This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 18 years ago.
-
Topic
-
Góðan dag.
Ég er nú ekki mikill jeppamaður sjálfur en mig hefur alltaf langað að vita með það þegar björgunarsveitir landsins eru kallaðar út vegna einhvers vitleysings sem lagði að stað í sína fjallaferð.t.d einbíla þegar spáinn hljóðaði upp á.Stormviðvörun, búist er við stormi á miðhálendi með snjókomu skyggni ekkert.
það gaf mig á tal einn „frægur“ jeppamaður innan ykkar hóps sem stoltur sagði mér frá tveimur svaðilförum hjá sér sem endaði með útkalli hjá B.sveit. nota bene á öðrum degi Jóla!!! og þegar ég spurði hvað hann hefði þurft að borga fyrir svona vitleysu, var svarið „0 kr.“
HVAÐ ER AÐ ykkur?????
Ég get ekki ímyndað mér annað enn að svona ferð kosti þjóðfélagið ca.3-400.þús.
Væri ekki sanngjart að þið jeppamenn borguðuð einhvern útkallskostnað t.d 50.þús. bara svo menn séu nú ekki að kalla sveitirnar út að ástæðulausu.
eða að setja e-h aukaskatt á jeppa sem myndu renna til björgunarsveita??
Kveðja.
You must be logged in to reply to this topic.