FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hvannadalshnúkur

by Sigurður Ásmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hvannadalshnúkur

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.03.2006 at 18:22 #197513
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member

    Sælir félagar.
    Við nokkrir vinnufélagar erum að skipuleggja að fara á Vatnajökul og ganga á Hvannadalshnúk, einhverntíman í vor þegar viðrar vel.
    Getur einhver gefið mér upplýsingar um hvar er best að fara á jökul (dagsferð á jökli með göngutúr), hvar er hægt að fá inni í skála við jökulrönd og hvenær er best að fara uppá færð og veður.
    Ef einhver er með góðar upplýsingar þá gef ég honum mail og síma svo við getum rabbað um þetta.
    Kveðja Siggias

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 10.03.2006 at 21:47 #546118
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Algengast er að labba upp hlíð hnjúksins sunnan megin. Skv. reglum Skaftafellsþjóðgarðs má ekki keyra suður fyrir Hnjúkinn eftir 20. apríl þannig að ef þið eruð eftir þann tíma þurfið þið annað hvort að leggja bílunum við ræturnar norðan megin og ganga suður fyrir eða ganga upp norðurhlíðina. Við vorum nokkur þarna fyrir tveimur vikum og þá sýndist mér vera heldur lítt fýsileg sprunga norðan megin, en reyndar eru oft víða sprungur í honum (minnir á umræðurnar um búnað hér í öðrum þræði). Þegar ég gekk þarna upp í ágúst fyrir nokkrum árum voru tvær nokkuð drjúgar sprungur á vegi okkar sem þurfti að hoppa yfir.
    Við lögðum bílunum á 64 00.559 N/016 40.646 W og gengum nánast upp beint þaðan, en ég held ég fari rétt með að venjuleg gönguleið skásker hlíðina nokkuð vestar. Við vorum hins vegar þarna í mjög góðum aðstæðum og ekki þreytt eftir göngu neðan úr byggð heldur í þörf til að hreyfa á okkur lappirnar og gátum því allt eins tekið brattan beint upp. Eitt sem skipti líka máli var að það var ekki þykkt snjólag á ísnum þannig að það var ekki snjóflóðahætta en að vísu sleipt á köflum þar sem var brattast. Það varð ein sprunga á vegi okkar en ekki breið og auðvelt að skoppa yfir hana. Sjá myndir [url=http://www.mountainfriends.com/html/240206a.html:2svdxiqf]hér[/url:2svdxiqf]
    Ég myndi mæla með að fara fyrir 20. apríl áður en akstursbanntíminn gengur í gildi því þá getið þið líka keyrt yfir öskjuna og út að Hnöppunum og notið útsýnisins þar fram af. Varðandi Gistingu þá er best að gista á Grímsfjalli, en ef færi er gott er alveg hægt að gista í Jökulheimum eða Jöklaseli við Skálafellsjökul.
    Kv – Skúli





    10.03.2006 at 21:51 #546120
    Profile photo of Ingimumdur Sigurmundarson
    Ingimumdur Sigurmundarson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 18

    Ísl. fjallaleiðsögumenn eru að skipuleggja ferð. Ef vanir fjallamenn eru í för þá er hægt að fara á eigin vegum, en menn verða að gæta að öryggi. Mest er hættann á spungum og því þarf að hafa með sér línu, belti, ísaxir og brodda og kunna að fara með þetta. Hægt er tjalda í Skaftafell eða semja um ferðþjónustubændur sem eru víða á svæðinu ef þið viljið sofa í uppábúnu rúmi. Tvær leiðir eru algengastar, það eru Sandfellsleið sem meira aflíðandi og þægileg en lengri og hin er að fara upp Virkisjökull, mun brattari en styttri. Huga þarf vel að veðri og ekki tefla í tvísýnu. Það er mikil munur á veðri í jökli eða niðri í Skaftafelli. En þetta er ótrúlega gaman ef þið hittið á gott veður og vel þess virði að gera þetta einu sinni á ævinni.





    10.03.2006 at 21:57 #546122
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Mig langar aðeins kannski að fara út fyrir rætur þessa þráðar, enn fyrst spurt er um Hvannadalshnjúk og akstur um hann er nefndur í þræði Skúla, langar mig að spyrja þig Skúli hvert er þitt álit á þessu nýja akstursbanni?

    Lúther





    10.03.2006 at 22:26 #546124
    Profile photo of Ingólfur Vilhelmsson
    Ingólfur Vilhelmsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 63

    Hann heitir Einar og er með fyrirtæki fyrir austan sem heitir öræfaferðir og hann fer með hópa á hnjúkinn.





    11.03.2006 at 11:00 #546126
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ef upphafsdagsetning bannsins væri 10 dögum síðar eða 1. maí myndi ég telja það ásættanlegt. Sú dagsetning var í breytingatillögum Samút við reglugerðina og bak við það var samkomulag allra frjálsra félaga sem málið varðar, s.s. 4×4, LÍV, FÍ, Ísalp, Útivist og Jöklarannsóknafélagsins. Það er mjög einkennilegt að þegar öll þessi samtök eru búin að koma sér saman um svona tillögu og allir þokkalega sáttir um hana, að ekki sé farið eftir því, þarna eru fulltrúar allra sem málið viðkemur (fyrir utan að vísu ferðaþjónustuaðila). Mér fannst sjálfsagt að standa að þessari tillögu því þá hefði bannið aðeins gilt á því tímabili sem gangandi umferð er hvað mest á Hnjúkinn, en akstur væri samt leyfður á því tímabili sem akandi umferð er í miklum meirihluta, þ.e. apríl. En þó ég sé ósáttur við þetta frávik frá tillögum Samút hvet ég menn til að fara að lögum og reglum í þessu sem öðru.
    Kv – Skúli





    11.03.2006 at 19:34 #546128
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Heitir bærinn og er næsti bær vestan við Fagurhólsmýri,Einar Sigurðsson heitir sveinninn og gistingu er hægt að fá á Hofi,Freysnesi,Svínafelli,
    Klakinn





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.