Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvar getur maður nálgast rangerover stífur?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.05.2008 at 19:17 #202443
Sælir jeppamenn og konur
Nú er maður frekar nýr í sportinu og veit oft ekki hvar maður getur nálgast réttu hlutina. En ég er með 81 dodge ram og ætla láta undir hann púða að aftan og gorma að framan, ég á til rover stífur að framan en vantar þær að aftan (ætla líklega ekki að fara útí fourlink) Hvar gæti ég helst nálgast svona stífur notaðar?, ég prófaði að fara uppí umboð og skoða hvað svona dót kostar nýtt og kallinn fór að tala um 200 þús krónur! og sagði hann að árgerðirnar skiptu frekar litlu máli. Ekki botnaði ég neitt í því.
En aðalástæða þess að ég fari ekki útí fourlinkið er að rover dæmið er ódýrara (vona ég!!)
En öll hjálp og pælingar vel þegnar
kv
Tómas -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.05.2008 at 19:34 #62299416.05.2008 at 19:42 #622996
Best fyrir þig að leita hjá BSA varahlutum eða bara smáauglýsingar hér, enda luma einhverjir á svona drasli hér og þar.
.
En ég skil þig ekki alveg, þú vilt loftpúða að aftan en ætlar að setja (eins og ég skil þig) Range rover framstífur að aftan? …. Það er eins og að kaupa sér dýran ís og æla svo yfir hann. :/
.
4-link þarf alls ekki að vera dýrt ef það er aðeins útpælt, 40x40x4mm prófílar og einhver rör sem sniðugar fóðringar passa í. (algjörlega tilgangslaust að eltast við einhver efnisrör (stál 57)) Enda ódýrara að vera með lager af stífum til heldur en að kaupa eitt efnissrör.
Og þar fyrir utan er suðan veikasti punkturinn í þessu drasli.
Svo eru það bara 4-6mm stálplötur til að skera í spað og smíða turna.
.
Ég stórefa að efnisskostnaðurinn fari yfir það sem nýjar stífur og fóðringar, eða gamlar stífur og allar nýjar fóðringar ofl.
.
En ef þú ert hinsvegar að pæla í range rover afturfjöðrun (sem er 4link með A-stífu og án skástífu) þá mæli ég eindregið með því að þú hellir þér í það, því að mínu mati er það fjöðrun sem mig langar að skella undir hjá mér í staðinn fyrir þetta helv. 4link sem missfjaðrar ekkert. (skárra en RR framstífur að aftan samt…)
.
kkv, Úlfr
E-1851
P.S. ef þú vilt eitthvað forvitnast um þessi mál er þér velkomið að bjalla í mig, símanúmerið er í prófílnum mínum.
16.05.2008 at 20:20 #622998Sæll og takk fyrir svarið.
Það sem ég meinti með framstífurnar var það að ég er búinn að verða mér útum þær til að nota að framan
Sko, er þetta ekki algengasta set-upið þegar rover stífur er annarsvegar?https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2314/15373 og síðan þverstífu
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 2314/15395
Er nokkuð úr vegi að fá sér svona að aftan undir dodge.?
Þegar þú talar um 4link með A-stífu og án skástífu að þá er ég ekki alveg að sjá þetta fyrir mér. Áttu myndir af þannig?
Ég mun ekki fara í að sjóða þetta undir sjálfur, né sjá um neina smíðavinnu, þannig það verður að taka inní reikningin í sambandi við kostnað.
kv
Tómas
16.05.2008 at 20:48 #623000Sá ekki betur en að þetta væru Bronco framstýfur á myndunum sem er ekki sama dæmið og RR stýfur. Það vesen sem ég hef kynnst af RR framstýfum að aftan er að það étur upp fóðringarnar og sá bíll sem ég umgekst mest með svona braut stýfufestingar af hásingu nokkru sinnum.
Ekki spurning um að fara í A-stýfu ef þú hefur pláss fyrir það. Lang liðugasta setupið og þú getur skoðað þetta undir næsta gamla Range Rover eða Grand Cherokee 1999-2004 svo eitthvað sé nefnt.
16.05.2008 at 21:45 #623002Þetta sem þú ert að tala um sem aftur stífur eru framstífur úr RR sem henta einmitt vel [b:1g6lo8hv]að framan[/b:1g6lo8hv]. En alveg skelfileg fjöðrun að aftan (og engan veginn þess virði að vera að vesenasts við þetta).
Eiginleiki RR stífna er að þegar t.d. gefið er í þá pressar hásingin stífurnar upp í grind, m.ö.o. stingur sér niður, að framan er þetta mjög gott en að aftan gildir öðru máli.
.
4link með A stífu er undir t.d. Range rover eins og nefnt er að ofan. Þá eru venjulegar stífur að neðan, með prjón upp við grind (eins og framstífurnar) og auga við hásingu (sem bolti fer í gegnum og boltar þannig stífuna fasta).
En efri stífurnar, ef stífur skyldi kallast, því þetta er í raun "ein" stífa sem er tví "linkuð". Hún er fest uppí grind að mig minnir með augum sín hvoru megin og myndar A að hásingu, neðri hluti A’sins er upp við grind, en efri hlutinn festist með einskonar spindilkúlu á hásinguna. Með þessu móti (rétt uppsettu) er hægt að losna við helvítans skástífuna og leyfa druslunni að fjaðra svolítið.
.
Mæli samt ekki með að nota of mjúkar fóðringar, minnir að ég hafi heyrt einhvern tala um að hann hafi lent í því að bíllinn væri frekar laus að aftan útaf Benz fóðringum sem settar voru í "range rover 4linkið" sem hann smíðaði undir.
.
Þetta er að mínu mati lang skemmtilegasta útfærslan á fjöðrunarbúnað að aftan.
.
Gummi í GJ járnsmíði var með einhverja helvíti góða síðu um þessi mál, get bara ómögulega munað hver hún er.
.
kkv, Úlfr
E-1851
16.05.2008 at 21:56 #623004Ekkert að því að nota Range Rover framstífur að aftan. Pajero ca. 1990 til 2000 er með sambærilegar stífur að aftan original og litli stutti cruiser líka. Bara að passa að hafa þær láréttar og ekki kaupa drasl fóðringar í þær.
–
Bjarni G.
16.05.2008 at 21:58 #623006[u:3va5l9sy][b:3va5l9sy][url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/:3va5l9sy]Jeppasíða Gumma Joð[/url:3va5l9sy][/b:3va5l9sy][/u:3va5l9sy]
16.05.2008 at 22:02 #623008takk fyrir svörin
Ég er aðeins byrjaður að skilja þetta
efri "stífurnar" eru eins og þetta https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5270/40287 ekki satt? og neðri stífurnar eru þær sömu eins og maður myndi nota í kerfi sem skástífa væri inní?
kv
Tómas
17.05.2008 at 01:50 #623010Fyrir utan að það er spindilkúla í stað tveggja stífufóðringanna þarna.
Og það er pinni/prjónn í stað auga við grind á neðri stífunum.
kkv, Úlfr.
E-1851
17.05.2008 at 03:25 #623012Blessaður kauptu þér bara rafsuðu frekar en að borga einhverjum fyrir að hnoða þessu undir fyrir þig
þú getur fengið fínustu rafsuðu fyrir ekkert svo mikinn pening
svo þegar þú ert kominn með rafsuðuna þá er ekki aftur snúið, það sem áður virtist ógerningur er leikur einn og lífið virðist eintóm hamingja þar til þú ferð út á bensínstöð, en svoleiðis er það nú bara.
kv kiddi
17.05.2008 at 03:27 #623014ég verð nú bara að segja fyrir mitt vit að 4link er eitthvað sem að bara margborgar sig að fara útí, ég hef ekki reynslu af range rever með a stýfu en meira að segja orginal grand eins og eihver minntist á hefur verið sagður laus að aftan…. ég er með fourlink og loftpúða að aftan í hiluxnum hjá mér og það SVÍNVIRKAR, segjir mér enginn að það fjaðri ekki, eina sem stoppar er demparasetup.
Síðan er ég með Grand á 38" sem er með orginal 4link að framan og aftan og hann teygjir sig líklega meira að framann en nokkur pajero að aftan þannig ég held að þetta sé nú bara skoðannamál eins og flest annað…
en 4link þarf alls ekki að vera dýrt, bara fóðringar og stál eins og hitt allt samann.Bara skoða nóg áður en þú ákveður, ekkert af þessu sem við segjum hérna er heilagur sannleikur, bara reynsla og skoðanir mismunandi manna.
kristó4link
ps sammála Kristni, eintóm hamingja 😀
pss. ef þig dauðlangar í rover stýfur þá myndi ég tala við hann þorstein svavar Mcinstry, hann er með tomcat umboðið og hann á þetta nánast alltaf til á legar, og svo á ég afturstýfur undan stutta cruiser (einfaldir trailing armar) handa þér ef að þú villt það frekar.
17.05.2008 at 10:06 #623016Ef þú ætlar að vera á stórum dekkjum er ekki hægt að nota RR stífur að aftan þær eru of stuttar, bíllinn munn hreinlega lemja sundur að aftan á 49 tommu þegar þú tekur af stað. Þetta gengur ef til vill með 28 eða 29 tommu hjólum en er samt ekki gott. Það er miklu betra að nota bara fjaðrirnar áfram. Það eru margar leiðir til að setja loftpúða undir að aftan, 4 link eða A-link eru ágætar leiðir sem hægt er að láta virka vel með öllum dekkjastærðum.
17.05.2008 at 17:01 #623018Ég keypti nú reyndar mig 180 ampera clarke rafsuðu fyrir nokkrum mánuðum, góðan hjálm og náði síðan að verða mér útum MIG rafsuðu bókina sem liggur alltaf á borðinu hjá JAK versluninni.
.
Spurning hvað maður þorir að fara úti sjálfur og hvað ekki. En ég er náttúrulega ekki að kaupa þessar græjur til þess að þær geti legið óhreyfðar!
.
Ef ég færi t.d. uppí fjaðrabúiðna Part uppá höfða og keypti mér tilbúið fourlink kerfi og púða, (eða myndi kaupa mér hráefnið sjálfur og smíða úr því) er þá ekkert stórmál að stilla þessu upp þannig þetta fari nú örugglega á réttan stað undir bílnum? Þetta er þá kannski möguleiki sem ég þarf að skoða.
.
Eins og staðan er með dodge í dag að þá er hann allur sundurtekinn, þannig ég hef fresh start í nánast öllu í bílnum. En fyrir reynslulítinn mann eins og mig að þá passar orðatiltakið ..sá á kvölina sem á völina.. vel við.
.
Mér sýnist á öllu að rangerover stífur að aftan með skástífu sé ekki endilega málið. Ef maður vill nota range rover stífurnar að þá í staðin fyrir þverstífu á að nota A-,,stífur"
Síðan er það fourlinkið
Hvort maður notar er síðan spurning.
.
Þegar Gunnar Joð talar um 5-link og A-link á vefsíðu sinni http://http://www.mmedia.is/gjjarn/sjep … mindex.htm
.
Er hann þá ekki að tala um það sem við köllum fourlink hér og rangerover a-stífu setupið?
.
kv
Tómas
17.05.2008 at 18:50 #623020[i:1409ojla]
Ef ég færi t.d. uppí fjaðrabúiðna Part uppá höfða og keypti mér tilbúið fourlink kerfi og púða, (eða myndi kaupa mér hráefnið sjálfur og smíða úr því) er þá ekkert stórmál að stilla þessu upp þannig þetta fari nú örugglega á réttan stað undir bílnum? Þetta er þá kannski möguleiki sem ég þarf að skoða.
[/i:1409ojla]
Það er nú ekkert voðalegt mál að stilla þessu rétt af. Finna sér góðan punkt í grindinni sem er eins beggja megin (fjaðrahengslin eru jafnvel ágætis staður) til að mæla í.
.
[i:1409ojla]
Mér sýnist á öllu að rangerover stífur að aftan með skástífu sé ekki endilega málið. Ef maður vill nota range rover stífurnar að þá í staðin fyrir þverstífu á að nota A-,,stífur"
[/i:1409ojla]
Eitthvað grunar mig að þú sért aðeins að misskilja 4link Ranger rover afturfjöðrun og Trailing Arms (rr framstífur).
Með Trailing arms er maður með 2 augu sem boltast föst við hásinguna og prjónn upp við grind. Sumsé þegar hásingin fjaðrar þá halda armarnir henni fastri þannig að hún getur ekki oltið fram og aftur.
Með 4link undan RR ertu með A stífu að ofan og [b:1409ojla]1[/b:1409ojla] boltagat niðri við hásingu þannig að hún er mun frjálsari varðandi það að "velta" fram og aftur (í raun er hægt að hugsa sér að pinjónn hallinn breytist öðruvísi við fjöðrun með Trailing armi heldur en með 4link).
.
[i:1409ojla]
Síðan er það fourlinkið
Hvort maður notar er síðan spurning.
.
Þegar Gunnar Joð talar um 5-link og A-link á vefsíðu sinni http://http://www.mmedia.is/gjjarn/sjep … mindex.htm
.
Er hann þá ekki að tala um það sem við köllum fourlink hér og rangerover a-stífu setupið?
[/i:1409ojla]
.
5link er eitthvað furðulegt nafn á 4link sem ég skil ekki alveg, því skástífan er ekki "linkur" í fjöðruninni (annars væri ekki til "alvöru" 4link ef skástífan ætti að teljast með) en hann á væntanlega við hið hefðbundna 4link þar sem tvær stífur eru samsíða upp að grind (þeas á sama stað á hásingu lóðrétt séð).
A stífu setupið er verið að tala um fjöðrun sem finnst undir RR að aftan, Suzuki vitara (minnir mig) og fleiri bílum.
.
Endilega spurðu ef það er eitthvað óljóst.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S. varðandi suðu þá er minnsta mál að sjóða svona hluti ef maður æfir sig aðeins á einhverjum smáhlutum, það getur verið smá "trikk" að fá "rétta" suðu (þeas þekkja stillingarnar á þráðsuðunni fyrir stálþykktina o.s.fv.).
Ágætt að hafa einhvern sem kann að sjóða til að leiðbeina manni.
17.05.2008 at 19:11 #623022Það væri fróðlegt að fá rökstuðning fyrir því afhverju Range Rover framstífur ganga ekki að aftan á bílum á stórum dekkjum. Ég var með svona stífur að framan á 44" bíl og virkaði fínt. Samkvæmt mínum kokkabókum er mun meira álag á stífurnar að framan en að aftan. Hröðun frá 100 km/klst. niður í 0 er talsvert meiri en hröðun frá 0 í 100 km/klst. og því mun meiri átök á framstífum en nokkurn tíman að aftan.
–
Bjarni G.
18.05.2008 at 01:22 #623024Það er ekkert að því að nota Range Rover radíusarma að aftan. Í einhverjum tilfellum gæti það þó minkað fjöðrunarsviðið. Fer að sjálfsögðu eftir því við hvað er miðað. Þetta fyrirkomulag er í Disco II t.d. Pajero og fl bílum og hefur gefist vel. Land Rover kallar í Bretlandi og víðar setja RR radíusarma að aftan til að bæta akstureiginleka sinna jeppa, Fá þá til að "haga sér kurteislega" á vegunum. Sá ókostur fylgir þó (ef hægt er að kalla ókost) að bæta verður við annað hvort Panhard rod ( ýmist kallað skástífa eða þverstífa hér á spjallborðinu) eða Watts link. Watts link er önnur útfærsla á stífu til að halda hásingunni undir miðju bílsins í stað t.d. "A" stífunnar, sem sennilega er snjallasta og einfaldasta fyrirkomulagið hafi menn pláss á annað borð. Watts hefur það fram yfir Panhard að ekkert bump steer orsakast af mikilli fjöðrun eins og við stökk, þar sem búnaðurinn er festur á tveimur stöðum í grind og hefur lið á hásingunni sem breytist við fjöðrun. Þetta fyrirkomulag er algengt á vel smíðuðum rallý- og öðrum kappakstursbílum. Land Rover kallar í Bretlandi setja líka stundum radíusarma að aftan til að fá aukið pláss fyrir tanka, farangur, eða til að færa vélina inn í miðju (aftur fyrir ökumann). Þá nota þeir "A" sífu fyrirkomulagið stundum að framan!
Ef einhvern vantar Radíusarma eða einfaldlega fá að sjá radíusarma eða "A" stífur og tilh. í bíl er velkomið að líta við, ágætt að hringja á undan GSM 6989931. Þá eigum við (Tomcat kallar) allar fóðringar í RR LR á lager.
Kveðja
Steini
18.05.2008 at 04:40 #623026Ástæðan fyrir því að ,,einfaldir trailing arm" eru alls ekki sniðugir að aftan með stærri dekkjum, er ákveðið hlutfalladæmi. Þeir geta í sjálfu sér alveg virkað, prinsipplega séð, en það þarf þá að lengja þá í sama hlutfalli og dekkjaþvermál. Það er bara ekki almennt gert. Líta má á afturhásingu (með þessu setup-i) sem þríhyrning, sem hefur eitt hornið í snertipunkti við jörðu, annað í snúningsmiðju hjóls, og svo í (stífu)festingu við grind. Ef það er svipað langt frá jörðu upp í snúningsmiðju annars vegar, og frá snúningsmiðju í grindarfestingu hins vegar, þá fer snúningsvægi hásingar jafnt í að lyfta bílnum upp og að drífa hann áfram. Þetta veldur ákaflega leiðinlegu ójafnvægi í ófærum, endar oftast með hoppi og látum.
Það sem stundum er kallað 5-link er í raun 4-link með venjulegri hliðarstífu. 4-link er almennara nafn yfir sama fyrirkomulagið.
Stundum er talað um 3-link, það er fyrirbæri sem ég man ekki eftir að hafa séð ,,original" unir neinum bíl, en er jafnframt að mörgu leyti það allra sniðugasta af þessu öllu. Þá eru tvær stífur að neðan, frá hasingu í grind, en bara ein að ofan, í miðju eða eins nálægt því og hægt er. Hliðarfærslan er vanalega tekin upp með einfaldri þverstífu, en væri vel hægt að útfæra eins og í Discovery(Watts link). Þessi útfærsla sameinar þá kosti að hafa tankapláss og óhefta færslu hvernig sem hásingin ,,teygist". Kannski er ,,Watts link" og ,,3-link" alveg frábær samsetning, ég hef samt ekki séð það undir neinum jeppa enn. Væri gaman að sjá það….að þessu sögðu býst ég ekki við að verða fyrstur tilÞetta er kannski komið ansi vel út fyrir efni þráðarins, en burtséð frá því, þá tel ég persónulega að einna sterkustu innleggin í umræðu af þessu tagi sé að finna hjá Guðmundi Jónssyni(gummij). Hann hefur lag á að koma torskildu efni fram á tiltölulega einfaldan hátt, jafnframt hef ég ekki orðið var við annað en fræðilegt og rökstutt álit úr þeirri átt, í bland við reynslu. Þegar þessir þættir fara saman er gjarna hægt að taka mark á niðurstöðunum.
kv
Grímsi
18.05.2008 at 10:28 #623028En það hlýtur eitthvað meira að hafa áhrif á þetta því samkvæmt þessum fræðum hefði bíllinn hjá mér átt að hendast upp að framan (44" og RR stífur) og hanga í dempurunum þegar ég trampaði á bremsurnar. Það gerði hann ekki og því hlýtur eitthvað meira að spila inní. Kannski er það að þyngdarpunktur bílsins hækkar með stærri dekkjum og vinnur því á móti snúningsvæginu sem kemur á hásinguna. Það er allavega eitthvað sem lætur þetta virka að framan með stórum dekkjum og sömu lögmál ættu að eiga við að aftan.
–
Annars er ég alveg sammála þér að 3 stífur (2 að neðan og ein að ofan fyrir miðju) með "Watts linkage" sé flottasta uppstillingin. Það er allavega það sem mig langar til að smíða að aftan hjá mér.
–
Það er líka hægt að sjá útfærslu á "Watts linkage" undir nýjasta body af Dodge Durango (2003+ ?).
–
Bjarni G.
18.05.2008 at 13:07 #623030…er þetta miklu lengur til friðs, einfaldlega vegna þess að þegar maður bremsar færist stór hluti þyngdarinnar þannig lagað á framhásinguna og vinnur á móti þessum sundursláttar-áhrifum. Hins vegar er ég viss um að þeir sem hafa þurft að bremsa snöggt á 44" Patrol með jafnvel hallandi framstífur geta vitnað um að hegðunin er ekki alveg eins og best verður á kosið….
18.05.2008 at 14:04 #623032Þyngdin færist líka á afturhásinguna þegar gefið er í þannig að þar eru sömu lögmál í gangi… ekki satt? Það er náttúrlega lykilatriði að hafa stífurnar láréttar annars er voðinn vís.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.