    Gott að hafa leðrið þegar menn eru með þvagleka og geta svo bara strokið af sætinu næst þegar þeir standa upp.
    44" er góð þegar maður reynir að ná upp stærð einhversstaðar.

    Maðurinn hér að ofan er bara að koma að sinni pælingu hvernig bíll hentar honum og þá er allt leikskólagengið mætt með tippametinginn.





    03.04.2003 at 12:58 #472006
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 8

    Takk fyrir þessa ábendingu PalliP, mig langar nefnilega að fá ráðleggingar byggðar á reynslu en ekki bara meting…
    Þannig að ef einhver þarna úti hefur skoðun á þessu eða getur miðlað af reynslu sinni þá væri það afskaplega vel þegið

    HP





    03.04.2003 at 13:19 #472008
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ekki ætla ég að reyna að halda því fram að ég viti hvaða bíll er bestur, enda verður þeirri spurningu líklega seint svarað af viti.
    Hinsvegar þarf maður að skoða sjálfur ýmsa grunnþætti hjá sjálfum sér, eins og hp7 er reyndar að gera í inngangspistli sínum. Til viðbótar eru náttúrulega spurningar eins og hvað miklu fé er maður tilbúinn til að verja í farartækið, hvort maður vill hafa "allt undir sama þaki" eða upptíning (pick-up), hvort og hve marga farþega maður vill hafa með sér, hve mikinn farangur/burðargeta o.s.frv.
    Ég get svo sem sagt fyrir mig, að hafandi skoðað það sem hp7 segir þarna efst, þá myndi ég skoða vel einhvern hrísgrjóna upptíning, þeir eru flestir afskaplega ódýrir í rekstri, kannski vantar eitthvað á kraftinn í þeim sumum, en þeir eru líka ansi notadrjúgir. Ég átti sjálfur Land-Rover í eina tíð og líkaði hann aö mörgu leyti vel, en þeir hafa MIKIÐ breyst síðan. Þó held ég að veiki hlekkurinn í þeim sé drifrásin því sem næst öll. Stærsti gallinn við hrísgrjóna upptíningana eru hinsvegar fyrir minn smekk sætin, en þau hafa raunar verið að batna hin síðari ár, t.d. í Nissan og Isuzu. Þeir tveir síðasttöldu eru líka sprækari en t.d. Toyotan og L200, en Toyotan hefur náttúrulega hátt endursöluverð fram yfir hina flesta.
    Er eitthvert gagn að þessu bulli félagi hp7?





    03.04.2003 at 13:38 #472010
    Profile photo of Helgi Valsson
    Helgi Valsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 131

    Þetta er líklega sú spurning sem ólíklegust er til að fá einhver einhlít svör sem hægt er að byggja á, svörin eru eins mörg og bílarnir eru margir.
    Fyrst þarftu að gera upp við þig hvernig bíl viltu, bensín/dísel (kom reyndar fram), hvað má hann kosta, 4/2 dyra, má vera pallur eða ekki, hvað sættiru þig við í krafti, hversu stór cirka, hversu gamlann.

    Kv. Helgi





    03.04.2003 at 15:01 #472012
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það er alveg eins hægt að spyrja hvaða lið er best í enska boltanum það koma tonn af svörum en enginn sammála.

    og allir halda að sín tegund sé best…

    Kveðja Siggi





    03.04.2003 at 15:34 #472014
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 8

    Nokkuð til í þessu hev…
    Ég hef ímyndað mér dísel jeppa, helst amk 3ja dyra og 4ra manna, þarf ekki pall en hann má vera, helst ekki mjög stóran svo hann sé ekki klunnalegur innanbæjar, kraftur þarf helst að vera eitthvað meiri en óbreyttur 2,4 toy.dc (hef reynslu af þeim…)gott að fá tog nálægt 300 nm svona til að segja eitthvað, þarf líka helst að vera mýkri en toyota á flatjárnum. Vil helst ekki mjög gamlan eða mikið keyrðan, get sett 1,5-2,5 millur í dæmið
    Hafði hugsað mér að í defender fengi ég sæmilega sterkan bíl, ekki of þungan, með góða fjöðrun.
    Kannski þetta hjálpi til
    Takk fyrir þær ábendingar sem þegar eru komnar
    HP





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.