This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2004 at 19:46 #193867
AnonymousÞar sem mikil gúrkutíð hefur verið á vefnum að undanförnu, nema ef frá er talið, Kvennaferðin og 30 tommu deildin. Þá er ekki úr vegi að leita til ykkar á meðan ládeyðan gengur yfir, en þannig er að mig vatnar smá upplýsingar um nokkra skála, td staðsetningu, ástand, umsjá, ofl, ofl.
En hérna að neðan eru skálarnir.1-Illagilsmosar
2-Fjallagjárkofi
3-Skáli við Kollóttuöldu
4-Hraunlækur
5-Dragakofi
6-Bjarnarhýði
7-Hraksíða
8-Rauðborgarkofi
9-Skáli milli Kollóttufjalla og austari Skógarmannafjalla.PS ég þakka aðstoðina, og vona að þetta veri létt verk, og menn hristi þetta léttilega fram úr erminni.
Slóðríkur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2004 at 20:31 #496696
Sæll Ofsi
Já það er sannkölluð gúrkutíð á vefnum, enda hefur Þorri varla skrifað línu síðan Ólsarinn hótaði honum einum á gúmorinn ef hann hætti ekki að kalla Dömuna jeppa, og þess heldur er hann bæði orðin sammála Eik og SkúlaH í einu og öllu.
Svo er það hann Ofsi, sem virðist lagstur í einhverskonar hýði, eða hefur hreinlega breyst í bókaorm. Hann skrifar varla línu nema heimta einhverjar upplýsingar um bústaði landnámsmanna.
Þó virðist einn bústaðurinn sem hann er að leita upplýsinga um vera úr nútíðinni, að minnsta kosti sá eini sem finnst stafkrókur um á Google. Það er Dragakofi, en hann má sjá [url=http://www.vopnafjordur.is/frettir/jeppar22feb/index.htm:1c48dp7u]hér[/url:1c48dp7u]
Einfaldast væri sennilega að hafa samband við Örvar Sveinsson sem tók myndirnar (mailto:orvarsveins@simnet.is)Hafðu það sem best í hýðinu.
Kveðja af Skaganum
Eiríkur
28.02.2004 at 20:31 #490114Sæll Ofsi
Já það er sannkölluð gúrkutíð á vefnum, enda hefur Þorri varla skrifað línu síðan Ólsarinn hótaði honum einum á gúmorinn ef hann hætti ekki að kalla Dömuna jeppa, og þess heldur er hann bæði orðin sammála Eik og SkúlaH í einu og öllu.
Svo er það hann Ofsi, sem virðist lagstur í einhverskonar hýði, eða hefur hreinlega breyst í bókaorm. Hann skrifar varla línu nema heimta einhverjar upplýsingar um bústaði landnámsmanna.
Þó virðist einn bústaðurinn sem hann er að leita upplýsinga um vera úr nútíðinni, að minnsta kosti sá eini sem finnst stafkrókur um á Google. Það er Dragakofi, en hann má sjá [url=http://www.vopnafjordur.is/frettir/jeppar22feb/index.htm:1c48dp7u]hér[/url:1c48dp7u]
Einfaldast væri sennilega að hafa samband við Örvar Sveinsson sem tók myndirnar (mailto:orvarsveins@simnet.is)Hafðu það sem best í hýðinu.
Kveðja af Skaganum
Eiríkur
28.02.2004 at 22:33 #496698Ofsi boj sem "margt" vilt vita, gleymdu nú ekki
stæðinu inn við Skrattakoll……..kveðja
Jon
28.02.2004 at 22:33 #490116Ofsi boj sem "margt" vilt vita, gleymdu nú ekki
stæðinu inn við Skrattakoll……..kveðja
Jon
29.02.2004 at 04:10 #496700Ég var að fletta í [url=http://edda.is/net/products.aspx?pid=629:3s69umud]bókinni[/url:3s69umud] að upplýsingum um skálann í [url=Hungurfit.http://www.althingi.is/~berglind/vidsvegar/24juli01.html:3s69umud]Hungurfit[/url:3s69umud], en fann ekkert. Þessi skáli virðist vera talsvert notaður í skipulögðum hesta og gönguferðum.
-Einar
29.02.2004 at 04:10 #490118Ég var að fletta í [url=http://edda.is/net/products.aspx?pid=629:3s69umud]bókinni[/url:3s69umud] að upplýsingum um skálann í [url=Hungurfit.http://www.althingi.is/~berglind/vidsvegar/24juli01.html:3s69umud]Hungurfit[/url:3s69umud], en fann ekkert. Þessi skáli virðist vera talsvert notaður í skipulögðum hesta og gönguferðum.
-Einar
29.02.2004 at 04:12 #496702Ég var að fletta í [url=http://edda.is/net/products.aspx?pid=629:1kgbqn1e]bókinni[/url:1kgbqn1e] að upplýsingum um skálann í [url=http://www.althingi.is/~berglind/vidsvegar/24juli01.html:1kgbqn1e]Hungurfit[/url:1kgbqn1e], en fann ekkert. Þessi skáli virðist vera talsvert notaður í skipulögðum hesta og gönguferðum.
-Einar
29.02.2004 at 04:12 #490120Ég var að fletta í [url=http://edda.is/net/products.aspx?pid=629:1kgbqn1e]bókinni[/url:1kgbqn1e] að upplýsingum um skálann í [url=http://www.althingi.is/~berglind/vidsvegar/24juli01.html:1kgbqn1e]Hungurfit[/url:1kgbqn1e], en fann ekkert. Þessi skáli virðist vera talsvert notaður í skipulögðum hesta og gönguferðum.
-Einar
29.02.2004 at 15:05 #496704Skálinn Hungurfit er á blaðsíðu 214 . Hvernig er þetta, ætlar enginn að finna neitt út úr þessum þjóð þekktu skálum. Eigum við að sætta okkur við 1-0 fyrir Skaganum.
Jón Snæland.
29.02.2004 at 15:05 #490122Skálinn Hungurfit er á blaðsíðu 214 . Hvernig er þetta, ætlar enginn að finna neitt út úr þessum þjóð þekktu skálum. Eigum við að sætta okkur við 1-0 fyrir Skaganum.
Jón Snæland.
29.02.2004 at 16:09 #496706Ekki get ég leyst að gagni úr spurningum Jóns Snæland. Það er þó einn af þessum skálum, sem mig langar til að spyrja Jón nánar út í, en það er Hraunlækur.
Nú er mér ljóst að fleiri en einn Hraunlækur er til á landinu og efalítið geta Hraunlækjarkofar verið fleirri en einn, þótt ég þekki það ekki. En hér ofarlega á Goðdaladal, inn af Skagafirði er gamall gangnakofi kenndur við Hraunlæk. Kofinn sá stendur uppi enn, en heldur hvorki vatni né vindum; er byggður upp á gamla mátann úr grjóti og torfusneplum og reft yfir. Það mætti svo sem skýla hrossum þarna inni og er held ég enn gert ef að kreppir af Goðdalabændum, en afleitlega væri sá maður staddur ef kofinn væri honum betra skýli en úti. Hann er líka úrleiðis miðað við bílaleiðir og jafnvel sleðaleiðir líka, en liggur betur við reiðleiðum. Ég hef ekki verið með GPS-tækið í vasanum þegar ég hef labbað þarna við og hef því ekki hnit á hann, en úr því mætti bæta ef þú óskaðir eftir, því það er í sjálfu sér ekki mikil töf að því að skreppa niður að honum ef menn eru t.d. á leið að Skiptabakka héðan úr Skagafirði. Láttu okkar hér vita ef þér væri þægð í því að við athuguðum þetta betur. Þú átt annað eins skilið fyrir að hafa gefið bókina góðu út.
29.02.2004 at 16:09 #490124Ekki get ég leyst að gagni úr spurningum Jóns Snæland. Það er þó einn af þessum skálum, sem mig langar til að spyrja Jón nánar út í, en það er Hraunlækur.
Nú er mér ljóst að fleiri en einn Hraunlækur er til á landinu og efalítið geta Hraunlækjarkofar verið fleirri en einn, þótt ég þekki það ekki. En hér ofarlega á Goðdaladal, inn af Skagafirði er gamall gangnakofi kenndur við Hraunlæk. Kofinn sá stendur uppi enn, en heldur hvorki vatni né vindum; er byggður upp á gamla mátann úr grjóti og torfusneplum og reft yfir. Það mætti svo sem skýla hrossum þarna inni og er held ég enn gert ef að kreppir af Goðdalabændum, en afleitlega væri sá maður staddur ef kofinn væri honum betra skýli en úti. Hann er líka úrleiðis miðað við bílaleiðir og jafnvel sleðaleiðir líka, en liggur betur við reiðleiðum. Ég hef ekki verið með GPS-tækið í vasanum þegar ég hef labbað þarna við og hef því ekki hnit á hann, en úr því mætti bæta ef þú óskaðir eftir, því það er í sjálfu sér ekki mikil töf að því að skreppa niður að honum ef menn eru t.d. á leið að Skiptabakka héðan úr Skagafirði. Láttu okkar hér vita ef þér væri þægð í því að við athuguðum þetta betur. Þú átt annað eins skilið fyrir að hafa gefið bókina góðu út.
29.02.2004 at 17:07 #496708Jú það mun vera réttur skáli hjá þér Ólsari, Þeir bændur að Goðdölum hafa verið alvarlega að velta fyrir sér, að gera upp skálann að nýju.
Þessi skálalisti var svona birtur í gríni og alvöru, og veit ég alltof lítið um þá sjálfur. Ætlaði ég að leyfa ykkur að spreyta ykkur aðeins á þeim, áður en þið fengjuð að vita fleira um þá. En þær upplýsingar sem mig vantar, eru GPS, eiganda, og fleira í þeim dúr.Hraunlækur, á Goðdalafjalli. Gamall gangnamannaskáli og forveri Skiptabakkaskála.
Illagilsmosar ???????
Rauðborgarkofi í Ódáðahrauni.
Bjarnarhýði við Hvíldarkletta vestan Hornbrynju
Hraksíða Við Jökulsá í Fljótsdal, na af Snæfelli, Þessi skáli hefur gengið undir fleiri nöfnum svo sem Hrakstrandarkofi.
Fjallagjárkofi, í Fjallagjá, Ódáðahrauni
Við Kollóttuöldu ???, Ódáðahrauni
Dragakofi
Milli Kollóttufjalla og austari Skógarmannafjalla, Ódáðahrauni, í umsjá vélsleðamanna á Húsavík.
Þetta er allt og sumt sem ég þekki til skálana. Svo gaman væri að fá að vita fleira um þá.
Jón Snæland.
29.02.2004 at 17:07 #490126Jú það mun vera réttur skáli hjá þér Ólsari, Þeir bændur að Goðdölum hafa verið alvarlega að velta fyrir sér, að gera upp skálann að nýju.
Þessi skálalisti var svona birtur í gríni og alvöru, og veit ég alltof lítið um þá sjálfur. Ætlaði ég að leyfa ykkur að spreyta ykkur aðeins á þeim, áður en þið fengjuð að vita fleira um þá. En þær upplýsingar sem mig vantar, eru GPS, eiganda, og fleira í þeim dúr.Hraunlækur, á Goðdalafjalli. Gamall gangnamannaskáli og forveri Skiptabakkaskála.
Illagilsmosar ???????
Rauðborgarkofi í Ódáðahrauni.
Bjarnarhýði við Hvíldarkletta vestan Hornbrynju
Hraksíða Við Jökulsá í Fljótsdal, na af Snæfelli, Þessi skáli hefur gengið undir fleiri nöfnum svo sem Hrakstrandarkofi.
Fjallagjárkofi, í Fjallagjá, Ódáðahrauni
Við Kollóttuöldu ???, Ódáðahrauni
Dragakofi
Milli Kollóttufjalla og austari Skógarmannafjalla, Ódáðahrauni, í umsjá vélsleðamanna á Húsavík.
Þetta er allt og sumt sem ég þekki til skálana. Svo gaman væri að fá að vita fleira um þá.
Jón Snæland.
29.02.2004 at 17:28 #496710Blessaður Jón.
BJRHID Bjarnarhíði. (Hvíldarklettar v/Hornbrynju)
E. 10 m. O 6450,853 1451,507 HYS 670Þetta er 10 manna einkaskáli, en opinn samkv. mínum uppl.
Hina kofana hef ég ekki, nema hvað Hraksíða muna vera 9 manna opinn leitarmannakofi við Jökulsá í Fljótsdal, NA af Snæfelli, á Atlaskorti 95.
Kv. Sverrir Kr.
29.02.2004 at 17:28 #490128Blessaður Jón.
BJRHID Bjarnarhíði. (Hvíldarklettar v/Hornbrynju)
E. 10 m. O 6450,853 1451,507 HYS 670Þetta er 10 manna einkaskáli, en opinn samkv. mínum uppl.
Hina kofana hef ég ekki, nema hvað Hraksíða muna vera 9 manna opinn leitarmannakofi við Jökulsá í Fljótsdal, NA af Snæfelli, á Atlaskorti 95.
Kv. Sverrir Kr.
29.02.2004 at 18:05 #490130Vissulega væri það gaman, ef menningarverðmætum eins og Hraunlækjarkofanum yrði haldið við. Merkilegt hvað þetta hefur staðið af sér ár og aldur og sama má segja um gamla borghlaðna kofann við Orravatnsrústir, hinn upphaflega Rústakofa. Hér um slóðir eru reyndar fleiri kofar, sem eru ekki mikið í umræðunni, svo sem Lambatungnakofi gegnt Vesturdalsrunu, norður af Lambafelli, Keldudalskofi, en sá dalur gengur í SV frá Jökulsá austari, sunnan Sperðils og norðan Jökuldals.Einhverntíma var líka kofi í MIðhlutarstykkinu, en þar hef ég allavega ekki komið og þekki það ekki sjálfur. En þessir Illagilsmosar vefjast fyrir mér, enda er aldurinn farinn að segja til sín í minninu. Hef reyndar ekkert farið um svæðið austan Núpahrauns, þar sem mig grunar helst að þeirra sé að leita, en þetta veist þú náttúrulega allt saman. Ekki getur það skeð að þetta sé annað nafn á Fossgilsmosum?
kv.
29.02.2004 at 18:05 #496712Vissulega væri það gaman, ef menningarverðmætum eins og Hraunlækjarkofanum yrði haldið við. Merkilegt hvað þetta hefur staðið af sér ár og aldur og sama má segja um gamla borghlaðna kofann við Orravatnsrústir, hinn upphaflega Rústakofa. Hér um slóðir eru reyndar fleiri kofar, sem eru ekki mikið í umræðunni, svo sem Lambatungnakofi gegnt Vesturdalsrunu, norður af Lambafelli, Keldudalskofi, en sá dalur gengur í SV frá Jökulsá austari, sunnan Sperðils og norðan Jökuldals.Einhverntíma var líka kofi í MIðhlutarstykkinu, en þar hef ég allavega ekki komið og þekki það ekki sjálfur. En þessir Illagilsmosar vefjast fyrir mér, enda er aldurinn farinn að segja til sín í minninu. Hef reyndar ekkert farið um svæðið austan Núpahrauns, þar sem mig grunar helst að þeirra sé að leita, en þetta veist þú náttúrulega allt saman. Ekki getur það skeð að þetta sé annað nafn á Fossgilsmosum?
kv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.