This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Heiðar Steinn Broddason 13 years ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
ég veit ekki hvernig ég á að byrja en mér finnst ekkert vera að gerast innan klúbbsins í þeim málum sem eru hvað heitust hjá Elítunni nú. Eða Ferðafrelsi, Náttúruvernd, Illur akstur utan vega, Þjóðgarðar, Geo Park, eða hvað þetta nú heitir allt saman.
Er verið að gera EITTHVAÐ og þá hvað ??
Er allt að lognast útaf þegar við ættum að vera hvað sýnilegastir í okkar baráttu gegn þessum OFURÖFLUM ég bara spyr ???
Við megum ekki gleyma sögunni um Davíð og Golíat !!!
Hvað er BARÁTTUÞREKIÐ ????
Það verður að leifa fólki að fylgjast með vera sýnilegir með allt sem er verið að gera. Einnig tek ég sterklega undir þá ósk Ólafs Magnússonar sem hann bar upp á fundi hér hjá klúbbnum um að við ættum að ráða Lögfróðan mann sem yrði bara í því að berjast fyrir okkar málstað og reyndar svo margra annara, mann sem hefði okkur að leiðarljósi og væri í því ekki frá 09:00 – 17:00 heldur frá 07:30 – 18:00 og hálftími í mat að berjast í þágu Ferðafrelsis og Náttúru !!!!!
Einnig þyrfti hann að hafa með sér mann ekki í fullu starfi heldur svona eftir þörfum. Veit ég um góðan mann innan Klúbbsins sem er vandvirkur, nákvæmur og góður drengur sem ætti þá að vera bara í þessu en ekki í öðrum störfum klúbbsins (Litlu nefnd) og er ég að meina áðurnefndan Ólaf Magnússon, ég er ekki að meina að hans starf innan klúbbsins væri það mikið að hann gæti ekki sinnt sinni vinnu. Þegar ég heyrði Ólaf fyrst bera upp þessa tillögu var ég svo nýr í þessari umfjöllun allri að ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins og þá hvort ég ætti að styðja það eða ekki, síðan þá er ég búinn að hugsa og hlusta mikið svo mikið að ég sé ekki aðra leið ef við ætlum að hafa okkur eitthvað í frammi í þessari BARÁTTU !!!!!!
Eins þarf að finna fyrirtæki og þau eru nokkur tel ég sem myndu styðja þessa baráttu, fjárstyrki sem hugsanlega myndu borga manninum einhvern hluta launanna ef til vill öll. Gæti verið hvata stýrt því meiri peningur myndi fást því meiri laun fyrir hann (Bónus), en vissulega að einhverri upphæð, fengi ekki allt
Það rekur hvert málið á fjörurnar og hver öðrum furðulegri öll í þeim dúr hvort sem er með vilja eða ekki að skerða svo um munar frelsi okkar Jeppamanna til ferðalaga, en tíminn flýgur og flýgur frá okkur ef ekkert er að gert. Við verðum að taka höndum saman og berjast með kjafti og klóm ef nauðsin þykir og berjast á mót þessum sterku öflum.Hvernig er með þá menn sem eru búnir að vera að berjast hvað ötulast í mörg mörg á eins og Guðmund G Kristinsson, Jón Snæland, Snorra Ingibergsson, Sveinbjörn Halldórsson, Dag Bragason, Benedikt Magnússon on nú síðast en ekki síst Laila Margrét Arnþórsdóttir svo einhverjir séu nefndir en þeir eru margir fleiri. Við erum búir að missa Guðmund og eitthvað er að minka hávaðinn í hinum, verðum við ekki bara að gefa þessum mönnum sem vilja berjast fyrir Klúbbinn lausann tauminn því að við VITUM að þeir hafa hag klúbbsins fyrir brjósti.
Verum sýnileg snúum bökum saman og berjumst öll sem eitt og eitt sem Þúsund !!!!!!
You must be logged in to reply to this topic.