Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvar er myndin tekin?
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.08.2008 at 17:15 #202799
Í gamla Degi á Akureyri var vikulega „Þekkir þú fólkið á myndinni“ en nú er spurningin, hvar er myndin tekin?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.08.2008 at 17:28 #627694
Mun áætla það sé nálagt Tindfjöllum eða í nágreni við þaug, ég giska á það svona í fystu
kv,,, MHN
18.08.2008 at 22:47 #627696
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kjaransbraut í Arnarfirði?
19.08.2008 at 01:35 #627698Ég held að þetta sé gömul mynd og þetta sé hrunið fyrir nokkru!! En mig minnir að þetta hafi verið í fjörunni í Hvalfirði neðan af afleggjaranum upp í Miðdal, rétt hjá malarnáminu sem var þarna og þar sem Baggalútarnir voru sunnan megin í Hvalfirðinum??
Gæti verið að gráu sellurnar séu að svíkja, "so the search goes on"
Kv. Magnús G.
19.08.2008 at 11:47 #627700Ég hef fengið það staðfest að gráu sellurnar (að verða miðaldra) voru að svíkja mig í svarinu hér að ofan og er því myndin ekki úr Hvalfirðinum.
Kv. Magnús G.
20.08.2008 at 16:40 #627702Og á ekkert að koma með svarið?
Myndi skjóta á Arnarfjörð, en man samt ekki eftir þessum boga þar. Skýt samt á það.
20.08.2008 at 16:50 #627704Já. Þetta er ekki gáta eða leikur að hætti MHN.
Heldur er verið að leita eftir svari þeirra sem þekkja þennan stað. Því við höfum ekki hugmynd um það hvar þetta er tekið.
kv Ofsi
20.08.2008 at 17:24 #627706Ég man rétt, þá er þessi mynd eftir Ragnar Th. ljósmyndara. Þegar ég sá þessa mynd fyrst, á sínum tíma, var mér sagt að hún væri tekin í Hvalfirði, en því hefur verið vísað frá hér á þessum þræði. Bergið sem sést þarna í bakgrunni er ekki einkennandi fyrir Hvalfjörð, en hvað veit maður ?
20.08.2008 at 20:22 #627708Tryggvi fer alveg að verða öruggur með sæti í gátu-básnum á sýningunni með MHN og Hlyni.
Ég ætla að vera svo víðsýn og skjóta á Vestfirði og að þetta sé hrunið í dag.
Kveðja Lella
21.08.2008 at 09:17 #627710Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi mynd sé að hluta til búin til í tölvu. Það eru mjög grunsamleg skilin milli himins og bergs, virðist sem þetta sé annar bakgrunnur. Eins kæmi mér ekki á óvart að bíllinn hafi verið settur inn á myndina eftirá.
Kv. hsm
21.08.2008 at 09:26 #627712Væri ekki ráð að hafa samband við ljósmyndarann sjálfan og láta hann varpa ljósi á málið eða þannig, L.
21.08.2008 at 09:35 #627714Að öllum líkindum er bílinn að keira í árfarveg sem er anakvort
stífluð eða þornuð upp , óliklegt að hann sé að keira í fjöru,
( Menn setja ekki inn mynd sem er ekki til og spurja svo hvar hún sé tekin )kv,,, MHN
21.08.2008 at 10:33 #627716Er þetta ekki þari þetta svarta neðst?
[img:3vhcinfx]http://www.simnet.is/haffster/icelandicarch.jpg[/img:3vhcinfx]
21.08.2008 at 10:43 #627718
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gat ekki sett in mynd, en ef slegið er inn "kjaransbraut" í google, má sjá þar mynd. Svo getur hver og einn dæmt um. Kannske er hún ekki þaðan, en þettaer svona til gamans gert. Kveðja Steindór.
21.08.2008 at 13:15 #627720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tek undir með Hafliða, þessi mynd er sett saman í tölvu úr nokkrum myndum og staðurinn því hvergi til í raunveruleikanum eins og hann byrtist á myndinni.
Hiluxinn (ZZ-085) virðist nýlegur á myndinni, en fyrsti eigandi að honum var Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og því ekki ólíklegt að hann þekki uppruna myndarinnar betur en aðrir.ÓE
21.08.2008 at 13:45 #627722Það er alveg útilokað að þessi mynd sé af norðanverðum Arnarfirði (Kjaransbraut) en þar enginn svona bogi. Stapaklettur (hjá Stapadal) er drangur en ekki með neinn boga en þar er vinsælt að taka myndir. Það var einu sinni til drangur með boga (kallaður Gataklettur) að sunnanverðum Arnarfirði yst en hann eyddist fyrir mjög löngu síðan fyrir utan að þangað var ekki bílfært. Þannig að ég held líka að um sé að ræða samsetta mynd.
Kv. SHM
21.08.2008 at 16:19 #627724
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Sigurður, þar sem ég er nú ættaður úr Arnarfirði, veistu hvar þessi Gataklettur var nákvæmlega?. Bara svona forvitni, þar sem ég hef aldrei heyrt talað um fyrrnefndan klett svo ég muni. Kveðja Steindór T. Halldórsson.
21.08.2008 at 16:51 #627726Freyr Jónsson
show details 2:33 pm (2 hours ago)Myndin er tekin á ströndinni neðan Kiðafells í Kjós
Ljósmyndarinn er Ragnar Th.
Það þurfti aðstoð bóndans og traktors til að koma bílnum þangað og aftur til baka
Raggi Th hélt að þetta gæti verið hrunið núna
21.08.2008 at 18:29 #627728Ég var í sveit í Selárdal og utan við Krók í átt við Verdali var þessi Gataklettur. Ég á til mynd af honum og gæti sett mynd af honum á netið þegar ég kemst í skanna.
Kv. SHM
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.