This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.10.2009 at 08:29 #206940
Sælir félagar
Fyrst langar mig að hrósa þeim sem eru að setja myndir inn á síðuna hjá okkur. Til dæmis voru flottar myndir Erlings úr haustferð eyjafjarðardeildarinnar(hér) og núna síðast myndir Steins Kára úr Landmannalaugum (hér). En hvar eru myndir úr vinnuferðinni í Setrið? Og vatnasullsferðinni (kannski ferð Útivistar, en það voru félagsmenn með í ferðinni samt) ? Og fleiri ferðum sem farnar hafa verið?
Ég veit að eitthvað er af myndum hingað og þangað, sumar til dæmis á „feisbúkk“, en það dugar skammt fyrir bæði félagsmenn og aðra sem eru væntanlegir félagsmenn, sem ekki eru „vinir“ okkar á facebook. Einnig getur verið erfitt fyrir fólk að vita á hvaða öðrum síðum hægt er að leita að flottum myndum úr ferðum okkar.
Nú skora ég á félagsmen að vera duglegir að setja inn myndir hingað á síðuna okkar í haust og vetur, því það erum við sem sjáum til þess að vefurinn sé lifandi og skemmtilegur, það gerir það enginn fyrir okkur.
Kv. Óli
R-3756 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2009 at 23:41 #659704
Satt er það, síðan er forljót !! En auglýsingar hef ég ekki séð á henni annsi lengi, noti maður FireFox vafra er einfaldasta mál í heimi að sía þær út, td þá er mbl.is algerlega auglýsinga frítt í mínum tölvum.
Það er nú nánast eina þáttaka mín í 4×4, að skoða þessa síðu við og við, en fyrir einhverjar sakir fer þeim skiptum fækkandi sem ég opna hana. Kannski það sé vegna þess að hér áður fyrr voru það helst myndirnar sem ég skoðað’i, margt skemtilegt rak þar á fjörur. Það var amk hægt að kíkja á nýustu myndirnar, það er ekki hægt lengur, það koma bara upp nýustu albúmin,,,, skandall. Koma ekki einusinni upp á forsíðu !!
Mér sýnist líka þær vera orðnar allnokkrar spurningarnar sem stjórn 4X4 á eftir að svara vegna þessarar síðu, td var spurt hérna einhverntíman fyrir löngu, og oftar en einusinni, hvað þetta forljóta síðuskrípi hefur kostað félagsskapinn. Hefur þeirri spurningu verið svarað hér ?
Kv. s.
05.10.2009 at 07:49 #659706Mikið tek ég undir það að albúmið er ekki skemmtilegt. Það er óþolandi leiðinlegt að fara inn á það maður er hættur að nenna því. Einnig hefur maður ekki lengur þann kost að geta fylgst með mönnum í skúrabrasinu því myndirnar koma ekki upp eins og á gamla vefnum. Ég er búinn að vera diggur félagsmaður frá upphafi klúbbsins en er komin að því að hætta ásamt mörgum öðrum.kveðja trölli
05.10.2009 at 09:14 #659708Tryggvi:
Þegar þú velur upphleðslu eftir að hafa valið myndir, kemur gluggi sem býður stærðarbreytingu, þarna þarf að velja enga breytingu, nei. Merkja þarf aftur áður við "show thumbnails" og "resize picture" í Upload applet.
Ef þú gerir þetta svona, verða myndirnar ekki svartar. En þú þarft að hlaða þeim upp aftur.Hlynur:
Leiðinilegt að við hin fáum ekki að upplifa þínar góðu stundir á fjöllum. Það er missir af því þar sem þú ferð svo margar spennandi ferðir og mikið að skemmtilegum myndum hafa komið úr þínum ferðum.Kv. Óli
05.10.2009 at 09:52 #659710Ég er mjög ósáttur við þessa síðu eins og greinilega margir aðrir og hef gefist upp á að setja inn myndir eins og sjá má í þessum þræði https://old.f4x4.is/index.php?option=com … =6&t=15460 þarna byrjaði ég en gafst upp á seinagangi síðunnar mér finnst að með nýjum vef ættum við að stíga skref uppá við með notendavænni vef sem samt heldur í það sem lukkaðist vel á gamla vefnum þetta finnst mér ekki hafa tekist með þessum vef og óska ég eftir svörum frá stjórn um hvort eitthvað eigi að gera til að breyta þesssu eða á aðeins að verja þessa ómynd af vef og reyna að telja okkur trú um að þetta sé það eina sem hægt er að gera? ég veit að sú vinna sem unnin er við vefinn er í sjálfboðavinnu og eiga þeir einstaklingar miklar þakkir skilið fyrir að nenna því en það breytir samt ekki þeirri staðreind að það er megn óánægja með síðuna eins og hún er í dag.
með vinsemd og virðingu
Gísli Þór
R3337
05.10.2009 at 10:48 #659712Sælir,
Tryggvi, ertu til í að senda á vefnefnd uppl. um hverskonar stýrikerfi og vafra þú notar, svo við getum rakið þetta.
vefnefnd@f4x4.is//BP
05.10.2009 at 10:54 #659714Góðan dag
Hér á þessum þræði er farið að blanda saman tveim óskyldum málum. Annarsvegar það sem ég lagði upp með í upphafi, þ.e. að hvetja félagsmenn til að halda vefsíðu klúbbsins lifandi, með því að setja inn myndir. Hitt málið er "ég er ósáttur við nýju síðuna" Það er auðvitað mikilvægt fyrir þá sem vilja tjá sig um það.
Málið er hinsvegar það, hvort sem fólki líkar síðan eða ekki, þá er þessi síða núverandi andlit klúbbsins út á við og á meðan svo er þá eru það tryggir félagsmenn sem halda henni lifandi, með upplýsingum á spjallþráðum og með því að setja inn myndir. Það er eðlilegt að sumir vilji það ekki og ekkert við því að gera.
Það getur líka verið svolítið óaðlaðandi að setja inn myndir í fyrsta (eða fyrstu) skiptin, en það er það á flestum stöðum á meðan maður kann það ekki, meira að segja á hinni heittelskuðu Facebook en eftir að hafa þrælað sér í gegnum það í 1-2 skipti þá er þetta nú ekki svo erfitt.
Svo í mínum huga snýst þetta ekki endilega um hvað fólki finnst um vefsíðuna, heldur hvað fólki finnst um klúbbinn. Þeir sem eru á móti nýju síðunni geta einmitt beitt sér í því að bæta um betur, en á meðan þetta er svona þá er það í okkar höndum að halda andliti klúbbsins út á við lifandi.
Ég vill taka það fram að ég er enginn sérstakur talsmaður vefnefndar eða stjórnar eða vefsíðunnar, heldur þykir mér vænt um þennan klúbb og vill gjarnan að vefsíðan sé lifandi, klúbbsins vegna.
Kv. Óli
05.10.2009 at 11:06 #659716[quote="Tryggvi Már Gunnarsson":1s9zgg95]Mér finnst nú bara fínt að skoða myndir í þessu safni og leita í því. En…
Nú er ég búinn að reyna þrisvar sinnum að setja inn myndir, fer alveg eftir TFM og myndirnar eru bara svartar. Ég fékk meldingu um að það vantaði eitthvað applet dót til þess að minnka myndirnar, sótti það og setti upp skv. TFM en ekkert virkar…
Er hægt að fá skýringu?[/quote:1s9zgg95]
Tryggvi, ertu til í að senda eina [b:1s9zgg95]orginal [/b:1s9zgg95]mynd sem lendir í þessu á vefnefnd@f4x4.is svo við getum prófað þetta?
takk,
-haffi
05.10.2009 at 16:41 #659718Ég prófaði aftur núna, og þá virkaði það. Annahvort hef ég ekki hakað við Resize möguleikana, eða þá að viðbótin sem ég þurfti að dánlóda í gær hefur ekki virkað fyrr en eftir endurræsingu á tölvunni.
Ég held að þetta sé margfalt fljótlegri leið til að setja inn myndir en á gamla vefnum, en gaman væri ef maður fengi alltaf beint nýjustu myndir þegar maður smellir á Myndaflipann. Myndir úr ferðum eru sennilega skemmtilegasti hlutinn af f4x4.is og það væri mikil synd ef ferðaglatt jeppafólk hætti að setja inn myndir. Það tekur smá stund að setja sig inn í þetta, en síðan virðist þetta vera nokkuð fljótleg leið til að setja inn myndir.
05.10.2009 at 18:10 #659720Það þarf allavega engin orð um það og engann sérfræðing heldur, það sjá flestir ef ekki allir að umferðin um síðuna er bara djók, hún er í lágmarki, það sést best á myndaalbúmi flettingum og innkomu nýrra mynda. Auglýsingahlutinn á þessari síðu er dauður miðað við gamla spjallið, og spjallið er ekki uppá marga fiska. Þessu þarf ekkert að segja frá þó maður geri það, þetta sést langavegu, og það hlýtur að vera ástæða fyrir því……………………
traffíkin hefur nú minnkað helling síðastliðin ár, en hún gjörsamlega dó eftir að þessi fór í loftið, að minnsta kosti ekki jafn skilvirk og síðurnar hafa hingað til verið, hvort sem er spjall, auglýsingar eða myndaalbúm, en hef allavega litla trú á því að flettingarnar séu jafnmargar.
Auðvitað eiga allir hrós skilið fyrir að nenna að standa í þessu öllu saman að græja og gera. en málið snýst bara ekkert bara um það.
En eins og með myndaalbúmið, það er verið að hrósa þetta þvílíkt, miklu fleirri möguleikar, miklufleirra hitt og þetta, það vita allar sem reka síður að þær þurfa að vera einfaldar, því einfaldari því skilvirkari og það er það sem við viljum, því meiri möguleikar, því meira vesen, því meira að læra á og því meiri líkur á að fólk gefi skít í hlutini og fari að gera eitthvað annað.
Ef að félagsmönnum finnst síðan leiðinleg og ekki skilvirk, hvernig dettur þá mönnum í hug að aðrir nenna að skoða hana.
Er alls ekki að segja að síðan sé alslæm, langt í frá, en ef félagsmenn nenna ekki að skoða síðuna, afhverju ættu þeir þá að vera að brasa að setja inn myndir á hana.
Kv, Kristján
Þettar er kannski bara óþarfa bull hjá mér og vitleysa en dæmi hver fyrir sig.
06.10.2009 at 13:31 #659722Ég veit alveg hvers vegna ég hætti að heimsækja vef 4×4 á tímabil og það hefur ekkert með síðuna sjálfa að gera heldur fólk. Á tímabili fóru flestir þræðir út í skítkast, leiðindi og persónulegan níð og þar sem ég hef takmarkaðan áhuga á að lesa svoleiðis hætti ég að nenna að opna vefinn og mig grunar að svo sé um fleiri. Þó að þetta virðist hafa lagast þá er of mikið af þessum ósóma í gangi ennþá og ég held að mikið af tryggum lesendum vefsins séu einfaldlega farnir og komi ekkert endilega aftur í bráð.
Hvað varðar vefinn þá held ég að það hafi verið hárrétt ákvörðun að hverfa frá notkun gamla kerfisins vegna þess að í félagskap eins og þessum þar sem vinnan byggist á sjálfboðaliðum og menn koma og fara er nánast vonlaust að halda uppi þekkingu til að halda í gangi sérsniðnu kerfi eins og gamla vefnum.
Kerfin þrjú sem þessi nýji vefur er saumaður saman úr (Vefurinn sjálfur=[b:3gfv4uc8]Joomla[/b:3gfv4uc8], spjallkerfið=[b:3gfv4uc8]phpBB[/b:3gfv4uc8] og myndaalbúmin=[b:3gfv4uc8]Gallery2[/b:3gfv4uc8]) eru hins meðal vegar vinsælustu og mest notuðu kerfi í heiminum hvert á sínu sviði og miklu auðveldara að finna fólk sem getur haldið þessu gangandi og á vefnum í gegnum leitarvélar má finna endalausan fróðleik og ráð við vandamálum. Einnig eru þau öll mjög sveigjanleg hvað varðar útlit og uppsetningu.
Hvað útlitið og uppsetninguna varðar þá er endalaust hægt að deila, persónulega finnst mér þetta frekar ljótur vefur og myndi vilja breyta því, og það sem menn þurfa að skilja er að breyting á útliti og uppsetning á vef sem er byggður upp eins og þessi er einfaldlega eins og að skipta um föt. Ef aðalfundur myndi t.d. ákveða að það ætti að skipta um útlit þá er bara að "sauma fötin" (fullt til af fólki sem kann það) og þegar þau eru tilbúinn kemur vefurinn upp með gerbreyttu útliti eftir nokkra músarsmelli án þess að það þurfi neitt að eiga við innihaldið. Það væri jafnvel hægt að hafa í gangi nokkur mismunandi afbrigði af útlitinu í gangi og menn gætu valið hvernig þeir vilja sjá vefinn ef vilji væri fyrir hendi.
05.11.2009 at 13:42 #659724Ég mæli með að núvernadi myndaalbúm á f4x4.is verði jarðsett við fyrsta tækifæri. Það hlýtur að vera hægt að fá eitthvað kerfi sambærilegt gamla myndaalbúminu, svo fólk fari að setja aftur inn myndir og albúmið verði þannig að einhver nenni að skoða það.
Góðar stundir
05.11.2009 at 17:42 #659726Sælt veri fólkið. Ég verð að taka undir með Hlyn að mér gengur illa að tjónka við myndaalbúmið. Ég reyndi nýlega að setja inn nokkrar myndir úr fjallferðinni í haust. Myndirnar fóru inn en eins og hver þeirra færi í sér möppu öfugt við það sem ég ætlaði. Það er sagt að leiðbeiningarnar séu góðar,en þeim sem kunna þetta allt uppá 10 finnst stundum svo auðvelt að gera það sem þeir kunna vel. Ég sá hér um daginn tvö ágæt myndasöfn úr ferðinni um Hungurfit en á þær myndir voru linkar. Það væri gott ef einhver vildi skoða þessar fjallferðamyndir mínar og dæma um hvort þær séu ekki hver í sínu albúminu. Með kveðju Olgeir
05.11.2009 at 18:19 #659728http://www.nefsholt.com/default.cfm?pag … %20&brid=0
Góð og fróðlega síða hjá Olgeir, linkurinn að ofan er á síðuna hans.
kv Ofsi
05.11.2009 at 19:21 #659730Olgeir er bara lang flottastur. Ég held ég sé búinn að skoða allar ferðamyndir á síðunni hans mörgum sinnum. Svo á hann mörg ómetanleg innleg hér á spjallinu, því hann er endalaus uppspretta fróðleiks um landið að Fjallabaki og efalaust víðar.
Varðandi myndaalbúmið, þá er hægt að segja bæði góða og slæma hluti um það. Mér hefur gengið vel að setja inn myndir, bæði úr Picasa og beint. Hins vegar vantar alveg þann fídus sem var á gömlu síðunni, að nýjar myndir birtist jafnóðum á aðgengilegum stað. Jafnvel þó farið sé og valið "nýjast", þá koma bara nýjustu albúmin, en ekki ef bætt hefur verið nýjum myndum í eldra albúm. Spjallið er heldur ekki nógu aðgengilegt, nýjustu þræðir sem sjást of fáir og of lítið gert úr þeim á síðunni. Ég fer talsvert á síðu sem heitir http://www.supercub.org, forljót síða, en virkar bara. Þar birtast 30 nýjustu þræðir neðst á síðunni, en á bakvið það er sama spjallkerfið og notað er hér. Ekkert fancy eða flott, virkar bara, svona svipað og margir amerískir bílar.
Kv.
E.
05.11.2009 at 19:49 #659732Ég verð nú að segja eins og er að myndaalbúm Olgeirs hér á síðunni er bara fínt og mun betra en það sem er á hans eigin heimasíðu að þeirri síðu algerlega ólastaðri.
Mér finst reyndar gagnrýni á spjallvef og myndaalbúm algerlega óverðskulduð þar sem gagnrýnin er fyrst og fremst um útlit og aðgengi að efninu en ekki efnið sjálft, sem margt er gagnrýnivert.
Vissulega er margt sem mætti betur fara en er það ekki alltaf þannig. Mig minnir að flestir þeir sem gagnrýna þessa síðu að mér sjálfum meðtöldum, hafi haft ýmislegt út á gömlu síðuna að setja.
Ég vil minna á að [url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080317145622/http://www.f4x4.is/new/:20onpuzm]svona var síðan í mars 2008[/url:20onpuzm]Þetta má skoða á[url=http://www.vefsafn.is:20onpuzm]www.vefsafn.is[/url:20onpuzm]
Og Hlynur minn, RTFM…
Kveðja:
Erlingur Harðar
05.11.2009 at 22:40 #659734Hlynur hefur aldrei getað höndlað manuala.
Mér finnst alveg jafn gaman að skoða myndirnar í þessu albúmi, alveg eins og áður. Hinsvegar geri ég það mikið sjaldnar, aðalega vegna þess að það er ekki lengur svona random mynd á forsíðunni. Einnig sakna ég þess að almbúmið sé ekki default raðað með nýjast efst. Væri betra þannig.
Rúnar.
05.11.2009 at 23:03 #659736
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er alveg innilega sammála Hlyn og öllum hérna sem finnst myndaalbúmið ekki gott í notkun ég er algjörlega
hættur að nenna að opna það, en ég les allt hérna ennþá þ.e. auglýsingar og spjall.Annað, mikið hlýtur þú að vera auðsærður Einar því að ég hef ekki séð nein níð hérna lengi og oftast held ég nú að menn séu að gantast en sumir skilja það ekki nema að það séu broskallar innanum allt .
Og þriðja ég hef það á tilfinningunni að þeir sem að verja þessa síðu og þá sérstaklega myndaalbúmið séu allir
menntaðir í tölvufræðum því að leikmaðurinn skilur ekki helminginn sem þeir skrifa tfm,, rtfm og so videre
gamla albúmið var einfaldlega miklu betra í skoðun.Kveðja Helgi
06.11.2009 at 10:30 #659738Með random myndina á forsíðu – að hana vanti núna : Við settum þetta inn á tímabili, á nýja vefinn, en það dró mikið úr hraða vefsins. Of þung uppfletting í hvert sinn við opnun vefsins. Það er á verkefnalistanum að laga þetta.
//BP
06.11.2009 at 18:34 #659740skil bara ekki hvað ykkur finnst að því að skoða myndirnar á nýju síðunni, þessi nýja er svo miklu betri til að skoða myndir. Hvers vegna finnst mér það? jú vegna þess að það er hægt að velja slide show og stilla tímann á því og láta svo myndirnar rúlla áfram og njóta þeirra.
Á gömlu síðunni þurfti alltaf að velja next og next og aftur next til að fletta sig í gegnum albúmin sem að var algjörlega óþolandi og seinlegt.kv Hilmar sem að fagnar slide show myndasýningum á f4x4
06.11.2009 at 22:17 #659742Sammála Hilmari, hvet menn til að prófa ´Slide show´ fídusinn þegar þeir skoða myndaalbúmið, mun skemmtilegri leið til að skoða myndir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.