This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.11.2003 at 11:52 #193166
AnonymousGóðan dag.
Ég er nú ekki mikill jeppamaður sjálfur en mig hefur alltaf langað að vita með það þegar björgunarsveitir landsins eru kallaðar út vegna einhvers vitleysings sem lagði að stað í sína fjallaferð.t.d einbíla þegar spáinn hljóðaði upp á.Stormviðvörun, búist er við stormi á miðhálendi með snjókomu skyggni ekkert.
það gaf mig á tal einn „frægur“ jeppamaður innan ykkar hóps sem stoltur sagði mér frá tveimur svaðilförum hjá sér sem endaði með útkalli hjá B.sveit. nota bene á öðrum degi Jóla!!! og þegar ég spurði hvað hann hefði þurft að borga fyrir svona vitleysu, var svarið „0 kr.“
HVAÐ ER AÐ ykkur?????
Ég get ekki ímyndað mér annað enn að svona ferð kosti þjóðfélagið ca.3-400.þús.
Væri ekki sanngjart að þið jeppamenn borguðuð einhvern útkallskostnað t.d 50.þús. bara svo menn séu nú ekki að kalla sveitirnar út að ástæðulausu.
eða að setja e-h aukaskatt á jeppa sem myndu renna til björgunarsveita??
Kveðja.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.11.2003 at 17:22 #480462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir níu ár sem fullgildur meðlimur björgunarsveitar fynnst mér alltaf jafna asnalegt þegar að það er talað um kostnað vegna leita og björgunarstafa í hvaða formi sem er. Margar frétti er á þessa leið. Mikil leit var af ….
og endar á og leitin kostaði x kr. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig menn þá þessar tölur út vegna þess að ég held að menn reikna ekki inn í dæmið að menn verða fyrir vinnu tappi menn þurfa að borða og þetta eru jú pennigar. Kannski eru menn bara að hugsa um hvað kostar að keyra blikkbeljunar hvern kílómeter og kostnaðin við tækin.
En þessi um ræða á fyllilega rétt á sér. Það kostar auðvita að senda út mannskap vegna allra aðgerða. Sveitirnar eiga dýr tæki og það kostar að þjálfa mannsakpinn.
Að mínnu mati á ekki að rukka einstaklingin fyrir aðgerðir
hvernig sem viðkomandi kom sér í þá aðstöðu sem kallar á það hann þurfi á hjálp að halda. Vegna þess að ef að það fer að kosta að fá hjálp verða menn tergir til að kalla á hjálp þegar þeir þurfa á henni að halda og lenda þá í enþá veri málum.
Umræðan ætti að hjálpa til við að hreifa við ráðamönnu þjóðarinar við að létta undir fjárhagin hjá bj.sveitunum.
Sjálfboðaliðabjörgunarsveirir eru ánn efa að spara ríkinu stórar fjárhæðir vegna þess að það kostar mikið að vera með atvinnu leitar- og björgunarmenn um allt land.
Til að svara spurniguni þá leita bj.sveitir í vasa almennis til að fjármagna þjálfunn og leitir t.d. með flugeldasölu og þar sem sérþekking þeirra nýtist í verkefnum.
Að setja sér skatt bara á jeppamenn yrði ósamgarnt vegna þess að þeir eru ekki þeir einu sem þurfa á aðstoð bj.sveita á að halda. Og eru við ekki að borga nokk til ríkisins fyrir.
Þannig að ég hvet alla jeppamenn að styðja við bakkið á björgunarsveitunum og kaupa flugelda af þeim en ekki einhverjum aðilum sem eru styrttir af bæjarfélögum eða eru að selja þá sjálfum sér til framdrátar.Kv. Jón Sig
13.11.2003 at 18:39 #480464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vill nú biðjast afsökunar á þessum tilmælum mínum varðandi þennan einstakling sem lagði líf sitt að veði fyrir aðra, svona menn eiga orðu skilið.
Ég vil einnig segja að björgunarsveitir landsins hafa gert stórkostlega hluti og dáist ég af þeirra framtaki.
13.11.2003 at 19:48 #480466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
miðað við reynsluna þá eru utköll til hjalpar jeppafólki sjaldnast á forgangi (blá ljos) yfirleitt er enggin i lifshættu, utkallið kemur óskað eftir aðstoð þá er skoðað hvað þarf marga bila og bunað oftast þarf ekki mikið til og þeir sem fara i þessi utköll eru ekki að valda sjalfum ser miklum óþægindum td i vinnu, menn hafa gaman að þessu og þakka yfirleitt fyrir að þeir eru að fara að draga eikkurn jeppakall uppur krapa enn ekki að leita flugvel sem hrapaði uppa vatnajökli með fullt af folki. ef sagan er skoðuð þá hafa ekki nema 1 eða 2 björgunsveita menn latist við æfingar eða utköll þar sem slys var orsökin miðað við það að við erum alltaf að brölta hangandi i spotta, klifrandi a husþökum, keyrandi tæki og mannskap á ystu mörkum, örryggið er alltaf i fyrirrumi. við eigum og þurfum ekki að leggja okkur í lifshættu i utköllum enn þegar staðan kemur upp að maður þarf þá hugsar maður aldrei 2 maður lætur vaða, þetta er það sem gefur starfinu i björgunarsveit gildi munum bara að kaupa flugelda þá er maður buin að borga fyrir sig ef eikkað kemur fyrir sig.
13.11.2003 at 20:17 #480468Sælir
Mikið er ég sammála SkúlaH, sem tjáði sig í þessari umræðu fyrr í dag.
Ég ætla að muna eftir þessu þegar kemur að innkaupum á áramótaflugeldunum og kaupa heilan helling af þeim – með bros á vör.Ágúst (Wolf) Sigurðsson.
13.11.2003 at 22:54 #480470Ég er sammála því sem fram hefur komið að fólksem stundar útivist á hálendinu og á fáförnum stöðum ættu að beina viðskiptum sínum til björgunarsveita í stað íþróttafélaga því íþróttafélögin fá sínu framgengt yfirleitt hvort sem er. Ekki skilja það sem svo að mér sé eitthvað illa við íþróttafélögin þau vinna jú gott starf líka, á öðrum vettvangi.
Þetta er ágæt umræða sem hefur farið fram hér og hef ég nú upplifað "deja vou" því ég hef fylgst með og tekið þátt í svona umræðu áður. Mig langaði aðeins að beina umræðunni í aðra átt og spyrja hvort einhver kannast við að björgunarsveit hafi beðið kurteislega um styrk fyrir björgun á farartæki.
Segjum sem svo að jeppi bilar á Langjökli og er skilinn eftir af einhverjum ástæðum. Eigandi jeppans biður björgunarsveit um aðstoð við að sækja jeppann án þess að fólk sé í hættu. Taka björgunarsveitir að sér slík útköll eða á að kalla þetta verkefni?
Það sem ég er í raun og veru að spyrja um, starfa björgunarsveitir eftir einhverjum reglum um að til að útkall megi eiga sér stað þá verði ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt, t.d. fólk eða fjármunir í hættu.
Kveðja
Elvar
13.11.2003 at 23:08 #480472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já já, eru ekki allir jeppamenn björgunarsveitarmenn í sér.
allavega eru margir jeppamenn úti á landsbyggðini í björgunarsveit og nota sinn jeppa í útköll til flutninga á mannskap eða til aðstoðar björgunarsveitabíls,
og bestu ökumenn björgunarsveitabíls eru jeppamenn sem stunda sitt sport í uppi á fjöllum.
það er einginn smá reynsla, það er ekki bara að aka heldur álestur á gps, lesa úr korti, setja upp leiðir og þekking á landi. ég hef ekki tölu á því hvað ég hef sótt marga bíla(fólksbíla og jeppa) sem björgunarsveitarmaður(jeppakall) á fjallvegum á mínu svæði.kveðja: Björn
13.11.2003 at 23:19 #480474
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
í flestum tilvikum þá myndi það ekki kosta þig neitt ef billinn er td bilaður upp a jökli og þú getur ekki komið honum niður sjalfur þá geturðu haft samband við formann einhverrar sveitar og óskað eftir aðstoð við að ná í bílinn, Eftir því sem ég held þá geti sveitin farið framm á borgun en það hefur ekki verið gert svo ég hafi vitað til, þetta er spurning um eldsneytiskostnað sem er nu ekki neinir stórpeningar
og við megum ekki gleyma að það þarf ekki alltaf að vera einhverrjir vitleysingar á ferð þó svo að björgunarsveit se kölluð út eg veit um hópa vanra manna velutbuinna sem hafa þurft að oska eftir aðstoð vegna þess að nátturan fór hamförum.
á öðrum degi jóla????????????????
flott þá hafa strakarnir ekki misst úr vinnu hafa væntanlega verið í jólafríi og fegnir farið á fjöll að hjalpa folki enn að hanga i þessum jólaboðumog þetta með aukaskattin a jeppana!!!!!!!!!!!!!!!!! flestir jepparnir fara aldrei útfyrir bæjinn
13.11.2003 at 23:34 #480476Reyndar eru hjálparsveitir farnar að rukka fyrir að sækja bíla og önnur faratæki sem eru skilin eftir á fjöllum eða eru í vandræðum og komast ekki til baka. Þetta er orðin spurning um verðmætabjörgun þegar fólk er ekki í hættu. Þetta fer að verða spurning um að nokkrir vaskir menn kaupi sér öflugan snjóbíl og stofni björgunarfyrirtæki til að sækja eftirlegukindur á fjöll. Hjálparsveitir er að vinna mjög gott starf á öllu landinu og menn eru ekki að hlífa sjálfum sér eða tækjunum þegar farið er í útköll og mikið liggur við.
Hlynur
14.11.2003 at 00:45 #480478Einhversstaðar (man ekki í svipinn hvar…100póstaþráðurhringirkannskibjöllum) sá ég minnst á að verandi meðlimur í F4x4 veitti manni/mönnum aðgang að hjálparsveit f4x4.
Mér þætti áhugavert að heyra hvað átt var við með því – kannski út fyrir efnið hérna – en í hverja hóa ég (félagi í f4x4) – björgunarsveit – eða félaga mína, höfðingjana á 44"+ sem eru búnir að fá mikið meir en nóg af innfluttu rjúpunni og horfa bara löngunaraugum út um gluggann þegar jólasnjóinn kyngir niður?
14.11.2003 at 01:21 #480480Vill maður ekki alltaf taka þátt í umræðum sem manni finnst að snerti mann sjálfan?
Ég hef starfað töluvert samhliða björgunarsveitamönnum í gegnum tíðina og ber ómælda virðingu fyrir þeim flestum og þeirra störfum. Án þeirra væri þjóðfélagið fátækara og ég get vottað að hróður þeirra er slíkur að ég hef oftar en einu sinni verið beðinn um það erlendis að skýra út fyrirkomulag íslenskra björgunarsveita og sögu að fyrra bragði.
Ég er sammála mörgu því sem hefur komið fram hér að ofan en finnst eftirfarandi standa uppúr:
1) Mér finnst sjálfsagt að greiða einhverskonar gjald (þó ekki væri nema olíuna) fyrir verðmætabjörgunarleiðangur. Ég þykist þó vita að ekki nærri allir björgunarsveitarmenn taka það í mál í dag. Kannski breytist það…
2) "Kostnaður" við verðmætabjörgunarleiðangra er líklega í flestum tilfellum mikið lægri en þegar kölluð er út leit. Mannskapur, tækjabúnaður og umsvif eru svo mikið, mikið minni og vonandi er björgunarsveitum það í sjálfval sett hvort þær leggja af stað eða ekki til að sækja bilaðan bíl. Þeir sem ég þekki mundu þó flestir vera lagðir af stað áður en símtalinu lyki.
3) Vanþekking og bjartsýni sums fólks þegar kemur að hálendisferðum er ótrúleg. Þátttaka í björgunarsveit eða skátastarfi kennir mörgum hvað þarf til, svo og auðvitað að ferðast með reyndu fólki eins og félögum í 4×4. Lumar einhver á góðri hugmynd til að dreifa þeirri þekkingu af meiri krafti?
4) Byrjum að spara fyrir flugeldum sem við ætlum að kaupa af björgunarsveitum! Að mínu mati er það 1000 sinnum mikilvægara málefni að styrkja en rekstur meistaraflokka íþróttafélaga.
Vona bara að það fari að snjóa…
Einar.
14.11.2003 at 10:33 #480482Sumar sveitir rukka fyrir að ná í jeppamenn, hvað það er hátt er misjafnt. Ég veit t.d að bjsveitirnar á Vopnafirði þær rukka 1500 fyrir hverja rollu sem þeri bjarga. en ég segi bara ath veðurspá þá þarf ekki að kalla út bjsveitir, ég hef einu sinni þurft á bjsveit að halda og ég skammaðist mín fyrir það.
14.11.2003 at 13:02 #480484Þetta eru nú ansi líflegar umræður ekki satt?
Ég hef nú starfað í björgunarsveit til margra ára og þau eru orðin ófá útköllin sem ég hef farið í ásamt félögum mínum, og misalvarleg hafa þau líka verið.Þegar þarf að bregðast skjótt við og aðstoða fólk sem er í nauð þá spyr engin um það hvort viðkomandi hafi komið sér í þau vandræði með einhverjum fíflaskap eða hvort að hann hafi gert allt rétt en bara verið óheppinn, það er aukaatriði, fólk er í vandræðum og okkar hlutverk er m.a. að "redda" þesslags málum.
Við erum ekkert að velta okkur uppúr kostnaði þó að hann geti auðveldlega hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum þúsunda (þetta er líka spurning um reikningsaðferðir)
Við viljum (og ég held að ég tali fyrir munn flestra bjsv. manna) eiga gott samstarf við þá hópa fólks sem stunda útivist af einhverjum toga, því að tölfræðin segir okkur að það sé helst útivistarfólk sem þarf að nota okkar "þjónustu" en það er auðvitað eitthvað sem menn vilja helst vera án að sjálfsögðu.
Björgunarsveitir eru nefnilega ekkert mjög ólíkar tryggingum, þú kaupir tryggingu en vonar að þú þurfir aldrei að nota hana, eins er þetta með björgunarsveitirnar, fullkomið ár hjá björgunarsveit er þegar engin útköll verða, en því miður er það nú ekki svo auðvelt að ná því marki.
En með góðu samstarfi við önnur samtök og með fræðslu og forvörnum þá hefur tilfellum eins og það sem sýnt var hér ofar á síðunni fækkað og heyra nánast sögunni til og það er ekki síst félagsskap eins og 4X4 að þakka.
Því að í þeim félagsskap eru gamlir refir sem miðla reynslu sinn til þeirra sem ekki eru eins langt komnir í jeppamenskuni.Og svona í blálokin, finnst einhverjum hér á þessari frábæru síðu eitthvað athugavert við það þó að björgunarsveit taki gjald fyrir að bjarga verðmætum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ef þess er óskað?
Því eins og ég benti á hér í byrjun þá erum við klárir með litlum sem engum fyrirvara ef bjarga þarf lífum og limum og leita að fólki, en svo þegar óveðrinu slotar og hættan er afstaðin, þá kemur eftirmáli sem oft er hægt að ígrunda í rólegheitum og ganga svo í málið.
Sú sveit sem ég hef starfað í hvað lengst og aðrar í nágrenni við okkur gera þetta iðulega, en að sjálfsögðu gegn MJÖG hóflegu gjaldi.
Með þökk fyrir lifandi umræður.
Austmann
14.11.2003 at 17:23 #480486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að björgunarsveitir megi ekki rukka fyrir þá hjalp sem þeir veita, við til dæmis megum ekki ef eg man rett fá borgun fyrir notkun á tækjum í þágu almennings,
14.11.2003 at 18:21 #480488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
ég er ánægður með góð viðbrögð sem spunnist upp vegna spurnigar minnar og gaman að sjá að margir eru nú ekki svo ósammála mér en það er eins og nokkrir þarna hafa tekið þetta aðeins of nærri sér og orðið svolítið "pisst", manni grunar nú helst að þetta eru kannski menn sem hafa lent í þessu sjálfir?Ég vil einnig koma því fram að ég hef og mon alltaf kaupa fugelda af sveitunum þeim til styrktar og ég legg til að allir geri það sama.
14.11.2003 at 18:32 #480490Þessi umræða er farinn að snúast um hvort björgun verðmæta eigi að vera gegn gjaldi eða ekki.
Í þeim tilfellum sem björgunarsveitum berst beiðni frá eigendum um að sækja bíla, vélsleða eða búfénað er þeim það í sjálfsvald sett. En sé um eiginlegt útkall að ræða er það að sjálfsögðu ekki gegn gjaldi.
Sjálfur hef ég tekið þátt í að sækja tjónað tæki á hálendið og ekki var farið fram á gjald í því tilfelli.
En björgunarsveitir mega ekki ganga of langt í þessum málum hvort sem gjald er tekið eða ekki því að eins og flestir vita njóta þær niðurfellingar innflutningsgjalda og mega því ekki bjóða þjónustu á þessum tækjum í samkeppni við einkaaðila.
Annars er þessi umræða ekkert ný og ég bendi á vef [url=http://www.landsbjorg.is:2duzygd3]Landsbjargar[/url:2duzygd3], en þar hefur einhver umræða í þessa veru átt sér stað.Kveðja Aðalsteinn.
14.11.2003 at 18:33 #480492Aðilar sem hafa undir höndum tæki sem eru niðurgreidd af ríkinu, meiga ekki nota þau til að afla sér tekna í samkeppni við einkaaðila. Samkeppnislög banna það.
Nokkir punktar um björgunarsveitir (vona að ég fari ekki með mjög rangt mál hérna):
Fá einhverja styrki fá ríki og sveitarfélögum. Oft duga þessir styrkir fyrir sköttum og aðstöðugjöldum frá þessum sömu aðilum, og stundum ekki.
Þurfa að borga fulla tolla og skatta af öllum sínum rekstrarkostnaði. Varahlutir, eldsneyti, þungaskattur og flest allur minni björgunarbúnaður er virðisaukaskyldur og tollaður. Snjóbílar, bílar og breytingar á þeim, vélsleðar og önnur stór tæki eru þó undanskilin frá þessu. Þekki ekki alveg hvernig reglurnar eru með fasteignagjöld, en minnir að einu sinnu fengust þau niðurfeld af félagsaðstöðu. Bílageymslur og verkstæði (sem eru yfileitt um 60% af húsnæðinu) töldust ekki sem félagsaðstaða og báru því full fasteignagjöld. Veit ekki hvernig þetta er í dag, en held að þessu hafi eitthvað verið breytt. Bifreiðagjöldin eru niðurfelld, og ég held að það hafi loksins fengist í gegn að gjöld til fjarskiptaeftirlitsins séu niðurfelld. Stór björgunarsveit þarf að eiga nokkra tugi af VHF talstöðum, og leyfisgjöldin af þeim öllum er alveg slumma af Ragnheiðum.
Útgjöld björgunarsveitar eru ekki skattalega tengd tekjustofninum. Þannig að ef seld er raketta fyrir 1000 kr, fara 250 kr í vask af rakettunni, og svo ef keyptur er varahlutur fyrir restina, þá fer 150 kr af varahlutaverðinu í vsk, þannig að á endanum hirðir ríkið 400 kr af 1000 kr sem björgunarsveitin fær frá kúnnanum (að því gefnu að varahluturinn sé tollfrjáls…!) Þetta er reyndar umtalsverð einföldun. Innskattur á móti útskatti gildir mjög takmarkað fyrir félagasamtök eins og björgunarsveitir.
Flestar aðgerðir sem björgunarsveitirnar á höfuðborgarsvæðinu fara í (þekki bara stóru snobbuðu höfuðborgarsveitirnar) eiga sér stað á lálendinu (og því miður er stærsti hluti þeirra leitir að þunglyndu fólki). Leitir að útivistarfólki eru ornar í stórum minnihluta, en þegar þær eru þá eru þær elskaðar í fjölmiðlum og eru umfangsmiklar, krefjandi, dýrar og laaaaaang skemmtilegastar! Þeim mun dýrari sem þær eru, þeim mun meira fær ríkið í allskonar skemmtilegum jaðarsköttum og gjöldum. Þannig að þeim mun viðameiri sem aðgerðin er, þeim mun meira græðir ríkið. Þjóðfélagið tapar þó líklega á svona aðgerð, og þá líklega einna mest vegna vinnutaps þegnanna sinna, sem og vegna reksturs landhelgisgæslunnar og annarra atvinnumanna.
Þessi veröld er stundum pínu fyndin.
Ætti að breyta þessu eitthvað? Nei. Þetta virkar fínt svona. Undirrituðum grunar líka að frekari skattaívilnanir og gjaldaívilnanir myndu stórlega auka líkurnar á að sveitirnar og meðlimir þeirra færu að misnota ívilnanirnar. Þannig er jú bara eðli blessaðrar mannskepnunar.
Kveðja
Stoltur björgunarsveitarnörd í æviáskrift.
14.11.2003 at 19:11 #480494
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi þráður sem byrjaði heldur hvass (enda málið sett fram í upphafi með heldur miklum sleggjudómum), er að þróast á ágætan veg. Skv. því sem Rúnar segir mega sveitirnar ekki rukka fyrir verkefni, verðmætabjörgun eða aðstoð, t.d. við að ná í bilaðan bíl á fjöll eða slíkt. Sjálfsagt eðlileg rök fyrir því. Hins vegar er óeðlilegt að fjármagn sem ætlað er til að gera sveitunum kleift að sinna hlutverki sínu, s.s. bjarga mannslífum, fari í slíka aðstoð sem eðlilegast væri að eigendur beri. Það er hins vegar ekkert sem bannar umræddum eigendum að ?styrkja? sveitirnar um tiltekna upphæð sem nemur þeim kostnaði sem aðgerðin hefur í för með sér. Mér sýnist líka að lesa megi það milli línanna hér að nokkuð sé um það og veit reyndar sjálfur um dæmi þess. Því hvet ég menn til að gera slíkt ef þeir lenda í þeirri aðstöðu að njóta aðstoðar sveitanna. En eins og allir virðast vera sammála um gegnir allt öðru máli um það þegar raunveruleg neyð er á ferð.
Kv – Skúli
15.11.2003 at 15:13 #480496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Rakst á þessa umræðu og langaði aðeins að leggja smá orð í belginn.
Tek fram að ég kem ekki sem fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) á einn eða annan hátt, þetta eru bara mínar eigin skoðanir sem björgunarsveitarmanns til nokkurra ára.
Mér langar að byrja á því að segja að það stendur hvergi í lögum að okkur sé bannað að taka gjald (við köllum það styrk) fyrir verðmætabjörgun, aðstoð eða hvað sem ekki felst undir "björgun á mannslífum".
Samkeppnisstofnun hefur fjallað um mál þar sem einkaaðili kvartaði undan SL vegna björgunarskipa þess.
Til þess að gera langa sögu stutta þá úrskurðaði Samkeppnisstofnun á þá leið að SL væri heimilt að rukka fyrir aðstoð og þess háttar en bara má ekki taka með í reikninginn ríkisstyrki sem í þessu tilfelli hver björgunarbátasjóður fær, sem eru 9 talsins í dag.
Með minni bestu vitund fær engin landbjörgunarsveit beinan styrk frá ríkinu, heldur eru gerðir samningar milli SL og ríkisins og það er vegna reksturs á Tilkynningaskyldu íslenskra skipa og Slysavarnaskóla sjómanna, þó held ég að þeir séu fleiri á leiðinni eða jafnvel þegar komnir en þetta eru þeir tveir sem ég persónulega veit um.
Fyrir áhugasama er hægt að skoða úrskurð Samkeppnisstofnunar hér :
http://www.samkeppni.is/akvardanir_alit … kv0400.pdf
Vil einnig taka það fram að ég skrifaði þetta eingöngu til fróðleiks – er ekki að fara fram á óheppnir ferðamenn fari að borga brúsann fullum fetum.
Hitt er á móti annað mál að mér finnst að 4X4 og Slysavarnafélagið Landsbjörg og fleiri sem tengjast fjallaferðamennsku, ættu að taka höndum saman og uppfræða almenning og sérstaklega erlenda ferðamenn og ofurhuga um hættur til fjalla hér á Íslandi.
Takk fyrir.
15.11.2003 at 18:39 #480498Sjóðurinn talar um að "að setja e-h aukaskatt á jeppa sem myndu renna til björgunarsveita??".Þetta myndi taka á sig skemmtilega mynd fyrir mig og fleiri í mínum sporum sem höfum starfað í björgunarsveitum í mörg ár og ekki horft í tíma og stundum peninga, ef við ættum að fara borga gjald fyrir að fara á fjöll á eigin jeppum.Gjaldið myndi renna í sjóð sem ríkið tæki og myndi síðan útdeila til ýmissa stofnanna og félaga eins og minnar björgunarsveitar.Þannig væri ég ofan á alla skatta sem ég sem bíleigandi og skattborgari vera borga farin að borga skatt til minnar björgunarsveitar sem ég hef starfað fyrir í mörg ár.
Ég nefndi hér fyrir ofan "tíma og stundum peninga" óþarfi er að útskýra þetta með tímann en með þessu með peningana á ég við að flestir björgunarsveitarmenn hafa flestir keypt einhvern persónulegan útbúnað sem er gjarnan notaður bæði í aðgerðum og æfingum.Einnig er oft um vinnutap að ræða.
Úr einu í annað best gæti ég trúað að sjóðurinn sé svokallað "Troll" sem skrifar eitthvað til að æsa fólk upp í einhverja vitleysu.Með kveðju Kristjón
16.11.2003 at 18:46 #480500Bara aðeins til að fylgja eftir orðum mínum hér aðeins ofar, þegar var talað um gjaldtöku þá var að sjálfsögðu EKKI verið að tala um að taka gjald af fólki í neyð, heldur einungis verið að tala um björgun á verðmætum af einhverju tagi.
Björgunarsveitir eru til dæmis oft og iðulega kallaðar til þegar tryggingafélögin þurfa að láta bjarga verðmætum eða bara jafnvel hreinsa til eftir bruna og engum hefur fundist það athugavert hingað til.(allavega ekki á því svæði sem ég þekki til)Það er engin að tala um það að fara í samkeppni við einn né neinn heldur einungis verið að tala um að sinna sérhæfðum verkefnum, sem jafnvel engin annar er tilbúinn að sinna.
En það eru náttúrulega margir fletir á þessu máli og bara gaman og sjálfsagt að velta þessu aðeins fyrir sér
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.