FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

hvar er þetta gljúfur sem er í þessum þætti

by Gunnar Arngrímur Birgisson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › hvar er þetta gljúfur sem er í þessum þætti

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Árni Alfreðsson Árni Alfreðsson 13 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.11.2011 at 14:11 #221463
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant

    ég var að horfa á þátt með bear grilliz og er hann að fara niður enhverja á í gegnum gljúfur á tímabili héllt ég að þetta væri bleikárgljúfur en svo sá ég það að þetta er eitthvað annað kanski eru þetta nokkrir staðir splæstir saman til að láta þetta lýta út fyrir að vera einn staður en ég vill endilega fá að vita staðsetningar og hvað er tekið hvar
    [youtube:1e9px49k]http://www.youtube.com/watch?v=OCc6–MkYIE&feature=related[/youtube:1e9px49k]

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 30.11.2011 at 18:10 #742843
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Kíkti nú bara á þetta í nokkrar sekúndur. Hann byrjar að fara niður með Sauðánni og fer út úr Merkurkerinu með því að elta ána eftir þröngu glúfrinu. Júlli (Júlíus Einarsson), bróðir langafa stökk yfir gilið í smalamennsku snemma á 20 öldinni. Líklega einhverjir tugir metra þar niður í gilbotn. Komst þannig fyrir fé sem var að sleppa.

    Svo kemur eitthvað innskot úr Nauthúsagilinu. Þar er verið að fara yfir gilið á Hríslunni. Hríslan er reynitré sem þarna vex. Var á sínum tíma talið eitt stærsta reynitré landsins. Hrynur niður í gilið með óreglulegu millibili. Þarna er líklega innan við 10 metrar niður í gilbotn.

    Nauthúsagil sem var mjög þekkt á árum áður er rétt innan við Stóru-Mörk og Sauðáin er næsta á þar fyrir innan.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Kíki betur á myndbandið seinna





    01.12.2011 at 16:40 #742845
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Smá fróðleikur í viðbót. Þetta myndskeið er klippt saman sitt á hvað úr þremur giljum. Þ.e. Merkurkerinu (Sauðánni), Nauthúsagilinu og því þriðja sem ég átta mig ekki strax á (það með fossinum og jökullituð á). Innan við Stóru-Mörk og inn að Gígjökli eru fjölmörg gil sem engin hefur stigið fæti inn í. Þetta er því ókannað töfraland að hluta.

    Nauthúsagilið er undraveröld sem lítið ber á frá veginum. Settum upp bandspotta sem auðveldar fólki að komast framhjá neðsta fossinum fyrir nokkrum árum. Menn þurfa ekki að nota hann en sumum finnst það þægilegra.
    Hríslan í gilinu var talið eitt stærsta tré á Íslandi á árum áður og flestallir erlendir ferðamenn komu þarna við. 1937 hrundi megin hluti þess niður og var smíðað ýmislegt úr því sem enn er til t.d. á safninu á Skógum. Þversneið af reynitrénu sýndi það 90 ára gamalt.

    Tréð hangir á gilbarminum en rætur þess liggja upp í bólið fyrir ofan. Ból er hellisskúti sem fé hefst gjarnan við í slæmum veðrum. Þannig fær tréð heilmikla næringu úr rolluskít sem þarna safnast fyrir.

    Reynihríslan er frekar ótraustvekjandi þessi árin. Nokkuð langt síðan ég álpaðist þarna yfir síðast og allnokkrum kílóum léttari.

    Bear Grylls hefst við í bólinu og kveikir heilmikið bál. Skv. minni litlu þekkingu þá helst reyndar engin hiti þarna inni enda hallar bólþakið út og upp.

    Eins er mjög gaman að fara, sérstaklega að sumri til, inn í Merkurkerið með því að fylgja Sauðánni gegnum fjallið. Þett er svona dýpst í læri og dimmt og ekki verra að hafa vasaljós. Þegar komið er út hinum megin blasir Burstin við. Burstin er gríðarmikill hamar sem Sauðáin liggur meðfram að vestanverðu. Eflaust 200m þverhnípi þarna. Innan við fossinn tekur Illagilið við. Það ber nafn með rentu og nær langleiðina upp í Jökul. Illt yfirferða sérstaklega í vatnavöxtum.

    Alveg tilvalið að koma við á þessum stöðum á leið úr Þórsmörkinni. Að báðum stöðum liggja slóðar og aðgengi frjálst síðast þegar ég vissi.

    Kv. Árni Alf.





    01.12.2011 at 18:24 #742847
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég fór Merkurkerið í haust, og varð frekar svektur. Það er orðið hálf fullt af ösku og nær manni varla í hné lengur. Vonandi nær Sauðáin að hreinsa þetta út, og koma þessu í Landeyjahöfn, eða eitthvað þangað.

    Góðar stundir





    03.12.2011 at 07:16 #742849
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    takk fyrir svörin mér finst nú flest í þessum þáttum með bear grilliz frekar þunnt verð samt að viðurkenna að það detta in smáatriði sem eru ekki svo vittlaus eins og í þessum þætti þá klæðir hann sig í ullarsokka yfir skónna til að fá betra grip hver man ekki eftir gömlu ullarvettlingunum sem maður notaði þegar maður var krakki og þegar maður bjó til snjóbolta þá var ekki nokkur leið að henda honum frá sér nema að vettlingurinn færi með

    ég er verulega spenntur fyrir að skoða þessu gljúfur betur og ef enhver væri svo vænn að kanski að búa til mark í google earth með staðsetningu og senda mér á emailið gab@internet.is þá væri ég virkilega þakklátur.
    en hérna er linkur á eitt verulega spennandi gljúfur sem ég hef farið norrkum sinnum í og er í algeru uppáhaldi hjá mér þetta var líka fyrir nokkuð mörgum kílóum síðan :-)
    [youtube:1oyk753c]http://www.youtube.com/watch?v=rYgFZpIiY1E[/youtube:1oyk753c]





    04.12.2011 at 00:54 #742851
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Ef ég man rétt þá stunduðu ungir og frískir menn það að stökkva yfir Bleiksárgljúfur á árum áður. Páll Pálsson frá Árkvörn hrapaði til bana við þessa iðju árið 1876. Ég kíkti á þetta fyrir langa löngu en minnir að þetta hafi litið hálf illa út. Blautt og hált. A.m.k. stökk ég aldrei yfir.

    Öll þessi gil sem hér er um rætt eru nágrannar. Bleiksárgljúfur er í innanverðri Fljótshlíð en Merkurkerið og Nauthúsagilið hinum megin við (sunnan við) Markarfljótið og teljast til Eyjafjalla. Þannig séð talast þau við.

    Dálítið sérstakt að þau skuli eiga það sameiginlegt að menn hafi ýmist stokkið yfir þau eða skriðið yfir á hríslu auk þess sem menn eru að sífellt að þvælast eftir botni þeirra.

    Lagði eitt sinn upp í leit að flugvélaflaki. Lenti óvænt upp á jökli sem var glerháll. Ekkert annað var í stöðunni en að fara úr skónum og skilja þá eftir. Læddist svo einsamall um á ullarsokkum með broddstaf í hendi. Best var að komast í gamlan Hekluvikur á ísnum. Þetta svínvirkaði.

    Kv. Árni Alf.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.