Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvar er best að kaup rafgeyma? Þurra? Blauta?
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
16.11.2006 at 23:51 #198982
Nú er frostið farið að láta á sér kræla og lítur út fyrir að rafgeymafjandinn sé að dauða kominn hjá manni. Nú er spurning hvernig geyma á maður að fá sér og hvar?
þ.e. var að spá í að hafa tvo nógu fjandi stóra (er á Land Rover Defender 110). sem má troða undir bílstjórasætið.
Á maður að fara í þurrgeyma? Blautgeyma?
af hverju?Alla upplýsingar og tillögur eru vel þegnar.
P.s. ég vil bara nóg rafmagn hvort sem er í start..spil eða annað sem þarf að nota rafmagnið í.
með fyrirfram þökk ágætu félagar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.11.2006 at 11:02 #568410
Þeir geymar sem hafa reynst mér best í bátnum mínm, en þar reynir verulega á þá, eru frá fyrirtæki sem heitir Delphi – þetta eru lokaðir sýrugeymar. Tveir aðilar flytja þetta inn svo ég viti, annar þeirra er Stilling og hinn er Bílabúðin, Freyjugötu 9 á Sauðárkróki, versl.stj. heitir Benni og hefur símann 455 4570
17.11.2006 at 11:36 #568412Ég mundi nú ráðleggja þér eindregið frá því að hafa blessaðan geyminn inn í bílnum. Það myndast vetnisgufur útfrá geymum þegar þeir hlaðast og hana er ekki nokkrum manni hægt að bjóða vilji hann halda lífi. Svo er þetta ekki gott upp á að lenda í slysi eða eitthvað álíka því að geymasíran er ansi skæð skilst mér. Ekki veit ég samt hvort að þetta er standard að hafa geymana inní LandRover eða ekki en mér finnst þetta ekki sniðug hugmynd.
Haffi.
17.11.2006 at 11:40 #568414Mér finnst svolítið háskalegt að hafa þetta undir sætunum. En annars veit ég ekki hvaða rafgeymar hafa verið að reynast best.
17.11.2006 at 12:57 #568416Reyndar er þetta standard í LR Defender
þ.e. geymirinn er undir sætinu, eða réttara sagt. þegar botninum úr sætinu er kippt upp er hægt að opna box þar undir sem hýsir geyminn.svona er þetta víst búið að vera frá ómunatíð..;o)
en spurningin er hvaða geymar séu bestir…
og svo hvað hægt er að koma í boxið…
17.11.2006 at 14:40 #568418rafgeimar hafa nú einnig verið standard staðsettir undir aftursætum á Audi. ég myndi hlusta á Ólsarann. Nema þú viljir Caterpillar sem hefur nú verið talinn Rolsinn hjá trilluköllum, ekki rétt Þorkell
17.11.2006 at 15:35 #568420Jú, þetta er svona "legend" Snæland, með Caterpillar, enda er verðlagningin í samræmi við það. En ég held að rafgeymar sem eru að gera sig hjá okkur trillukörlum dugi við flestar aðstæður, því það er stundum gengið ansi nærri þeim í bátunum.
kv.
17.11.2006 at 15:51 #568422Ég er með tvo 70ah geyma undir sætinu ( sem er original staðsetningin fyrir einn 70 ah í LR Defender 110 CSW. Hólfið er loftræst original ) Í hólfinu eru einnig tengingar og bakhliðarnar á höfuðrofum sem taka sitt pláss ásamt sjálfvirkum hleðsludeili sem sér um að báðir geymar eru ávalt í topphleðslu. Aukageymirinn er þannig tengdur að ég þarf að slá inn höfuðrofan til að nýta hann. þannig er aukageymirinn alltaf ósnertur ef ég td. gleymi ljósum á eða olíufýringunni ásamt miðstöð, sem vill henda. Ég er með 3 höfuðrofa: einn fyrir allt rafmagn, annan fyrir aukageyminn og þann þriðja fyrir spiltengi/kaplatengi. Hleðsludeilirinn býður upp á sjálfvirka tengingu við aukageyminn og/eða fjarstýrða. Það verður að segjast eins og er að það er óttaleg pína að koma geymunum fyrir og þurfti ég að smíða nýjar festingar (spennuna yfir geymana)
Kveðja
Steini
17.11.2006 at 16:19 #568424Ég mæli með Rafgeymaþjónustunni í Hafnarfirði…….
Eru ekki öll hólf í LR loftræst original?
17.11.2006 at 21:31 #568426Það er rétt hjá þér öll rými í Land Rover eru með innbyggðu vökvunarkerfi, loftræstingu og dreni. Að auki er gott að safna drykkjarvatni í gólfin á þeim. þetta eru líklegast svona – survival fídusar! Þá er fátt jólalegra en nýfallin mjöll á sætunum nema ef vera kynni skaflarnir á gólfunum! En mikið aga- og gasalega hljóta þetta að vera góðir jeppar úr því maður lítur framhjá þessum smávægilegu göllum.
Steini
17.11.2006 at 21:39 #568428..jæja ég gat ekki beðið lengur með þetta..
fékk mér einn 110A geymi í Skorra.
Fljótir að henda honum í.
Það hefði þýtt smá bras að setja tvo 95A í..s.s. að flytja lagnir etc.En það er bara að smella í þessu næst.
En það er opið niður úr rafgeymakassanum undir sætinu.opið niður…vel útlofað…4 stk 5mm göt..
þannig að inn og útloftun ætti nú að vera næg.En takk fyrir kommentin ágætu félagar…þetta er eins og ávallt snilldar spjallþráður..
;o)
P.s. það er eins með Landrover og góða konu, maður lítur á heildarmyndina..og lítur framhjá smávægilegum skapgerðargöllum og heldur henni af því að það er einfaldlega ekkert betra á boðstólnum :oÞ
17.11.2006 at 21:40 #568430Ég fór aðeins í gegnum þetta "geym" um daginn, mér skilst að ef geymarnir frá Stillingu tæmast þá er aðeins hægt að ná þeim upp með "hleðslutækinu þeirra". Henta því t.d. varla ef þú ert t.d. með spil eða ef Landinn lekur (rafmagni!).
Ingi
17.11.2006 at 22:04 #568432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég heyrði einu sinni af manni sem velti landrover á hvolf og sat fastur i bílnum i einhvern tima….. á meðan láku geymarnir syru sem endaði i andlitinu a manninum og varð hann blindur vegna þessa……
þanni g að eg myndi ekki hugleiða neitt annað enn þurrgeyma í svona bila þar sem þetta er staðsett innandyrakv Mikki.
18.11.2006 at 00:30 #568434Ég heyrði einusinni af manni sem ók Mitsubishi, og það var keyrt aftan á hann, og hann hefur aldrei jafnað sig í bakinu síðan, þannig að ég myndi aldrei aka Mitsubishi þar sem aðrir bílar geta verið fyrir aftan.
18.11.2006 at 01:33 #568436þá er annað, ég er með 4runner sem er vonlaust að koma aukageymi í.
Hversu gáfulegt er að setja rafgeymi td í ál eða stálkassa undir bílinn að aftan, þolir blautgeymir það í venjulegu jeppaálagi?
18.11.2006 at 13:32 #568438Flest slys vegna rafgeyma verða reyndar vegna vankunnáttu eða rangra vinnubragða á kyrrstæðum bílum. Þetta gerist helst við ísetningu eða þegar verið er að vesenast með kappla. Þá sá ég eitt sinn festingu sem hafði sennilega losnað og runnið til, kortslúttað milli pólanna með tilheyrandi eyðileggingu. En hættulegasta staðsetning á rafgeymi hefur sýnt sig vera í framhorni undir vélahlíf (þar sem flestir geymar eru). Vegna þess að við harðann árekstur getur geymasýra komist úr oft brotnum eða sprungnum geymi gegnum brotna framrúðu í andlit ökumanns og farþega. Lokið á rafgeymahólfi LR Defender er tryggilega lokað og er með þéttikannti þess utan er stálbotn í sessunni. Menn þurfa einungis að gæta þess að lokið sé tryggilega lokað (ath hægt að læsa eða splitta)
Steini
18.11.2006 at 17:44 #568440Ég mæli með að þið athugið rafeimana hjá mínum gömlu félögum í varahlutaverslun Toyota. þeir eru með geima sem hafa reynst mér vel og á fínu verði. þetta eru lokaðir syrugeimar. Ég ætla þangað eftirhelgi og kaupa geimi í frúarbílinn, Gamli orginal geimirinn entist í 12 ár, það er óeðlilega góð ending.
Catepillar Geimarnir þykja bestu geimarnir en þeir eru dyrir og í undarlegum stærðum. Catepillarinn er með betri festingar á sellunum af öllum geimum og þola ótrúlega hristing og illa meðferð rafmagnslega séð. þeir eru góð kaup ef maður tímir og hefur möguleika á að nota þessar skrítnu stærðir. Ég var með Catepillar í Pólbílnum og þeir voru góðir.
18.11.2006 at 19:48 #568442Deta rafgeymar hafa mikla reynslu. Deta er stærsti lyftarageyma framleiðandi í heimi. Deta fæst hjá Olís.
Kveðja
Þengill
18.11.2006 at 21:53 #568444Vert er að skoða líka geyma frá Vetus.nl, þetta eru lokaðir bátageymar og innihalda ef ég man rétt gelsýru….???? Alla vega þá hef ég notað þessa geyma og þola þeir misþyrmingu þ.e. spil.
Verðið á þeim er:
108 amper 13.200,- án vsk.
70 amper 9.500,- án vsk.Þetta er í raun mjög gott verð þar sem góðir geymar eru einfaldlega mjög dýrir. Ég er ekki endilega sammála því að Cat….. séu þeir bestu, var með svoleiðis og jú þeir voru mjög góðir en hvað er best?
Siggi vinur minn er að selja þessa geyma og hægt er að ná í hann í síma 8614043 til að fá frekari uppl.
20.11.2006 at 00:20 #568446má nota svona geymi sem aðalgeymi í bíl?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.