Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvar er best að versla GPS
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2003 at 18:29 #192064
Sælir félgar mig vantar að vita hvar sé best að
versla GPS tæki og hvaða tæki séu best…
Hvort það sé önnur verslun en Aukaraf, sem gæti haft
betra úrval… -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.01.2003 at 18:48 #467138
Sæll
1. Þú verslar ekki GPS. Þú kaupir það eða selur. [afsakaðu málnotkunarleiðréttinguna]
2. Ég mæli ekki með Aukarafi. Þar er dýrt að versla auk þess sem þeir eru með Magellan staðsetningartæki.
3. R. Sigmundsson eru með Garmin staðsetningartæki. veffang þeirra er http://www.rs.is. Ég mæli sterklega með Garmin-tækjunum. Þau eru mjög einföld í notkun og flestir eru með þannig tæki. Því ættu öll samskipti eins og punktaskipti að vera þægileg.
4. Ódýrasta leiðin til að kaupa staðsetningartæki er að gera það í Fríhöfninni.
Vonandi hef ég svarað spurningum þínum til fulls. Þó vil ég minna á að væntanlega munu ofstopamenn svara svari mínu og telja það bull. Þetta eru trúarbrögð eins og allt annað í þessu efnisheimi. Sem dæmi um Garmin vs. Magellan má nefna PC-tölvur vs. "Makki".
Í lokinn skaltu athuga að staðsetningartækið er eitt það mikilvægasta sem þú tekur með á fjöll og því skal val á því vandað.
kveðja, Björn O
27.01.2003 at 18:48 #467140Farðu í R.Sigmundsson eins og 90% jeppamanna, þar færðu Garmin GPS tæki og pottþétta þjónustu í kaupbæti!
27.01.2003 at 20:53 #467142Talaðu við Rikka hjá R. Sigmundssyni. Hann reddar öllu varðandi GPS.
Í mínum huga kemur ekkert til greina nema Garmin.
Er með Garmin GPSMAp 162 en mundi fá mér í dag Garmin GPSMap 182C.
Kveðja,
R-2170.
27.01.2003 at 20:58 #467144Sælir
Ég hef notað hin ýmsu Garmin tæki og verið ánægður með þau öll . Einnig hef ég alltaf fengið topp þjónustu í R. Sigmundsson.
Varðandi hvaða eiginleikum tækið sjálft á að vera búið fer eftir því hvernig þú ætlar að nota það.
1. Ætlarðu að labba með tækið?
2. Ertu með tölvu í bílnum?
og svo framvegis.
Þeir í R. Sigmundsson munu ráðleggja þér vel og segja þér alla kosti og ókosti hvers tækis. Einnig eiga þeir allt sem þú þarft til að festa tækið í bílinn.
Einnig er kostur að margir af þeim sem þú hittir á fjöllum eru með Garmin tæki og geta leiðbeint þér ef þú ert í einhverjum vandræðum.
Kveðja Fastur
27.01.2003 at 21:15 #467146Ég er svosem sammála því að Garmin séu bestu tækin en hinnsvegar hefur verðið á þeim ekki verið miðað neitt við gengi dollara nema til að hækka verðið.
Dollarinn hefur hríðfallið í vetur (78kr í dag) en eitthvað hefur gengið rólega hjá fyrirtækjum sem eru að selja okkur vörur og búnað sem er fluttur inn frá USA að verðin séu í samræmi við gengið en allir eru fljótir að hækka þegar gengið fer upp.
Dekkjalagerinn er eina fyrirtækið sem ég man eftir sem selur vörur á "réttu" verði og selja víst vel.
Hlynur R2208
27.01.2003 at 22:47 #467148Sko. Ég var að heyra að magellan tækin hafi verðið
fyrst til að hafa íslandskort og það hafi liðið nokkur ár
þangað til að garmin kom með sitt.Tækin sem ég hef mestan áhuga á eru Magellan Merridian
og Garmin GPS map76s, Garmin navigator.Það eru tæki sem eru nothæf við fleiri aðstæður. Auðvelt
að koma fyrir jafnt á sleðanum og í bílinn. svo er hægt að
hafa það með á rjúpu. Þegar ég er að bera saman þessi tvö tæki á netinu finst mér þjónustan á heimasíðu aukarafs betri. Maður getur lesið um alla fítusa (á íslensku) Svo er hægt að fá Magellan tækið með litaskjá. En hinsvegar eru engin verð gefin upp og ég held þar af leiðandi að þau séu soldið dírari.
29.01.2003 at 22:30 #467150
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
Ég er með Meridian Platinum með korti og kemur hann vel út .
Hann kostaði 59 900. kortið 14 900.
Þetta var næst dýsasta tækið ,Marine er dýrara en ætlað meira til notkunar á sjó. Meridian Color er ný komið og er hliðstæt Platinum en er í lit og kostar á tilboði 66 225.
Munur á Garmin og Magellan tæknilega séð er að ég held ekki mikill.
Ástæðan fyrir því að fleiri eru með Garmin er sú að hann er búin að vera lengur á markaðinum hér heima en Mangellan. Það var að vísu umboð til hérna en það var bara nafnið þanga til að Aukaraf tók við því og þeir gera það að því sem það er í dag.
R.Sigmundsson sinnti ekki Garmin vel fyrr en þeir fengu samkeppni og þeir áttuðu sig á því að það væri markaður fyrir þessi tæki hér.
Ég þekki R.Sigmundsson frá fornu fari frá því að maður var með siglingar og fiskileitar tæki frá þeim og fleiri tæki sem eru notuð til sjós og þurfti að hafa mikil samskipti við þá. Reinslan af þeim er frábær, vilja allt fyrir mann gera, sé það í þeirra valdi.
Ég hef átt samskipti við Aukaraf og hef sömu sögu að segja af þeim.
Þannig að hvað þjónustu snertir eru þessi fyrirtæki mjög sambærileg. Þetta er mín reinsla , hvað aðra snertir veit ég að sjálfsögu ekki.
Ræddu við báða aðila og berðu saman sambærileg tæki og farðu eftir því.
Með punta þá er hægt að færa þá á milli tegunda án vandræða. kv S B.
29.01.2003 at 23:16 #467152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með magellan og búin að nota það í 3 ár
hef ekki orðið var við nein vandamál.
get ekki kvartað undan þjónustu aukarafs
varðandi GPS. ég er með magellan 315 sem er ódyrt tæki eitthvað um 30 kallinn í dag var á um 24 þegar ég keypti það þetta er mjög lítið og nett tæki festist í bílrúðuna með sogskálum (festingin)
og getur tengst við laptop. er líka fínt í göngu ferðirnar
sameinar göngu og jeppamenskuna, ekkert vandamál
hefur verið fyrir það að tengjast tunglum þó að ekki sé hægt að hafa svepp úti á bílnum……ekki er vandamál að færa skrár frá garmin yfir í magellan!…..
kv
ferupp
30.01.2003 at 00:22 #467154Hvernig verður það ef Bush fer að bomba Saddam Hussein – haldið þið að hann fari ekki að rugla GPS kerfið um leið ?
Þið munið væntanlega að GPS kerfið var haft ruglað þar til gamli Bush fór að reka Saddam úr Kúveit og komst að því að skortur var á GPS tækjum með afruglun. Til að bjarga málunum hættu þeir að rugla og allir fengu venjuleg Garmin og Magellan – og þeir sem kunnu á tækin rötuðu heim.
Er þetta ekki nóg ástæða til að f4x4 fari í mótmælaaðgerðir ?
Wolf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.