This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Fyrst langar mig að hrósa þeim sem eru að setja myndir inn á síðuna hjá okkur. Til dæmis voru flottar myndir Erlings úr haustferð eyjafjarðardeildarinnar(hér) og núna síðast myndir Steins Kára úr Landmannalaugum (hér). En hvar eru myndir úr vinnuferðinni í Setrið? Og vatnasullsferðinni (kannski ferð Útivistar, en það voru félagsmenn með í ferðinni samt) ? Og fleiri ferðum sem farnar hafa verið?
Ég veit að eitthvað er af myndum hingað og þangað, sumar til dæmis á „feisbúkk“, en það dugar skammt fyrir bæði félagsmenn og aðra sem eru væntanlegir félagsmenn, sem ekki eru „vinir“ okkar á facebook. Einnig getur verið erfitt fyrir fólk að vita á hvaða öðrum síðum hægt er að leita að flottum myndum úr ferðum okkar.
Nú skora ég á félagsmen að vera duglegir að setja inn myndir hingað á síðuna okkar í haust og vetur, því það erum við sem sjáum til þess að vefurinn sé lifandi og skemmtilegur, það gerir það enginn fyrir okkur.
Kv. Óli
R-3756
You must be logged in to reply to this topic.