This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.11.2003 at 11:52 #193166
AnonymousGóðan dag.
Ég er nú ekki mikill jeppamaður sjálfur en mig hefur alltaf langað að vita með það þegar björgunarsveitir landsins eru kallaðar út vegna einhvers vitleysings sem lagði að stað í sína fjallaferð.t.d einbíla þegar spáinn hljóðaði upp á.Stormviðvörun, búist er við stormi á miðhálendi með snjókomu skyggni ekkert.
það gaf mig á tal einn „frægur“ jeppamaður innan ykkar hóps sem stoltur sagði mér frá tveimur svaðilförum hjá sér sem endaði með útkalli hjá B.sveit. nota bene á öðrum degi Jóla!!! og þegar ég spurði hvað hann hefði þurft að borga fyrir svona vitleysu, var svarið „0 kr.“
HVAÐ ER AÐ ykkur?????
Ég get ekki ímyndað mér annað enn að svona ferð kosti þjóðfélagið ca.3-400.þús.
Væri ekki sanngjart að þið jeppamenn borguðuð einhvern útkallskostnað t.d 50.þús. bara svo menn séu nú ekki að kalla sveitirnar út að ástæðulausu.
eða að setja e-h aukaskatt á jeppa sem myndu renna til björgunarsveita??
Kveðja.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.11.2003 at 12:00 #480422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Huldumenn eru ekki svaraverðir! bv
13.11.2003 at 12:29 #480424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sjóðurinn????
Það er alveg merkilegt að menn skuli halda það að þeim sé svarað þegar ekki er skrifað undir nafni.
Ég hef aldrei getað skilið svoleiðis, endilega skrifaðu undir nafni og þá koma kannski einhver svör við spurningum þínum.Kv.
Dóri Sveins
R-2608
13.11.2003 at 12:41 #480426
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef "sjóðurinn" vill að jeppamenn borgi "Útkallskostnað", er þá ekki næst að rjúpnaskyttur, almennir ferðamenn, og jafnvel fórnarlömd náttúrhamfara borgi líka "útkallskostnað" ? Ég er sammála þeim sem svarað hafa, að þetta er varla svara vert.
13.11.2003 at 12:47 #480428
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég vill nú svara þessu,
það er nú bara þannig að björgunarsveitir eru sjálfboðasamtök og við vitum alveg hvað við erum að fara útí, og það stendur ekki til að fara að rukka fyrir okkar störf.
en ef fólk hefur áhyggjur af þeim kostnaði sem fellur til við útkall þá er öllum velkomið að styrkja björgunarsveitir landsins með kaupum á flugeldum, annað byðjum við ekki um.
13.11.2003 at 13:10 #480430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þarf nú ekkert að fara huldu höfði með þetta mál, ef ykkur líður betur og ef þið viljið frekar svara mér ef ég gef upp nafn þá er nafn mitt.
Jónas Kristinn GunnarssonÉg er ekki félagsmaður en það eru fleiri en 1 í klúbbnum ykkar sem þekkja mig.
13.11.2003 at 13:11 #480432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
og hvað með blessuðu gömlu konnuna sem á heima í hálfónýtu,fúnu húsi í Reykjavík..og þar sem að hún gat ekki farið uppá þak og neglt niður ryðgað bárujárnið í óveðrinu sem geisaði um daginn..þar sem hún hjartveik og með gigt..EIGUM VIÐ BARA EKKI AÐ RUKKA HANA UM 50.000KR AF ÞVÍ AÐ BJÖRGUNARSVEITIN KOM OG NEGLDI NIÐUR ÞAKIÐ HJÁ HENNI Í VONDA VEÐRINU.. ef maður vill styrkja þessar björgunarsveitir og hafa gaman af (sérstaklega ef maður telur að maður festi sig einhverntíman..) þá kaupuru einfaldlega rakettur fyrir miljónir…
Takk, A.Ó.
13.11.2003 at 13:18 #480434
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mundi nú bara allt í einu eftir einu slysi sem var fyrir 2-3 árum síðan að þá lést einn björgunarsveitarmaður við æfingar.
Ég veit ekki hvað þið verðleggið líf manna fyrir en ég gæti alveg hugsað mér að þessi maður væri hugsanlega enn hér ef ekki væri svona miklar æfingar.
13.11.2003 at 13:18 #480436Þetta er þvílík steypa að maðurinn ætti að leita sér hjálpa. Kynna sér uppbyggingu hjálpasveita og fjáröflun þeirra og einnig eðli þeirra beiðna sem berast þeim. Hverjir þurfa á þessa aðtoð að halda, þeir eru svo margir að það tekur langann tíma að telja þá upp. Ég er þess vegna sammála öðrum sem hér hafa skrifað, maður verður bara svolítið "pisst" á svona fíflaskap.
Ekki kv. vals
13.11.2003 at 13:20 #480438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst tvennt ólíkt ef um nátturuhamfarir eru um að ræða eða hvort einhver vitleysingur fer upp á fjöll (einbila) og illa búinn þegar spáinn er slæm
13.11.2003 at 13:24 #480440Hvernig dettur þér í hug að slík ferð kosti svo mikið?
Björgunarsveitirnar eru ekki reknar af ríkinu og þjóðfélagið bíður því engan skaða af svona ferðum.Auðvitað eru menn vitlausir að ana í svona vitleysu einbíla, en björgunarsveitir gefa sig út fyrir að bjarga fólki í nauð, hvort sem það var vanhugsað eða ekki.
Mér finnst líka fullhart að dæma alla félagsmenn eftir svona óhappi, mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir.
Mér þætti ekki ólíklegt að jeppamaður þessi beini flugeldaviðskiptum sínum framvegis að þeirri sveit sem kom honum til bjargar og þá þarf ekki mörg ár til þess að borga upp útkallið.
Kveðja,
Gísli S.
13.11.2003 at 13:25 #480442Ég held að maðurinn sé veikur eða hann finnist vanta meiri kraft í umræðurnar hérna á vefnum og þar með tjái ég mig ekki meira um þessa vitleysu.
kv.vals
13.11.2003 at 13:39 #480444sælir.
Bíddu bara í smá tíma eða þangað til að þú ert fastur einhvers staðar og þarft á hjálp að halda,og þegar hjálpasveitin er að koma til þín geturu hringt og millifært greiðslu til þeirra áður en þeir hjálpa þér.
kv J.
13.11.2003 at 13:53 #480446
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er maðurinn ekki bara að segja sína meiningu á þessum hlutnum,honum ofbíður greinilega þegar menn gera svona hluti,og má það til sannsvegar færa því jú oft á tíðum erum við full "kaldir" til fjalla.
13.11.2003 at 13:58 #480448
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Annað sem koma má fram að allir sem eru í björgunarsveitum eru þar af fúsum og frjálsum vilja og má því ætla að þetta starf sé unnið af áhuga og hugsjón.
Við sem kaupum flugelda og styrkjum björgunarsveitir með happdrættismiða kaupum erum að styrja björgunarsveitirnar til að vera í stakk búnar að bjarga mannslífum og til að bjarga mannslífum en ekki bara til að æfa sig og hafa gaman.
Einnig væri hugsandi að hægt væri að kaupa sér tryggingu sem borga mundi brúsan ef illa færi.kveðja
Lýður Skúlason
R-3174
13.11.2003 at 14:24 #480450
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Umræðan minnir mig á [url=http://www.pbase.com/image/2452427:a6o48kpd]þetta[/url:a6o48kpd] atvik. Þarna sátu þau (ung hjón) í rúman sólarhring, þar af rúmlega 12 tíma í köldum og bensínlausum bílnum. Engin talstöð, enginn sími, á tréklossum, strigaskóm og sumardekkjum einbíla á leið til Akureyrar! Bíllin fraus fastur ofan í ánni.
Er það ekki þetta sem gagnrýnendur eiga við?! En þetta var svo sannarlega ekki jeppafólk þannig að e.t.v. á gagnrýni Jónasar ekki við á þessum þræði. Það er undantekning að menn fari einbíla út í óvissuna og í þeim tilvikum má segja að það sé gagnrýnivert. Jafnvel þótt í flestum tilvikum séu menn í stakk búnir til að bjarga sér sjálfir úr vandræðunum. Kjarni málsins er bara sá að menn eiga ekki að leggja það álag á vini og ættingja að vera að þvælast einir í háskaveðrum.En Jónas, þú hlýtur að vera stuðningsmaður Vinstri grænna því þeir eru þeir einu sem kunna það ráð eitt – að leggja til nýjar skattaálögur við flestum vandamálum. Í þessu tilviki hljótum við að trúa og treysta á almenna skynsemi og taka til greina að öllum geti orðið á í messunni!
Ég tek þó undir með þér að því leyti að menn ættu ekki að stæra sig af vitleysunni!
bv
13.11.2003 at 14:58 #480452
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jónas.
Þetta sem þú veltir hér upp er ekki einfalt mál og hefur margar hliðar. Þó verð ég að segja að mér finnst heldur ósmekklegt að taka inn í þessa umræðu dauðsfall sem varð á æfingu hjálparsveitar fyrir nokkrum árum. Það var hörmulegt slys sem átti sér stað á æfingu og kemur þessari umræðu hreint ekkert við. Slík slys geta alltaf gerst þegar verið er að glíma við náttúruna og væri kannski nær að spyrja sig hversu mörg mannslíf hefðu tapast ef við værum ekki með vel þjálfaðar björgunarsveitir í landinu.Björgunarsveitir eru til að hjálpa fólki í nauðum, hvort sem um er að ræða gangandi ferðafólk, jeppamenn, skotveiðimenn eða fólk sem af öðrum orsökum lendir í nauð. Við þær aðstæður sem eru hér eru vel þjálfaðar björgunarsveitir nauðsyn og hér eins og víða annars staðar er farin sú leið að þær eru mannaðar sjálfboðaliðum sem áhuga síns tekur þátt í starfi sveitanna. Oft einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku á hálendinu og fær þarna heilmikla þjálfun og þekkingu á áhugamálinu. Þegar þessir einstaklingar fá tækifæri til að hjálpa öðrum með sama áhugasvið sem lent hafa í nauð eða vandræðum er það einfaldlega eitt af því sem er gefandi við starfið. Eg er því viss um að hjálparsveitarmenn telja það ekki eftir sér eða pirra sig á því.
Það er hins vegar rétt að útkall með stóran tækjaflota kostar peninga og sjálfsagt rétt að leit að manni á fjöllum getur auðveldlega hlaupið á hundruðum þúsunda. Það væri hins vegar stór hættulegt og reyndar örugglega ill framkvæmanlegt að rukka þá sem er bjargað um útlagðan kostnað. Björgunarstörf, rétt eins og heilsugæsla, þarf að vera óháð efnahag. Ef kostnaður við björgun á að falla á þá einstaklinga sem lenda í neyð og þurfa aðstoðar björgunarsveita við, þýðir það einfaldlega að t.d. rjúpnaveiðar (þegar þær verða leyfðar aftur) væri áhætta sem aðeins sterk efnaðir menn gætu leyft sér og jafnvel allar ferðir um hálendið.
Það að taka jeppamenn sérstaklega fyrir í þessu held ég gangi ekki alveg upp. An þess að hafa séð tölur yfir það finnst mér líklegt að leitarverkefni björgunarsveita séu hlutfallslega ekki oft að jeppamönnum, enda þeir yfirleitt vel búnir fjarskiptatækjum auk þess sem þeir hafa það skjól sem bíllinn gefur og iðulega margvíslegan búnað til að bjarga sér sjálfir. Þetta er held ég almenna reglan. Auðvitað eru líka dæmi um að menn geri eitthvað vanhugsað og geta lent í vanda vegna þess. Þá er samt ekki endilega um beina neyð að ræða og enn síður kostnaðarsama leit.
Má vera að í einhverjum tilfellum hafi björgunarsveitir þurft að fara og hjálpa einhverjum "vitleysingum", en að taka þá sérstaklega útúr og láta þá borga gengur ekki heldur. Ekki nema við fengjum Kára til að greina þá sérstaklega og þeir yrðu brennimerktir á enni, þannig að sveitirnar hafi klára vinnureglu um hverja á að rukka og hverja ekki.
I sjálfu sér er ég alveg sammála því að menn eiga ekki að gera svona vitleysu eins og t.d. dæmið sem Bolli dregur fram. Sjálfsagt mætti nefna fleiri dæmi. En þá lærir fólk bara af mistökunum og veit bara betur næst. Og þeir sem ekki gera það eru þá kannski þessir örfáu vitleysingar og ekki ástæða til að dæma alla eftir þeim.
Kv – Skúli
13.11.2003 at 16:05 #480454Mér finnst menn vera heldur argir í dag, það ætti nú að vera í lagi að velta þessum spurningum fyrir sér. Þó ég sé nú samála því að ekki ætti að fara að skattleggja okkur jeppamenn sérstaklega. Og hef ég það ný reyndar sterklega á tilfinningunni að á undanförnum árum hafi göngufólk lent alloft í ógöngum, og þá sérstaklega útlendingar. Og svo mætti nú benda á þá staðreynd, þar sem minnst er á Vinstri græna. Að þá hafa þeir nú ekki verið við stjórnvöllinn, heldur hafa nú framsóknarmenn verið með metið á þeim vettvangi og skatt pínt okkur mest.
En það er ekki hægt að þræta fyrir það að það er fullt af vanbúnum jeppum á fjöllum að vetri. Hefur maður lent í því að aðstoða fólk sem hvorki er með kaðal eða skóflu. Það er kannski vegna þess að, það stóð ekki til hjá þessa fólki að fara langt. Og það gleymir því að 10 km getur verið fjandi langt í slæmum veðrum að vetri. Í flestum tilfellum eru þetta viðvaningar. Svo er nú rétt að benda ?sjóðnum? á að 4×4 er með eigin hjálparsveit og þess utan leggur klúbburinn Hjálparsveit Skáta lið, með því að taka þá með í nýliðaferðir og láta þá æfa sig. Það fara skátabílar bæði í Jökulheimaferðina og Setursferðina og eru þeir nýliðar í bíladeild skáta.
Jón Snæland.
13.11.2003 at 16:13 #480456Það má lesa úr fyrirspurn sjóðsins að ekki sé hann eingöngu mikill jeppamaður eins og hann (eða hún) segir sjálfur, heldur hefur hann enga þekkingu á störfum björgunarsveita.
Ef á annað borð er farið að skattleggja þá hluti sem verða til þess að björgunarsveitir eru kallaðar út, má telja margt fleira til: farmiða til landsins, vélsleða, alla bíla, veiðibúnað, útivistarvörur, báta, flugvélar o.fl o.fl.
Ekki má heldur gleyma þeirri staðreind að björgunarsveitir njóta góðs af þeirri þróun sem hefur orðið hér á landi í kjölfar aukinnar ferðagleði jeppamanna.Ég veit af eiginn reynslu að þeir sem starfa í björgunarsveitum gefa kost á sér til þeirra starfa af hugsjón og áhuga á fjallaferðum og ætlast ekki til að fá laun fyrir þann tíma sem fer í æfingar, hvað þá útköll.
Björgunarsveitirnar sjálfar hins vegar eru reknar fyrir fé sem að mestum hluta kemur úr fjáröflunarstarfsemi þeirra sjálfra og öllum gefst tækifæri á að láta fé af hendi rakna.
Ríkið hefur styrkt starfsemina frekar lítið en þáði þó þegar ég síðast vissi þungaskatt af björgunartækjum, hvort sem um æfingar eða útköll var að ræða.
Vinnuveitendur þeirra sem standa upp og hlaupa út af vinnustaðnum þegar á þarf að halda vita oftast af áhugamáli starfsmanna sinna og eiga a.m.k. þrjá kosti:
1. Greiða starfsmönnum laun þegar þeir eru í útkalli á vinnutíma og slá sjálfum sér á brjóst fyrir að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins.
2. Draga tíma sem menn missa úr vinnu af mánaðarlaunum starfsmannana.
3. Ráða fólk eins og Sjóðinn sem sífellt er að kvarta og væla yfir öllum sköpuðum hlutum sem það hefur enga þekkingu á.
En einhvern veginn er það nú að langflest útköll eiga sér stað um helgar þannig að margir vinnuveitendur verða ekki mikið varir við fjarvistir.Kveðja Aðalsteinn.
13.11.2003 at 16:15 #480458Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn að pósta meira á þennan þráð, en óvirðingin við það þrotlausa, magnaða björgunarstarf sem við þekkjum, sem hér er sýnd er nánast óafsakanleg. Ummæli eins og;
"Ég veit ekki hvað þið verðleggið líf manna fyrir en ég gæti alveg hugsað mér að þessi maður væri hugsanlega enn hér ef ekki væri svona miklar æfingar."
dæma sig alfarið sjálf. Afsakið geðshræringuna, ég gat ekki orða bundist.
Kveðja, Hjölli.
13.11.2003 at 16:41 #480460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Innilega sammála 66Bronco,flýgur í huga manns að sjóðurinn sé að hafa að flimtingum starf björgunarsveita, til að skapa umræðu ,ef svo er er það gjörsemlega misheppnað.
Kv Siggi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.