This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Páll Þórarinsson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég ætla að fara að byrja í jeppamennskunni og mér datt í hug að fá ráð hjá reyndum mönnum um hvaða bíll hentaði mér best. Ég kem til með að nota hann talsvert mikið í alls kyns vinnu og slark, bæði innan bæjar og utan auk jeppamennskunnar og vil því helst bara dísil. Hann þarf ekki að vera mjög stór, betra að hann sé frekar léttur, en samt sterkur þannig að hægt sé að nota hann almennilega. Mér var búið að detta í hug að fá mér defender 90 og hafa hann á 35/36 tommu. Hvað ráðleggið þið mér? Ætti Defender 90 ekki að vera sæmilega duglegur á 36, eða eru aðrir kostir betri?
HP
You must be logged in to reply to this topic.