Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvar er miðjan
This topic contains 101 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2005 at 15:04 #196770
AnonymousÉg hef aðeins verið að spekulera í, Er Hallgrímsvarða á miðjum Sprengisandi og hvar er miðja landsins ( skurðarpunktur ) og hvar er sá punktur landsins þar sem er lengst til sjávar til allra átta.
Svo læt ég fylgja með vísu sem samin var eftir að maður nokkur hafði hlustað á tvo Óþverra segja af sér frægðarsögur á síðasta opna húsi.
Aldrei hræddur þó hann vaggi
Aldrei er ég heldur linur
Fyrstur talar Maggi
Fast á eftir Hlynur( höfundur vildi ekki láta nafn síns getið )
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2005 at 15:33 #534682
Vísan er góð, en þetta með miðju landsins er kannski óljósara. Lengi leit ég svo á að það væri á Fjórðungsöldu á Sprengisandi, en nú er ég ekki viss. Hallgrímsvarða er örugglega nærri lagi, en er það kannski þar sem vörðurnar Beinakerling og átján systur eru? Ef svo er þá þarf maður fyrst að finna þessar vörður til að finna miðjuna.
Kv – Skúli
03.12.2005 at 15:40 #53468403.12.2005 at 16:50 #534686Væri bara ekki ráð að fara að ýta við því að það verði gefin út einhver opinber miðja landssins ?
Þá gæti þetta verið skemmtilegur viðmiðunarpunktur á ferðalögum.
Spurning með að leita til landmælinga með þetta mál ?Kv. Gunnar
03.12.2005 at 17:33 #534688Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem þessi skemmtilega spurning er borin upp, er mér sagt. Í árbók Ferðafélagsins árið 1967 kallar Hallgrímur heitinn Jónasson, aðalhöfundur þeirrar árbókar, Fjórðungsöldu "Fjallið í miðju landsins" og segir reyndar í texta að aldan sé "…því sem næst í miðju landsins". Þetta hefur svo verið tekið upp í öðru rituðu máli gagnrýnislítið, að manni sýnist. Einhver spekingurinn fullyrti reyndar að miðja landins væri í suðvesturrótum öldunnar, en mér er ekki ljóst hvort þar er um að ræða einhverjar mælingar sem liggja að baki. En með nútímatækni skyldi maður ætla að bæði Landmælingar Íslands og svo ekki síður fyrirtækið Loftmyndir, hafi þessar upplýsingar tiltækar. Er ekki einhver félagi sem á aðgang að því ágæta fólki?
kv. ólsarinn.
03.12.2005 at 18:08 #534690Einhvern tíman einhverns staðar las ég eða heyrði að landfræðileg miðja landsins, og þá miðað út frá útlínum þess væri undir Hofsjökli, trúlega milli Seturs og Kerlingarfjalla. Full ástæða væri til að grafa upp nokkuð nákvæmt hnit yfir stað þennan og hlaða þar MYNDARLEGA vörðu, nú eða þá snjókarl ef þetta er uppi á jökli. Verðugt verkefni fyrir 4×4, sérlega ef ekki má lengur stika fjallvegi. Slík framkvæmd þyrfti væntanlega að fara í umhverfismat???, ha?
Ingi
03.12.2005 at 18:46 #534692Naflinn skal hún heita Og skal ég hjálpa til við að hlaða hana,afi minn hlóð margar vörður í gamladaga sem standa enn og þá hlýtur þetta að vera í genunum.
Jón ofsi þú ert ráðinn til að finna staðinn, þar sem þú hefur svo góð sambönd. og ekki draga lappirnar strákar því nú reynir á.
03.12.2005 at 20:00 #534694Álít að nafli Íslands sé 4,9 km vestur af Hásteinum.
Kveðja.
Elli.
03.12.2005 at 20:20 #534696…..ef þetta er ekki naflaskoðun í lagi!…
03.12.2005 at 20:52 #534698sælir
Smá innlegg við annars skemmtilega umræðu. Hallgrímsvarða er ekki á miðju landsins enda var það ekki tilgangurinn með staðsetningu hennar eins og margir ykkar vita sjálfsagt.
Vel af grjóti veðurbörðu
væri ég tengdur mínu landi,
ef mér hlæði einhver vörðu
uppi á miðjum Sprengisandi.
Þessa vísu orti Hallgrímur eitt sinn á ferðalagi um Sprengisand og var varðan reist á miðjum Sprengisandi með vísun í hana.
kveðja
Agnar
03.12.2005 at 20:53 #534700það er fyrst að ákveða hvað skuli ákvarða miðju landsins. t. miðju reiknaða út frá vegalengd í ystu nes og eyjar landsins. þá mundi miðjan vera líklega heldur norðar en menn halda nú vegna legu Kolbeinseyjar.
Réttara væri að reinkna út miðju flatarmáls landsins þannig að mjó nes og litlar eyjar mundu hafa minna vægi.
Ég held að réttast væri að reikna út massamiðju landsins þannig að há fjöll hefðu meira vægi og þá mundi hraun og jökulmassi hafa minna vægi vegna minni eðlismassa. reiknað væri allur massi sem er fyrir ofan meðalsjávarmál. þá væri fyrst hægt að finna rétta miðju landsins.
Nú vantar bara sjálfboðaliða sem er til í að reikna þetta.
03.12.2005 at 21:03 #534702Miðja Íslands er m.v. elipsulagaðan miðpunkt 4,92 km hávestur af Hásteinum.
GPS.
N 64.77,827
W 18.90,402Kveðja
Elli.
03.12.2005 at 21:08 #534704Er kolbeinsey tekin með eða er elipsan miðuð við stystu leið að sjó?
03.12.2005 at 21:09 #534706í verra með vörðuhugmyndina, þá eftirstendur bara snjókarlshugmyndin hans Kalla
03.12.2005 at 21:22 #534708Gætirðu aðeins útskýrt hvernig þú reiknaðir þetta? Hvað er "elipsulagaður punktur" ?
03.12.2005 at 21:24 #534710Er ekki bara miðja landsins u.þ.b. í Setrinu, sennilega svona u.þ.b. þar sem skálanefndin gróf nýju rotþrónna?
Mér sýnist það svona við lausleg mælingu, þó án þess að fara út í útreikningana sem Freysi leggur til. Verður seint sagt um Frey að hann vilji fara einföldu leiðina að hlutunum.
Kv – Skúli
03.12.2005 at 21:25 #534712Sæll Freysi
Ef þú tekur ystu nes og eyjar, flytur flatarmál þeirra inn á flóa og firði, aðalega NV-lands og V-lands færðu punkt sem er eitthvað nálægt þeim sem ég gaf upp.
Þetta er að sjálfsögðu bara álit "dómnefndar" og þarf ekki endilega að endurspegla álit þjóðarinnar.
Kveðja
Elli
03.12.2005 at 21:28 #534714Já Skúli.
Nú hittir þú naglann á höfuðið.
Auðvitað er Setrið "nafli" Íslands. Annað eins hefur nú í gegnum tíðina verið "feikað" til.Kveðja
Elli.
03.12.2005 at 21:45 #534716Eins og landakortið okkar lítur út þarf að setja það í ákveðið "prospektiv" form sem við verðum að ganga út frá. Elipsa eða sporiskjulagað form hentar vel til að finna miðju Íslands út frá ystu nesjum.
Kveðja
Elli.
03.12.2005 at 22:00 #534718ok þú ert sem sagt bara að gera ráð fyrir að við búum á kúlu
Alla vega hérna er mín miðja reiknuð með því að draga línu frá vestasta til austasta odda og nyrsta (Kolbeinsey) og syðsta, miðjan er þar sem þær skerast í miðju þeirra. Þetta var nú svo sem ekki vísindalega gert hjá mér en ég fæ ekki alveg sömu niðurstöðu og þið.[img:1eyvlgqv]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/1025/26776.jpg[/img:1eyvlgqv]
03.12.2005 at 22:01 #534720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má reyna að koma þessum punkti útfyrir jökul, er ellipsan ekki frekar gróf staðsetning á þessum punkti?
Ég held að Freyr hitti naglann á höfuðið þar sem hann nefnir miðju út frá flatarmáli annarsvegrar og rúmmáli hinsvegar, eða tvær miðjur.
Það væri gaman að vita hvar sá punktur lendir, ef útlínur eyjunnar væru nákvæmlega klipptar út í pappa og pinni rekin í á þeim stað (punkti) sem formið er í órofa jafnvægi (held það heiti það). Virkar þannig að ef forminu er snúið um pinnann þá er það alltaf í jafnvægi sama í hvaða stöðu það er. Síðan væri hægt að halda áfram og finna aðra miðju út frá rúmmáli, eða massamiðju ef menn vilja hafa þetta virkilega nákvæmt.
Annars er tillagan hans Skúla ábyggilega innan skekkjumarka.
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.