This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir.
Við fórum ca. 20 manna hópur í Setrið um síðustu helgi. Það var frekar kalt á leiðinni en enginn snjór. Þegar við komum uppeftir var útihitinn -3,7 gráður, og inni var 1,1 gráða. Við drifum í að setja rafstöðina í gang, og ætluðum svo að kveikja upp í ofninum inni. En viti menn. Hann er HORFINN. Það er búið að taka leiðslur, stromp og allt. Með báða gasofnana á fullu og olíubrennarann í fremra húsinu í gangi tók 3 klst. að kynda húsið þannig að inni væru 10gráður, og hægt að fara úr úlpunni. JÁ, ÞRJÁ TÍMA AÐ HITA UM 9 GRÁÐUR.
Mér er spurn hver eru rökin fyrir því að taka eina ofninn í húsinu sem er öruggt að virkar og hitar húsið skammlaust? Ég geri mér grein fyrir að plássið jókst örlítið, en það er ekki það mikið að réttlæti þessa aðgerð.
Ég get ekki annað en horft með hrillingi til vetursins þegar frost verður margar gráður inni þegar komið er í húsið. Rafmagnsofnarnir hitna jú, en eru mjög lengi að hita þetta stóra hús. En ef rafstöðin fer ekki í gang? Hvað þá? Og ofnalögnin…. Þarf að tala um hana? Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að örlítill ylur var kominn á ofnana inni. Reyndar hitnuðu rörin frammi ágætlega.Mig langar að vita hver tók þessa ákvörðun sem að mínu mati er hreint út sagt ólýsanlega heimsk, og algerlega óréttlætanleg. og hvar er ofninn nú? Getur verið að hann sé kominn í eitthvert sumarhúsið? Ég vona ekki, en það þarf örugglega einhver að svara fyrir þessa aðgerð.
Með ergilegri kuldakveðju
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.