This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Viðar Örn Hauksson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið!
Undirritaður fór við annann jeppa á Langjökul í gær. Bongóblíða var og gott færi. Ekið var í Húsafell og þaðan á jökul en stefnan var tekinn á íshellana við Flosaskarð. „Það verður reyndar að vara við hellunum þar sem ber á hruni og heyra má töluverðan vatnsnið í þeim“!
Í lósi umræðna um ágang jeppamanna í garð göngumann í fjölmiðlum höfðum við sérstaklega varan á okkur til þess að aka ekki of nærri göngumönnum og planið var að ef við sæum þá í tíma gætum við jafnvel reynt að fela okkur á bak við rifsafl!
Frá hellinum var stefna tekinn á 1330 metra bungu en viti menn… það var ENGINN gögnumaður á leið okkar. Já þar sem við töldum jafvel að við myndum sleppa við að valda meðbræðrum okkar á óbærulegu ónæði,stefndum við því kokhraustir á 1316 metra bungu og þaðan í Þursaborg.
Já og enginn göngumaður!…. EKKI einu sinni kúlutjald sem yrði til þess að við þyrftum að leggja hlykk á leið okkar.
Jæja adam var í paradís og við fengum okkur að borða við Þursaborgir en á meðan við borðum…logandi hrædd um að vera FYRIR göngumönnum, kom ENGINN ekki einu sinni annar jeppabróðir.
En Adam var ekki lengi í paradís… þar sem hár niður heyrðist niður til okkar ofan úr skýunum og sjá mátti greinilega Macdoglas eitthvað í 25þ fetum með tilheyrandi ónæði (sjón og hljóðmengun). Það er alveg spurning hvort við ættum ekki að fá göngumenn í lið með okkur um að banna allt flug yfir hálendi Íslands.
Er þetta ekki óþolandi yfirgangur!?
P.s. eftir að hafa farið tölvert um hálendið Íslands á jeppa er það afar sjaldgæft að á mínum vegi hafi verið göngumenn (gönguskíða, fjallgöngu eða..) svo sjaldgæft að að ég get líklega talið á fingrum annarar handar ..jæja kanski einn eða tveir puttar á hinni líka. Mér er þó mjög mynnistætt þegar við ókum að gönguskíða hóp á leið okkar í Jökulheima fyrir um það bil 15 árum. Mikið voru þeir fegnir og þakklátir farinu! En þá voru tjöld rifinn og skíðabyndingar brottnar.. og svo framvegis.
kv,
Viðar
You must be logged in to reply to this topic.