Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hver er ábyrgð seljanda
This topic contains 0 replies, has 16 voices, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 8 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2008 at 17:10 #201715
Nú vantar mig álit hjá ykku um hver ábyrgð seljanda er í bílaviðskiptum. Málið er að ég keypti Nissan patrol 1998 38 og 1300 km seinna (innan við mánaðar eign) þá hrundi mótorinn, brotin stimpilstöng, ónýtur sveifarás og ónýtir legubakkar. Sá sem ég keypti af átti bílinn í 37 daga á bílasölunni og vill ekkert gera og eigandinn sem seldi honum ekki heldur. þannið að ég spyr ykkur hvað ykkur finnist um þetta
Kv Vilhelm -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2008 at 17:31 #611542
Án þess að vera mjög fróður um þessi mál þá held ég að að inn í þetta geti spilað hversu mikið bíllinn er ekinn og ýmislegt annað en ef þú hefur átt bílinn innan við mánuð og upp kemur galli þá held ég að ábyrgð seljanda sé allnokkur. Leitaðu álits lögmanns, þeir vita mest um þessa hluti. L.
25.01.2008 at 18:03 #611544Ég held að þú eigir einhvern endurkröfurétt á fyrri eiganda ef þú hefur gefið fullt verð fyrir bílinn en ekki 100% viss. Spjallaðu við lögfræðingana niðrí FÍB þeir eru mjög fróðir og hjálpsamir með svona mál.
Kv Róbert
25.01.2008 at 18:56 #611546í öllum tilfellum sem ég hef heirt að bílar bili fljótlega eftir sölu þá hefur kostnaðurinn oftast verið skipt í 50/50 á kaupanda og seljanda. En oft heirt að ef bilum kemur upp innan mánaðar þá er ábyrgð alfarið seljand nema að misnotkun komi í ljós sem leiði til bilunar. samt eitt dæmi með að mágur minn seldi camaro fyrir nokkrum árum og svo hringir kaupandinn í hann og segir að skiptingin sé hrunin og hann tapaði málinu og þurfti að borga nýja með ísetningu jafnvel þó að það hafi sannast að gæji stóð á bremsunni og spólaði í nokkrar mínútur sem leiddu til þess að skiptingin fór. og þó voru 1-2 mánuðir síðan hann seldi bílinn.
Farðu með þetta í lögfræðing. ég er 99% viss að rétturinn er þín meigin. Allavega 50/50 skipting
25.01.2008 at 23:13 #611548Fíb sagði mér að fara í neitendastofu og þar er málið komið í kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa en þessi nefnd var stofnuð fyrir nokkrum árum vegna svona vitleysinga sem neita að taka þátt í tjónum. Ég bauð fyrri eiganda að hann myndi borga varahluti og að ég tæki viðgerðarkostnað á mig en það var ekki inní myndinni að hans hálfu
Kv Vilhelm
25.01.2008 at 23:22 #611550Ef þú hefur gaman af því áð lesa þá er eitthvað fjallað um þetta í [u:9s77yygp][b:9s77yygp][url=http://www.ns.is/handbok_neytenda:9s77yygp]handbók neytenda[/url:9s77yygp][/b:9s77yygp][/u:9s77yygp] á vef Neytendasamtakanna.
-haffi
26.01.2008 at 00:12 #611552Get sagt þér að öll svona mál hafa tapast í rétti. Það er til eitthvað sem heitir skoðunarskylda kaupanda og ef bíllinn er keyptur af einkaaðila þá er þetta bara tough shit fyrir þig. Þetta er ósiðlegt en fullkomlega löglegt. Botninum hvolft ef að gæinn sem að átti bílinn vill ekkert taka á þessu þá er þetta allt á þig…. sorry
26.01.2008 at 00:20 #611554þá er semsagt hægt að gefa skít í kaupalögin og selja hvað sem er og segja svo bara fock you þegar eitthvað gerist?? legg til að þessi fjandans lög verði felld úr gildi
Kv villisemeralvegbrjálaður
26.01.2008 at 00:38 #611556það hafa ekki öll svona mál tapast. Veit um mál sem kom upp síðasta vor, þar var um að ræða mótorhjól og gírinn fór í þvi mjög stuttu eftir sölu. Ekki var hægt að sanna hvort ástæðan var röng meðferð nýs eiganda eða galli. En allavega vann kaupandinn málið.
Kveðja Lella
26.01.2008 at 10:05 #611558Réttur kaupenda er ekki mikill þar sem kaupandi kaupir notaðan bíl í því ástandi sem hann er og því er skoðunar skilda hans mikil. Ég veit um dæmi sem vélinn fór í bíl stuttu eftir kaup. Kaupandi fékk allan kostnað á sig þar sem fyrri eigandi taldi að bíllinn hafi verið í fullkomnu lagi þegar hann seldi hann.
26.01.2008 at 11:05 #611560sæll, ég get sagt þér það að ég keypti bíl fyrir nokkru lítið keyrðan með góðri smurbók og allt eins og það átti að vera. það hrundi túrbínan innan við mán og var ónýt eftir ég fékk bíllinn. það var búið að vera svona eigenda skipti áður enn ég fékk bíllinn eins og hjá þér. Upplýsingarnar sem ég fékk að ef ég gæti ekki sannað kæruleysi fyrri eiganda s.s. léleg olíuskipti eða annað trassaskap væri tjónið mitt. En mér finnst boð þitt sanngjartmeð vinnuna og varahlutina. gangi þér vel. kv. Jóhann
26.01.2008 at 12:04 #611562keypti Hilux og gerði svona létta athugasemd við tikk sem heyrðist í gírkassanum þegar bílnum var bakkað. Eftir tvo mánuði fór afturábakinn í bílnum og fyrri eigandi frétti af því, hringdi og bauðst til að kaupa það sem vantaði sem var afturábakgírs tannhjólið í kassanum, keypti það og sendi mér út á land og ég skipti um það. Er það ekki einskonar 50/50
það eru ekki allir seljendur slæmirKv Beggi
26.01.2008 at 12:27 #611564Eru einhver lög til um ábyrgð breyttra bíla. Ef að keyptur er t.d. nýr bíll eða notaður, og honum breytt, t.d settur á stærri dekk en gefið er upp frá framleiðanda, vélarafl aukið o.s.f og farið upp á fjöll að spóla, og eitthvað gefur sig, geta seljendur fyrrt sig allri ábyrgð ef eitthvað gefur sig.
Svona mál hljóta að vera erfið viðfangs í "réttarkerfinu"
Kv.
ÞH.
26.01.2008 at 12:50 #611566Nú er ég ekki lögfróður maður, en hins vegar þykir mér lögfræði skemmtilegt fag sem fjallar um öll svið mannlegra samskipta. Til þess að kynnast hinum margvíslegustu dómsmálum ligg ég því á heimasíðum dómstólanna og skoða málavexti þar. Sömuleiðis hef ég haft af því nokkrar tekjur að lesa yfir lokaverkefni verðandi lögfræðinga og hefi því talsverða nasasjón af faginu. Lögfræði er nefnilega ekki eitthvað óskaplega margbrotið skrímsli með öllu óskiljanlegt þeim sem ekki hafa að baki margra ára háskólanám; í langflestum tilvikum snýst hún um almenna skynsemi og sanngirni gagnvart báðum aðilum máls og hvernig heiðarlegur og skynsamur maður, sk. pater familias, brygðist við í hverju tilviki.
Skemmtilegt er að skoða mál sem rísa af meintum göllum, leyndum eða ljósum, á keyptum eignum. Þar gildir sérstaklega reglan sem Rómverjar sálugu kölluðu "caveat emptor", þ.e.a.s. sá sem kaupir verður að skoða hlutinn sjálfur og finna þá skavanka sem að honum kunna að vera. Kaupanda er að sönnu skylt að upplýsa um þá galla sem hann veit af en ekki aðra; enda veit hann væntanlega ekki af þeim.
Sá sem kaupir 10 ára bíl verður að gera sér grein fyrir því að hann fær ekki nýjan í hendurnar. Bíll sem ekinn er til tunglsins og kannski hálfa leið til baka er kominn á fallanda fót, og varla er hægt að gera ráð fyrir að t.d. vélin endist lengi enn, sérstaklega ef um er að ræða bíl sem sögur ganga af að eigi í innbyggðum vélarvandræðum. Verðlagning slíks bíls fer svo væntanlega eftir þvi trausti sem kaupendur almennt bera til endingar sambærilegra bíla. Ef seljandinn hefur fullyrt, svo vitnum verði við komið, að vélin hafi verið nýlega yfirfarin og skoðuð og í ljós leitt að hún væri í betra ásigkomulagi en almennt gerðist um sambærilega bíla sýnist mér að hann væri bótaskyldur. Þó verður að hafa í huga að aldrei getur orðið um bætur að þeirri upphæð sem dygði til að kaupandinn fengi nýtt fyrir gamalt, heldur lagfæringar þar til ending vélarinnar yrði í samræmi við það sem venjulegt mætti teljast. Sem dæmi mætti segja að ef venjuleg vél entist 50000 km í viðbót myndu bætur miðast við að hún snerist þá vegalengd en ekki 150000 lengra. Því má spyrja sig hversu mikið af varahlutum þyrfti til þess. Ólíklegt má telja að seljandi yrði dæmdur til að greiða t.d. alla stimplana, nýjan sveifarás, legur o.s.frv. þótt auðvitað tæki því ekki að taka vélina upp og skipta bara um eina stimpilstöng, bora einn strokk út og slípa eina stangarlegu.
Ef hinsvegar kæmi í ljós að ekki væri óalgengt að vélar á svipuðum aldri á þessari tegund legðu upp laupana þá er vitaskuld ljóst að kaupandinn tapaði í happdrættinu; en það er ekki þar með sagt að seljandinn hafi verið óheiðarlegur, a.m.k. ef hann vissi ekki af meintum göllum. Það má því telja að dómsmál út af þessu yrðu kaupandanum aðeins til skapraunar og fjártjóns, því tapaði hann málinu yrði hann ekki aðeins að greiða sínum málalflutningsmanni heldur og seljandans. Sú fjárhæð dygði örugglega til að taka mótorinn upp frá grunni og þar með væri kaupandinn kominn með nýtt fyrir gamalt og gæti verðlagt bílinn hærra við næstu sölu sem því næmi.
Við skulum muna það að ef við erum að kaupa gamalt þá ber okkur skv. lögum að skoða það sjálf(ir) og finna það sem að kann að vera. Og það sem er ófyrirsjáanlegt er ófyrirsjáanlegt fyrir báða aðila.
Nú veit ég auðvitað ekki hversu mikið þessi 10 ára patrol er ekinn en hér á undan eru vangaveltur um hvað almennt yrði trúlega gert í sambærilegu máli. Lifum heil
Þ
26.01.2008 at 14:19 #611568Brotin stimpilstöng er ekki eðlilegt slit, höfuð og stangarlegur eru eðlilegt slit enda er þar um að ræða slitflöt . þessi bíll sem ég kaupi var auglýstur sem bíll með nýuppteknum mótor og túrbínu en bílasalinn dró það til baka eftir að ég keypti bílinn, og fullyrðir að hafa sagt mér að svo væri ekki og hefði ég aldrei látið mér detta í hug að kaupa hann ef mér hefði verið sagt annað, Þessi bíll er keyptur á bílasölu í grafarvogi og bílasalinn og sá sem að ég kaupi bílinn af eru bestu vinir og lánaði fyrri eigandi bílsinns eiganda bílasölunnar bílinn til að fara í jeppaferð og hvað veit ég nema að bílnum hafi verið misboðið allsvakalega í þeirri ferð. Ætla að sjá hvað þessi kærunefnd segir. er alls ekki tilbúinn að fara að borga mörghundruð þúsund til að láta gera við bíl sem átti að vera í 100% standi þegar ég kaupi hann
Kv Vilhelm
26.01.2008 at 17:16 #611570Nú, ef bíllinn hefur verið auglýstur með nýupptekna vél liggur málið auðvitað ljóst fyrir. Og þú hefur þá væntanlega auglýsinguna í höndunum og getur lagt hana fram í hugsanlegu dómsmáli. Bílasali getur ekki dregið upplýsingar úr sölulýsingu til baka heldur verður seljandinn að standa við þær. Og auðvitað hefur þú fengið að skoða nótur og verkstæðisreikninga frá upptektinni til að ganga úr skugga um að vélin hafi í raun og veru verið tekin upp, og hvað þá var gert, en ekki td. verið látið duga að stilla ventla og þvo vélina. Stimpilstöngum hættir frekar til að brotna í gömlum vélum en nýjum vegna þess að málmurinn í þeim lýist með tímanum eftir ótal hitnunarferli svo það er nú ekki alveg einhlítt að það sé frekar galli og vörusvik fremur en annað.
En, semsagt; þú ert væntanlega með pálmann í höndunum hafirðu auglýsinguna og vélarnóturnar. Ef ekki þá gæti þetta orðið erfiðara; sönnunarbyrðin hvílir á þér og ef orð stendur gegn orði er vafinn varnaraðila í hag.
Gangi þér vel,
Þ
26.01.2008 at 17:39 #611572Augýsinguna er ég með og þar stendur skírum stöfum "ný upptekin vél og túrbína" en nóturnar er ég ekki með , og þær eru ekki til þar sem að ég hringdi í þennan þriðja aðila sem sagði mér að einugis hefði verið skipt um hedd , ventla og legur í túrbínu . Málið er nefnilega það að sá sem ég kaupi af á bílinn í 37 daga á sölunni og eins og áður kom fram þá eru þeir félagar , bílasalinn og sá sem ég kaupi af og auðvitað er bíllinn sölulegri þegar félagarnir voru búnir að bæta inn á auglýsinguna "nýupptekinn mótor". ég spurði bílasalann þegar ég var að kynna mér bílinn hvort það væri nýupptekinn mótor í bílnum og svarið var sirka á þessa leið: já þú getur séð ofaní húddið, það glansar á honum heddið það er svo nýtt. hann tók aldrei neitt annað fram og ég lét það gott heita.
Kv Vilhelm
26.01.2008 at 18:27 #611574Alltaf er nú gaman að skrifast á við einhvern. Nú skaltu fara á viðurkennt vélaverkstæði, s.s. Kistufell eða Þ. Jónsson, og fá þar skriflega lýsingu á því hvað þeir kalla upptekna vél, þeas hvað er gert og um hvað er skipt venjulega og hvað er lágmark að gera til að kalla upptekt. Þá skaltu líka fá álit þeirra á því hvort heddskipti í patrol geta kallast upptekt. Þessar upplýsingar, ásamt því sem þessi þriðji aðili sagði þér (fáðu það skriflegt) og auglýsingunni, skaltu svo fá lögfræðingnum sem þú varst að starta, því það er ekki alveg öruggt að hann hafi neitt vit á vélum, og athugaðu hvort ekki hýrnar yfir honum. Lítist honum svo á að þið séuð með mál í höndunum er næsta skrefið að fá dómkvadda matsmenn til að meta hvort vélin var í raun tekin upp og leggja svo málið fyrir seljandann. Vilji hann enn ekki vorkennast og segi þér að hann hafi bara átt bílinn í 37 daga fræðir þú hann á því að það komi þér ekkert við; ef hann vilji sleppa skaðlaus skuli hann ræða við þann sem seldi honum bílinn, en þú eigir kröfu á þann sem þér seldi.
Góða skemmtun;
Þ
Kv, Þ
26.01.2008 at 18:40 #611576Já þetta er ekki svo vitlaus hugmynd. held að ég kíkji við í kistufelli í næstu viku en þetta með að fá eitthvað skriflegt frá þriðja aðilanum held ég að sé vonlaust, En þakka þér fyrir
Kv Vilhelm
26.01.2008 at 19:09 #611578Svo er það þessi klausa sem er á síðu bílasölunnar : Engin ábyrgð er veitt gagnvart skaða sem hljótast kann af völdum skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefnum.
Kvv vilhelm
27.01.2008 at 00:44 #611580Sæll Villi
Ég seldi bílinn til þess náunga sem þú keyptir hann af og ef það getur hjálpað þér eitthvað þá er ekkert mál að senda þér afrit af nótunni frá Vélalandi þar sem ég keypti varahlutina í vélina. En það er alveg á hreinu að það var aldrei farið í viðgerð á kjallaranum á vélinni meðan ég átti bílinn í það minnsta.
En það sem var keypt í hana var hedd, pakkningasett, legur í túrbínu, og heddpakkning frá umboðinu (IH)kv. baldi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.