Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvar er miðjan
This topic contains 101 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2005 at 15:04 #196770
AnonymousÉg hef aðeins verið að spekulera í, Er Hallgrímsvarða á miðjum Sprengisandi og hvar er miðja landsins ( skurðarpunktur ) og hvar er sá punktur landsins þar sem er lengst til sjávar til allra átta.
Svo læt ég fylgja með vísu sem samin var eftir að maður nokkur hafði hlustað á tvo Óþverra segja af sér frægðarsögur á síðasta opna húsi.
Aldrei hræddur þó hann vaggi
Aldrei er ég heldur linur
Fyrstur talar Maggi
Fast á eftir Hlynur( höfundur vildi ekki láta nafn síns getið )
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.12.2005 at 22:01 #534802
Ja hvurt..í..logandi..
Festi pattann þarna í júní sumarið 2004. sem er ekki í frásögum færandi, nema að eftir ca: 1 og 1/2 tíma matarhlé hafði pattinn kyrrstæður sokkið niður á stein í bleytu þannig að hann var "fastur" þurfti að læsa drifum til að koma honum í burtu.
Það er bara gott mál að kalla miðju íslands "Patrolsteinn".
Kveðja
Elli.
06.12.2005 at 22:07 #534804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[img:142cncdz]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4003/26897.jpg[/img:142cncdz]
Punktur 1 Gummi J.
Punktur 2 Guðmundur Valsson
Er ekki fínt vörðustæði á 783 m hæðinni 500 metrum sunnar?ÓE
06.12.2005 at 22:40 #534806Þrátt fyrir að hafa verið talsmaður annarrar kenningar hér er ég tilbúinn að sættast á þessa óhlutdrægu niðurstöðu. Úr því tveir Guðmundar komast að nokkurn vegin sömu niðurstöðu óháðir hvor öðrum verður fátt um varnir. Auðvitað hefði verið gaman að hafa þetta í hlaðinu á Setrinu og þó ég sé nú alltaf hlyntur því í svona málum að hafa að leiðarljósi regluna: Hafa skal það sem betur hljómar, þá er útfærsla Ara fróða á þessu prinsippi líka ágætt. Nú er bara næsta mál að undirbúa að reisa vörðu þarna, má jafnvel virða það við LMI að það verði samstarfsverkefni.
Þó ég sé fallinn frá því að nafli landsins sé hjá Setrinu (eða Setunni) vil ég samt mótmæla harðlega því sem einhver taldi sig finna út með lyktarskyninu að þar sé rassgatið. Það situr þó eftir að við eigum það postulín sem er lengst frá sjó. Og reyndar skála líka að gamla Nautölduskálanum frátöldum.
Kv – Skúli
06.12.2005 at 23:03 #534808Þegar menn reikna staðsetningu og leiðir mjög nákvæmlega er ekki hægt að notast við beinar línur því jörðin er víst hnöttótt, en ekki flöt og stysta lína millli tveggja punkta fylgir svokölluðum stórbaug.
Hefur þetta verið tekið með í útreikningunum?Kveðja Dagur
06.12.2005 at 23:23 #534810XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
sjá næsta
07.12.2005 at 00:23 #534812Kúlan er eins til allra átta frá miðju og er þess vegna að óþarfi að taka tillit til þess.
ég reiknaði reyndar út tvær miðjur þessa sem ég setti í loftið og aðra sem er eðlisfræðilega réttari en er kannski minna spennandi fyrir kortagerðarmenn, ástæðan fyrir því að ég valdi þessa er að hin miðjan er beint í suður inn á jökli og þar er ekki hægt að reisa flotta vörðu. þannig að þetta er kannski líka eins og annað í þessu "Hafa ber það sem hljómar betur" Þess vegna líst mér mjög vel á vörðustæðið sem Óskar bendir á 500-1000 metrum sunnar, það er þá líka málamiðlun á þessa tvo punkta sem ég þurfti að gera upp á milli.
Guðmundur
07.12.2005 at 00:49 #534814sælir
Mér líst vel á 782 m hnjúkinn og víst að skekkjan í útreikningum Guðmundar I og II er sjálfsagt ekki minni en færslan. Þetta er ágætur staður, ekki alveg á alfaraleið og sómir sér kannski örlítið betur en illa lyktandi plastdúnkur við Setrið.
Það bara verður að fylgja eftir þessum skemmtilega þræði með vörðubyggingu í vor
kv
AgnarBen
07.12.2005 at 08:15 #534816Tek undir með mörgum sem hafa skrifað hér að ofan, þetta er með því alskemmtilegasta sem hér hefur verið gert á vef 4×4 – Ekki finnst manni síður gróðlegt og skemmtilegt að uppgötva hvað margir félagsmenn eru vel menntaðir og upplýstir í hinum ýmsu greinum vísinda. Þetta er ein af hinum styrku stoðum félagsskaparins hvað innan hans er mikið mannval.
Mikið hefði nú samt verið gaman ef Setrið hefði reiknast vera miðjan, en það verður bara að hafa það þótt þessi miðja sé í lögsagnarumdæmi sýslumannsins á Akureyri! Hugmyndin um að byggja þarna vörðu sýnist manni afspyrnu góð og upplagt verkefni fyrir félagsskapinn. Mætti jafnvel hugsa sér að stofnað yrði til samstarfs milli 4×4, LÍV og FÍ um þetta verkefni?
kv. ólsarinn
07.12.2005 at 08:23 #534818Ég fer fram á að gerð verði skoðanakönnun hjá klúbbsfélögum ef klúbburinn ætlar að skrifa undir að þarna sé miðja landsins. Ég hef enga skoðun á hvar miðjan er en mun taka afstöðu þegar könnuninn verður gerð, mér finnst þetta flott framtak.
kv. vals.
07.12.2005 at 10:49 #534820Er ekki spurning um að setja nokkrar vel valdar eyjar inn í útreikningana til að fá vörðuna upp úr Austari Jökulsá
kv
Rúnar.
07.12.2005 at 11:39 #534822Það er óþarfi. Að teknu tilliti til landrekskenningar og stækkunar landsins af þeim sökum og landbrots annars staðar af völdum sjávargangs kemur í ljós að punkturinn er ‘nákvæmlega’ uppi á hæðinni með 783 metra hæðarpunktinum.
En að gamni slepptu þá verður þetta aldrei svo nákvæmt að ekki séu skekkjumörk upp á einhverja metra sem hægt að er að hagnýta til að finna góðan stað.
07.12.2005 at 12:28 #534824Til þess að leggja orð hér í belg, og verða ekki minni maður en þeir ágætu félagar sem það hafa gert, lýsi ég því yfir að ég styð heilshugar þá tillögu sem hér er reifuð ögn framar; nefnilega að gerð verði skoðanakönnun um það hvar miðja landsins verður fastákveðin. Margt færi nefnilega betur í stjórn heimsmálanna ef menn gerðu sér grein fyrir því að sannleikurinn verður best fundinn með því að greiða atkvæði um hann. Og þar með myndu þeir sem flestir yrðu sömu skoðunar ráða fyrir okkur og færi vel á því, enda mætti þannig spara rándýrar mælingar og rannsóknir. Og þar með legg ég til að nafli alheimsins verði á Mælifellshnjúk.
Lifið öll heil ef meirihlutinn kýs svo!
Þ
07.12.2005 at 12:40 #534826Ég mæli líka með að það verði gerð skoðanakönnun á því hvar Lyngdalsheiði er, og færa hana þangað sem menn vilja að hún sé.
Ef LMI eru búnir að mæla flatarmálsmiðju landsins, þá er miðjan þar, en ekki annarsstaðar. Síðan getum við fært Setrið og Hafnafjörð eitthvað í leiðinn.
Góðar stundir.
07.12.2005 at 13:20 #534828Enga vitleysu Hlynur, það er óþarfi að flytja Hafnarfjöðr eitthvað. Það vita allir bæði Reykvíkingar og Akureyringar sem og aðrir að Hafnarfjörður er Nafli alheimssins og óþarfi að vera að rífast um það.
Kv. vals.
07.12.2005 at 15:26 #534830AF hverju er nafli alheimsins ekki í Hróarsdal?
07.12.2005 at 16:33 #534832Vegna þess að þá hefði ég engan frið fyrir gestagangi af allskonar furðufuglum sem kæmu í naflaskoðun. Á Mælifellshnjúknum gæti ég séð þá um suðurgluggann án þess að verða fyrir átroðningi. Kveðja á Hrossatangann; Þ
07.12.2005 at 18:07 #534834Skemmtilega vangaveltur.Fyr í þessu spjalli er rætt um að Illviðrahnjúkar séu í umdæmi sýslumanns í Eyjafirði en í bókinni Landið þitt eru þeir merktir Skagafirði . Á bls. 207 í árbók FÍ um Skagafjörð frá 1946 er Hallgrímur Jónasson að lýsa þessu svæði og upptökum Jökulsár Austari. Ég held að þetta svæði tilheyri Hofsafrétt .Hvað segja heimamenn fyrir norðan um þetta ? Í árbók FÍ 1950 er stutt lýsing á fyrstu bílferð frá Hveravöllum norðan Hofsjökuls 1949 og í árbókinni 1951 er stutt lýsing á fyrstu bílferð af Sprengisandi yfir Þjórsá og suðvestur með Hofsjökli en þegar menn komu á svæðið nálægt Setrinu fóru þeir að sjá för eftir bíla .Kv. Olgeir
07.12.2005 at 18:59 #534836Ég rak einmitt augun í þetta hjá Ólsaranum hér að ofan, en var (og er) nokkuð sannfærður um að hann veit mun meira um þetta mál en ég. En úr því rökstuddar efasemdir koma hér fram langar mig að heyra meira um málið. Þetta skiptir máli því við gætum þurft framkvæmdaleyfi hjá tilskyldum aðila ;o)
Kv – Skúli
07.12.2005 at 19:35 #534838[url=http://syslumenn.is:lj283mue]Hér[/url:lj283mue] er kort af lögsagnarumdæmum
Jónas
07.12.2005 at 19:39 #534840Ég veit ekki hvað Akrahreppingar hafa til saka unnið, til þess að vera varpað út úr samfélagi Skagfirðinga. En ég get ekki betur séð en Illviðrahnjúkar séu í Akrahrepp og tilheyri því Skagafjarðarsýslu. Verst hvað það er erfitt að fylgjast með því hvaða hreppir eru til í dag og hverjir hafa verið sameinaðir, en hvernig var það gengu ekki gangnamenn Skagfirðinga þarna í den tid
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.