This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Það vakti furðu okkar Vestlendinga á jólafundinum okkar í kvöld að maðurinn sem átti að vera aðal númerið komst ekki á fundinn. Hann átti að fara fyrir fríðu föruneyti „að sunnan“.
Við vorum að velta fyrir okkur ástæðum þessa en gátum nú ekki orðið sammmála um niðurstöðuna, en þessar voru taldar helstar.
1. Í óbyggðabókinni er ekki að finna neina lýsingu á leiðinni „Sódóma Reykjavík – Akranes.
2. Veghalli upp norðurenda Hvalfjarðarganga er meiri en hægt er að leggja á Togogýta bifreið viðkomandi.
3. Heitt mun vera í hamsi milli Rottugengisins og Flugsveitarinnar, og þar sem Flugstjórinn á kafbátnum (þetta er eitthvað skrítið) hafði boðað komu sína fór viðkomandi í fýlu. Heyrst hefur að hann hafi jafnvel sótt um inngöngu í Fúlagengið.
4. Maðurinn hafði ekki nokkurn áhuga á öllum fimmþúsund köllunum sem biðu hans á staðnum, í býttum fyrir títtnenfda bók, enda maðurinn víst á lista Alþingis yfir þá sem hljóta rithöfundarlaun á næsta ári.
5. Á fundinum var kynnt bókin „Farið“. Samkeppnin bara fer með suma.
Fjarvera hans hafði hins vegar ýmsar hliðarverkanir.
1. Kalla varð út gamlan trukkadriver að vestan til að fara fyrir hópnum, annars hefði Flugstjórinn verið einn á ferð, og það vita nú allir að maður sendir ekki Trooper einbíla í svona háskaleiðangur.
2. Í talstöðinni heyrðist kallað SOS SOS SOS, hvar á að beygja. (Slóðríkur Ofsi Snæland, Slóðríkur Ofsi Snæland…). Enginn svaraði.
3. Jói Jó borðaði yfir sig af smákökum og kakói með rjóma, enda óvanur svona veitingum, á ferðum Sóðagengisins eru bara borðaðar Sóma samlokur sem eru komnar fram yfir síðasta söludag.
Bestu kveðjur af Skaganum
Eiríkurp.s Á einhver eintak af bókinni til sölu?
You must be logged in to reply to this topic.