Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvar er miðjan
This topic contains 101 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2005 at 15:04 #196770
AnonymousÉg hef aðeins verið að spekulera í, Er Hallgrímsvarða á miðjum Sprengisandi og hvar er miðja landsins ( skurðarpunktur ) og hvar er sá punktur landsins þar sem er lengst til sjávar til allra átta.
Svo læt ég fylgja með vísu sem samin var eftir að maður nokkur hafði hlustað á tvo Óþverra segja af sér frægðarsögur á síðasta opna húsi.
Aldrei hræddur þó hann vaggi
Aldrei er ég heldur linur
Fyrstur talar Maggi
Fast á eftir Hlynur( höfundur vildi ekki láta nafn síns getið )
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2005 at 22:32 #534722
Mér líst vel á tillöguna með pappann. Einu sinni lenti ég í að deila um hvaða bær á Suðurlandi væri lengst frá sjó. Hvað haldið þið ? kv. Olgeir
03.12.2005 at 22:56 #534724Það er lítið mál að finna út þann bæ sem er lengst frá hafi á suðurlandi, með því að nota Nobeltecinn. Ég veit allavega ekki hvaða bær það er.
Það er spurning hvort einhver geti svarað því með nokkuri vissu hvar miðja landsins er. Í öllu falli verðum við að fá eitthvað fræðimannasvar við þessum pælingum.
04.12.2005 at 00:14 #534726Til eru forrit sem notuð eru til að reikna stærð og lögun á mismunandi hlutum. Með þannig forriti er hægt að reikna miðpunkt út frá útlínum. Punktarnir sem sjást á myndinni eru notaðir til að mynda útlínur Íslands og út frá þessum 1007 punktum er miðpunkturinn reiknaður. Þessi miðpunktur er því eingöngu reiknaður út frá lögun en enginn massi er tekinn inn í.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3992/26779
Inga
04.12.2005 at 00:24 #534728Það hafa verið uppi kenningar um að sá bær sem er lengst frá sjó á Íslandi sé einmitt síðasti bærinn sem við keyrum framhjá á leiðinna inn í Setur þegar farin er Klakksleið. Það er semsagt Tungufell sem er um 60 km frá sjó. Styðsta lína að sjó þaðan er þó ekki niður á suðurströndina eins og ætla mætti heldur niður í Hvalfjörð.
Agnar, ertu ekki að gefa þessu skeri norður í hafi of mikið vægi í þínum útreikningum. Það er náttúrulega viljandi gert við mælingar á landhelginni, en svona okkar á milli er þetta nú bara sker sem er að hverfa í hafið. Ég hugsa að þú lendir í rotþrónni í Setrinu ef þú sleppir Kolbeinsey.
Kv – Skúli
04.12.2005 at 00:31 #534730Við komumst helst að því að annaðhvort Tungufell eða Brattholt væru lengst frá sjó um 62 km .Þó að Haukadalur sé lengra frá suðurströndinni er orðið styttra í Hvalfjörð. Svona er margs að gæta . Alltaf gaman að þrautum. Kveðja Olgeir.
04.12.2005 at 00:41 #534732Æji ég ruglaðist á nöfnum Skúli, ég ætlaði að segja Grímsey, þetta er alla vega reiknað þaðan.
Ég held að það sé hægt að reikna "center of inertia" í AutoCAD, prufa það kannski við tækifæri ef ég kemst einhvers staðar yfir hnitin af landinu
Massamiðja landsins er náttúrulega ekki landfræðileg miðja þannig að það er ekki rétta nálgunin finnst mér.
Inga ef þú gætir mælt veglengdina frá þinni miðju í tvo þekkta punkta, annan í norður/suður en hinn í austur/vestur þá gætum við staðsett hann nokkuð vel. Annars er þetta nú kannski bara akademískt á meðan nákvæmnin er ekki meiri
kv
A
04.12.2005 at 00:42 #534734Þessi þráður er hrein og tær snilld. Hann opnar hugann fyrir heimspekilegum vangaveltum langt umfram allt annað sem ég hef séð á þessum frábæra spjallvef.
Nefndar hafa verið aðferðir til að klippa út íslandskortið og finna þyngdarmiðjuna með prjóni. Þetta er er að mínu viti allt of mikil einföldum á raunveruleikanum. Engum getur dulist að há og glæsileg fjöll eins og Esjan og Keilir á Reykjanesi hljóta að vikta miklu meira á alvöru korti en afdalir og skvompur norðan heiða og austan. Sé tekið tillit til raunþyngdar landsins þá hlýtur hinn eðlisfræðilegi þyngdarpunktur að vera á suðvesturlandi, ekki langt frá útmörkum Reykjavíkur. Þegar tekið er tillit til eðlisþyngdar alvöru grjóts annars vegar og vatns og margsprunginna jökulmola hins vegar þá er munurinn enn augljósari.
Sé nú vikið aðeins frá eðlisfræðinni má finna ýmsa aðra "þyngdarpunkta" t.d. út frá vegakerfinu, lengd vega, fjárveitingum til reksturs þess og jarðgangagerðar. Ekki er víst að þeir séu allir í nánd við Esjuna.
Aðrir möguleikar til að finna þyngdarpunkt eða nafla Íslands eru ótæmandi. Fjöldi-jeppa-naflinn. Fjárveitinga-til-vegamála-naflinn, Bensínstöðvanaflinn, Framsóknarmannanaflinn. Toyotanaflinn, Díselnaflinn og svo framvegis.
Eins og sjá má þá opna svona umræður fyrir frjóa og þroskandi hugsun. Þegar niðurstaða þráðarins liggur fyrir um staðsetningu hins eina og sanna og endanlega miðpunkts Íslands þá legg ég til að stjórn klúbbsins hefji strax undirbúning að því að reisa skála á þeim stað. Hann gæti fengið nafnið "Nafli Íslands" eða e.t.v. bara Naflinn á virkum dögum.
Kveðjur, Wolf
04.12.2005 at 00:57 #534736að Tröllaskaginn vegur nú einhver kg í þessu efni.
Kveðja
Elli.
04.12.2005 at 01:09 #534738Nei; ég reikna ekki með kúlu í þessu samhengi.
Sporbaugslagað form er ekki fráleitt vegna lögun landsins þ.e.a.s. fleiri km milli A og V en N og S.
Svo er náttúrulega hvernig við reiknum flatarmálið okkur til tekna sem viljum færa punktinn "naflann" til.
Ef við ætlum að finna massamiðju Íslands eins og Freysi er að pæla í þá er vert að skoða eðlisþyngd steinefna fjallanna og einnig eðlisþyngd jökla í því samhengi.
Kveðja.
Elli.
04.12.2005 at 01:15 #534740Yfirfærði punktin frá Ingu og Hlyn yfir í Ozi (mjög óvísindalega gert) og niðurstaðan er athyglisverð.
Er þetta kannski málið, rétt utan í Miklafellinu ?
.[img:12a5c9bj]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/1025/26780.jpg[/img:12a5c9bj]
04.12.2005 at 02:03 #534742Ég hef alltaf litið á Arnarfell hið mikla sem miðju landsins, en eflaust var það nú ekki reiknað svona nákvæmlega út eins og gert er hér að ofan.
Hvati
04.12.2005 at 09:34 #534744ég hef trú á því að við getum reiknað okkur til að miðjan lendi í rotþrónni. t. d með því að reikna út miðju reiknaðan sem miðju flatarmáls síðan væri hægt að taka tölvukeirslu að hverja flatarmálseiningu og margfalda með 1/breiddargráðunni ef það dugir ekki væri hægt að taka miðju vegalengda í alla fjallatoppa yfir 1000m margfaldaða með hæð þeirra ef enn munar einhverjum metrum þegar allt þetta hefur verið reiknað legg ég til að rotþróin verði grafin upp og færð í nafla íslands.
kv
Freyr
04.12.2005 at 09:45 #534746Það er þó eitt sem skelfir mig í þessum hugmyndum hans Freysa, en það er sú staðreynd að fjöldi fjallstoppa eru ranglega hæðarmældir og þyrftum við því að vera á sífeldum þönum með rotþrónna eftir sem Landmælingar kæmust að raunhæð fjallstinda. Og ef klúbburinn á ekki að fara fjárhagslega illa út úr sífeldum færslum á rotþrónni, þá legg ég til að þróin verði sett á 6×6, AT 405 til þess að draga úr kostnaði.
04.12.2005 at 11:30 #534748Svo getum við náttúrulega farið einföldu leiðina og sleppt öllum mælingum og einfaldlega sett stórt skilti ofan á öndunarpípuna úr rotþrónni sem á stendur "Hér er nafli Íslands". Þeir sem ætla að afsanna það yrðu þá að sjá um útreikningana og í hvert sinn sem einhver setti fram slíkan útreikning yrði okkur ekki skotaskuld úr því að benda á vitleysur í viðmiðunum eða vafaatriði í forsendum.
Kv – Skúli
04.12.2005 at 12:51 #534750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú þegar búið að merkja miðjuna jafn nákvæmlega og menn eru að pæla núna, hún heitir Hofsjökull.
Ég tel að það eigi ekki að taka eyjar með í reikninginn heldur halda sig við það sem er fast við landið annars þarf að miðast við landgrunninn og þá er miðjan allt annar staðar.
kveðja Siggi G
04.12.2005 at 15:51 #534752Mér var bent á þetta hér:
http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2101I rest my case, þetta er þarna rétt yfir rotþrónni eða allavega í hlaðinu á Setrinu.
Gott ef Setrið sé ekki líka nafli alheimsins, allavega í einhverjum skilningi.Kv – Skúli
04.12.2005 at 15:59 #534754Sko þarna sannaði Skúli mína kenningu með einu pennastriki, miðjan er rétt norðan Hofsjökuls
Lífið væri leiðinlegt ef allir væru sammála….
Nei annars þá held ég að þetta taki af allan vafa um það að Setrið er miðpunktur landsins.
kv
Agnar
04.12.2005 at 16:04 #534756Sif jarðeðlisfræðingur svarar þarna alveg snilldarlega, svarar reyndar þannig að allir gætu verið sáttir við sína útgáfu.
Þ.e. lengd frá Sjó útgáfan, hnitamiðju útgáfan, hugmynd að massamiðju og svo m.a.s. gleðiútgáfa fyrir huglægt mat okkar egócentrísku Reykvíkinga.
Er svo fallega alhliða svar að hún á örugglega framtíðina fyrir sér í pólitík.En hentar það ekki okkar félagsskap bara alveg gríðarlega vel að hafa miðjuna bara skv. skilgreiningunni "fjarlægð frá sjó" og "eiga" þá miðjuna algerlega og rotþrónna sem miðja landsins þá augljóslega er?
Kv. Baddi Blái
04.12.2005 at 16:43 #534758Það er náttúrulega ekkert gaman að vera með einhverja nákvæmni þegar það er komin svona frábær niðurstaða í málið, en getur samt verið gaman að hafa punktinn nákvæmlega. Mér sýnist hann vera á 64 39.220 / 18 50.832. Þarna eru 118,54 km til sjávar til þriggja átta, þ.e. á suðurströndina vestan Skeiðarársands, niður í Eyjafjörð og í Hrútafjörð. Allar tilfærslur frá þessum punkt stytta leiðina á einhverjum þessara leggja.
Þetta er kannski ekki nákvæmlega við lofttúðuna á rotþrónni en því sem næst!
Kv – Skúli
04.12.2005 at 16:48 #534760betri nálgun væri að mæla punktinn yfir rotþrónni og ákveða að það væri rétti punkturinn….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.