Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvar endar þetta…
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.09.2006 at 10:08 #198622
Nú er búið að eyðileggja daginn fyrir mér 😉
–
Maður er rétt byrjaður á 49″ breytingu þegar maður sér þetta. Koma á markaðinn eftir 6 vikur segir sagan. Jæja ætli það sé ekki best að fara og finna sér ennþá hraustari hásingar…
–
Bjarni G.
–
Frá vinstri til hægri:
44″ Bogger -> 47″ LTB -> 49″ IROK -> 54″ Bogger -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.09.2006 at 10:19 #561464
Ég verð nú að taka undir…… Þetta er bara ekki hægt.
En annars hef ég verið reglulega spurður að því hvað komi næst á eftir 49" Ford….
Nú vitiði það – ég á bara eftir að finna bílinn ofaná þetta…..
Benni
26.09.2006 at 10:25 #561466Eru ekki búkollur og peilóderar á ennþá stærri dekkjum? Ætli verði hægt að fá slíkt að góðum kjörum, þegar dregur úr "framkvæmdum" fyrir austan?
-Einar
26.09.2006 at 10:25 #561468er kominn ástæða til að skoða eitthvað nýtt, passa þessi ekki flott undir Fordinn. ?
Agust
26.09.2006 at 10:29 #561470Ég er ekki viss um að hnén á þér þoli meiri hæð síðan ég sá þig skakkan og skældan eftir að hafa hoppað niður úr Fordinum um daginn….
26.09.2006 at 10:37 #561472Með mikla lofthæð og aðdráttaraflið,er ekki komin tími á að setja hringstiga úr rústfríu á himnafarið sem mýkir lendinguna á jörð,eða flotta lyftu með útsýnisgluggum og neonljósum,það væri tilkomumikil sjón að sjá For(d)manninn koma inn til lendingar við Setrið með slíkan búnað.
Stærri dekk yngri konur,meira Visky,,,, eða þannig sko.
Klakinn
26.09.2006 at 10:50 #561474Fær maður ekki blóðnasir svona hátt uppi?
26.09.2006 at 11:58 #561476Vinsamlegar fréttir.
Tek undir. hvar endar þetta.
hvað er langt þangað til við verðum komin með bigfoot
tæki í jöklaferðir ? maður baa spyr. þeir trukkar ættu nú að fljóta aðeins..
38" bílar eru oðnir eins og óbrettir fólksbílar
þetta er alveg magnað.
26.09.2006 at 12:44 #56147826.09.2006 at 12:52 #561480Koma hingað [url=http://www.backcountryjournal.com/Plateauyo504.jpg:38h2dh75][b:38h2dh75]sjá hér[/b:38h2dh75][/url:38h2dh75] allavega væri hann örugglega flottur á 49"
26.09.2006 at 12:54 #561482[img:16bd5vgl]http://www.backcountryjournal.com/tex3.jpg[/img:16bd5vgl]
En hvað ætli hann sé þungur……
26.09.2006 at 13:04 #561484Til að svara Jóhannesi: 2007 árgerð af [url=http://www.4wdandsportutility.com/features/jeep/0604_4wd_2007_jeep_wrangler_unlimited_4door/:2hb9d9pe]Jeep Wrangler Unlimited[/url:2hb9d9pe] verður fjögurradyra og dísel vél verður í boði, utan USA, líklega 2.8 lítra VM vélin sem er í Jeep cherokee/liberty.
[img:2hb9d9pe]http://www.4wdandsportutility.com/features/jeep/06044wd_z+2007_Jeep_Wrangler_Unlimited+Front_Drivers_Side_View.jpg[/img:2hb9d9pe]-Einar
26.09.2006 at 13:25 #561486Það væri kannski aðeins meiri flóra hér á markaðinum ef ef svona trukkur kæmi hér á land,en svona miðað við stærð á þessum ford,þá þykir mér vanta fleiri hesta í hann.
——————————
Einar,,þessi Wrangler á eflaust eftir að slá í gegn í Ameríku,en hins vegar er ég ekki viss um að hann verði það vinsæll hér.
Nema ef það væri hægt að breyta honum þess meira.Vélin ætti örugglega að lofa góðu.
En mér þykir sá rauði meira Töff,þó væri ég til að eignast þennan 2007 árgJóhannes
26.09.2006 at 13:26 #561488þingt á Ford f650 frá 9 tonum til 13 tonna
Standard F650 Equipment: Below is the list of standard options that the F650 truck comes with.
. Cummins 5.9L Turbo Diesel
. Allison RDS 3000 6-speed Transmission
. XLT Trim Package
. 4.88 Axle Ratio
. Chrome Front And Rear Bumpers
. Two-tone or Solid Leather Interior
. Air-Conditioning
. Dual 107gal Stainless Steel Fuel Tanks
. Custom King Shocks
. Power Windows And Locks
. DVD Navigation W/ Rear-Mount Camera
. Entertainment Pacakge Ft. 3 TVs
. Premium Sound Incl. Sub(s) and Amp(s)
. CD Player
. Remote Start
. Billet Grill
. Class V Receiver
. 40" Sunroof
. Chrome Mirrors And Handles
. Euro Style Tail Lights
. Alcoa 22.5" Wheels And Covers
. Goodyear Unisteel G159 Tires 22.5 x 8.25
. Tinted Windows
. Chrome Triple Train Horns
. 18,500lb Air Suspension Cap.
. Daytime Running Lights
. Line-X Bed Liner
. 26,000lbs. GVWR
kv,,,MHN
26.09.2006 at 13:30 #561490Það er athyglisvert að Ford skuli setja cummings vél í þetta. Af hveju skildi það vera?
Benni hvenær á að taka tunnugrindina? hún endar bara á Raminum með þessu áframhaldi
26.09.2006 at 13:31 #561492[u:28c587k4][b:28c587k4][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Gross_vehicle_weight_rating:28c587k4]GVWR[/url:28c587k4][/b:28c587k4][/u:28c587k4] er heildarþungi. Kaninn er einhverrahlutavegna ekki gjarn á að gefa upp eiginþyngd sem er þá heildarþungi mínus burðargeta.
-haffi
26.09.2006 at 13:36 #561494Það eru ekki margir jeppar eftir, sem eru með hásingar og grind. Rubicon kermur með [b:2krea59b][url=http://www.jeep.com/wrangler/models/rubicon.html:2krea59b]Dana 44 og loftlæsingum framan og aftan,[/url:2krea59b][/b:2krea59b] millikassa með 1/4 í lága (skriðgír). Það eru nokkrir svona bílar hér.
Með Unlimited utgáfunni kemur lengra hjólabíl, sem er oft kostur í snjóakstri. Ég veit ekki um neinn nýjan jeppa sem hentar jafn vel breytinga fyrir 38". Það þarf ekki að skipta út bremsum og styrkja hjólabúnað eins og á barbí og takómu, og hann er nægilega léttur til að fljóta í snjó á 38" Læsingar fylgja frá verksmiðju, hann kemur á 4.1 drifhlutföllum og það er gríðarlegt framboð af hlutföllum í dana 44.-Einar
26.09.2006 at 13:43 #561496Þessi Wrangler náttúrulega bara snilldartæki, nánast fullbreyttur út úr verksmiðju, eina sem vantar eru dekkin.
Verð illa svikinn ef að menn hér kaupa ekki svona bíl til breytinga.
Reyndar hefur verðið á Wrangler alltaf verið frekar hátt og það er kannski þess vegna sem menn veigra sér að kaupa þá hér.
Kv.
Glanni
26.09.2006 at 14:07 #561498en ég efa að það sé dana 44 undir þessu, frekar 27 eða 30 eins og er orðin standard í flestum bílum frá jeep.
26.09.2006 at 14:14 #561500Tek undir með ykkur með þennan bíl, af hverju skyldi hann vera svona lítið fluttur hingað til lands? Er það út af húsinu, sem sumir úrtölumenn segja að sé of veikbyggt? Ekki veit ég. En þeir hjá Daimler -Chrysler kynntu í fyrra eða hitteðfyrra prototypu af bíl, sem þeir kölluðu Jeep Rescue. Hann var byggður á grind úr Ram 1500, með hásingar á báðum endum, Cummins-diesel ve´lina með þriðjukynslóðar common rail, læsingum á báðum drifum, mig minnir Dana 60 að aftan (man það ekki alveg). Þessi bíll var ekkert svo gasalega þungur. Skyldi hann einhverntíma fara í framleiðslu?
26.09.2006 at 14:20 #561502Þeð er þrennt sem hefði líklega stoppað mig frá því að kaupa Wrangler Rubicon ( ef ég á annað borð væri að kaupa nýjan bíl), plássleysi, stutt hjólabil og skortur á dísel vél. Allt þetta lagast með 2007 árgerðinni. Nú er bara að veðsetja húsið! Annars er ég bara helvíti sáttur við núverandi bíl, en það er hætt við að hann endist ekki endalaust.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.