Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvar fæ ég dempara í Cherokee ?
This topic contains 10 replies, has 5 voices, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 11 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2013 at 00:05 #441861
Er með XJ á blaðfjöðrum og vantar dempara í hann að aftan, er með orginal dempara í orginal lengd í dag og þeir eru alveg búnir.
Hvað á ég að kaupa og hvar ? Allar uppástungur og umræður vel þegnar
Vil helst græja þetta fyrir jól þannig að ebay kemur ekki til greina …..
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.12.2013 at 00:39 #441865
Sæll Agnar, ef eitthvað bjátar á í Cherokeeinum mínum þá tala ég við Bogga í Mótorstillingu í Garðabæ. Hann er sérfræðingurinn. Talaðu við hann.
17.12.2013 at 08:37 #441871Sælir, http://www.rockauto.com eru öflugastir í varahlutasendingum frá USA… kemur oftast á 4-7 dögum… hehe.
annars myndi ég splæsa í Bilstein hjá poulsen ef þeir eru til… annars t.d. n1 … eh ódýrt…
Bílabúð benna gæti átt old man emu dempara handa þér.
H.jónsson.. hmm gæti átt þetta en ekki alveg viss.
Félagi minn var að setja Profender bypass dempara og bump stop undir XJ cherokeeinn sinn með LS1 vél, loftpúða og 38″ dekk… hann sagði að bíllinn kæmist mun hraðar heldur en bílstjórinn þorði yfir fáranlegar ójöfnur… Éta upp allt…. en þeir taka meiri tíma að koma.. hehe og kosta eins og virknin er í þeim…. mikið/mikil.
kv
Gunnar
17.12.2013 at 10:00 #441874Ég var að leita að dempurum í original Grand Cherokee í sumar og þá áttu Stál og Stansar von á Gabriel dempurum á góðu verði. Þeir eru kannski uppseldir núna. Gabriel þóttu fínir hér í eina tíð miðað við verð.
Bjarni G.
17.12.2013 at 17:41 #441895Takk fyrir svörin. Ég endaði á að kaupa stillanlega Koni í Bílanaust. Gerði smá verðkönnun ef einhver hefur áhuga, þetta eru gasdemparar sem eru til á lager (fyrir utan Koni, ég keypti síðustu tvö stykkin) og öll verð eru án afsláttar:
Stál og Stansar 11.200 kr/stk Gabríel
Bílanaust 11.900 kr/stk Koni
Stilling 15.600 kr/stk Gabríel
Benni 24.900 kr/stk OME
17.12.2013 at 17:54 #441897Eitthvað er að breytast í verðlagningunni hérna á bænum…
í gamla daga… fyrir 15 árum síðan kostuðu gabriel demparar kannski 4 þ kall og koni 10 þús.
reyndar hafa hvorugir demparar breyst á þessum tíu árum í hönnun þannig að mér sýnist gabriel vera orðnir fokdýrir hehe.
Eina sem koni og aðrir twin tube demparar hafa á móti sér er hitamyndun þar sem stimpillinn er pínulítill í þeim og síðan er hann einangraður inn í demparanum í gegnum tvo veggi, eða twin wall. Þá missa þeir dempunareiginleikana.. en það er samt kostur að geta stillt þá, maður verður alltaf að horfa á björtu hliðarnar í öllu 😉
Gangi þér vel með þá.
kv
gunnar
17.12.2013 at 19:58 #441898Já það væri gaman að vera með alvöru fjöðrunarkerfi undir litla Cherokee en þar sem ég er ennþá bara með hestakerrufjöðrun (sem er nú ekki alslæm reyndar) undir að aftan að þá verða ódýrari demparar látnir duga þangað til fourlinkið sem ég fékk hjá þér verður brennt undir 😉
17.12.2013 at 23:07 #441927Hehe já það verður gaman að sjá það undir þínum
þessar fjaðrir á cherokee eru reyndar mjög góðar og mun betri en flestar blaðfjaðrir.
kv
Gunnar
19.12.2013 at 19:11 #442030Sælir,
Áhyggjufullur viðskiptavinur okkar hafði samband og benti okkur á að eitthvað gæti verið að sem vert væri að líta á og verð ég að vera sammála honum því að svona á blaði lítur þetta ekki vel út og langar mig því aðeins að skýra hér út.
Bílabúð Benna á til eins og bent er á hér að ofan OME dempara í þennan bíl og kosta þeir 24,900.kr stk. OME er hins vegar vara sem er ekki samanburðarhæf við ódýra gasdempara frá td Gabríel eða Monroe því bæði hönnun og stærð stimpills í demparanum er mun betra og vandaðra og það þekkja þeir sem hafa ekið með OME í sínum jeppum.
Við hjá Bílabúð Benna hefðum getað pantað Monroe gasdempara fyrir rétt rúmar 7.þús kr stk en eins og bent var á þá var spurning um tíma og því líklegast ekki náð í tíma fyrir þig.
Það er hægt að fá vandaðri dempara frá Monroe og Gabríel en þá verða þeir auðvitað mun dýrari.Allir þessir framleiðendur eru með góða vöru en gæta verður bara að bera saman sambærilega vörur þar sem að þeir framleiða ódýrar vörur sem eru lægri í gæðum en svo aftur dýrari vörur sem eru fyrir meiri átök og þar kemur OME sterkt inn
Að lokum vilja ég óska öllum gleðilegrar hátíðar og býð alla velkomna í kaffi hér að Vagnhöfðanum og minni á 4×4 afsláttinn.
Með kveðju,
Gunnar Hjálmarsson
Verslunarst. Bílabúðar Benna
20.12.2013 at 13:31 #442068Sælir
Ég setti bara inn verð fyrir þá dempara sem voru til á lager en þetta er ágætis ábending hjá þér og kannski pínu ósanngjarnt að setja þetta svona fram, en ég gerði nú kannski bara ráð fyrir að aðrir eins og vissu að OME væri meiri gæðavara 😉
22.12.2013 at 14:23 #442293ég verð nú að segja að allir þessir dempara sem eru nefndir hér að ofan eru byggðir upp eins að stórum hluta þó svo að ventlar og stimplarnir inn í þeim geta verið mismunandi. Semsagt eru þeir allir Twinwall demparar með litlum stimpli miðað við utanmál demparans. t.d. er þvermálið á OME umþað bil 50-60mm en stimpillinn í þeim um 35mm. Hinir gætu verið mjórri og með þarafleiðandi enn minni stimpil og því gæti verið að ome séu skárri en hinir.
twinwall demparar eru mjög fínir demparar í t.d. malbiksakstur þar sem þeir ná ekki að hitna og halda því fullkomnum dempara eiginleikum. En þar sem mæðir á og mikið er um ójöfnur er mono tube demparar alltaf betri til lengdar.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.