This topic contains 88 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2006 at 09:36 #198638
Ég tók mynd af mynd á Samgöngusafninu á Skógum, en átta mig ekki á hvaðan hún er. Glöggir vinsamlegast tjái sig, og geti þess þá um leið hvað fjallið í bakgrunni heitir. Tekið væntanlega um 1930.
Mér tekst ekki að koma myndinni hérna inn eða link á hana, en endilega farið inn á myndasafnið, -Landslagsmyndir.
Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2006 at 18:31 #561924
Þetta er ekki tekið við Álftavatn, ég legg bjórkassa undir það. Þótt það komi ekki vel fram þá er ekki vatn í dalbotninum, heldur er þetta slétta.
Hlynur
04.10.2006 at 18:37 #561926Jökultungur, Torfatindur eða Sáta eru ekki á þessari mynd, og ég nokkuð viss um að þetta er ekki á Rangárvallaafrétti.
Einn hættur að sofa út af þessu.
04.10.2006 at 19:31 #561928ég fann þessa mynd í seríu af myndum teknum af fjallabaksleið syðri og var hún merkt sem hún væri tekin norður af skála við álftavatn, svo ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. hinns vegar er vatnið suður af skálanum og sáta er til vesturs.
04.10.2006 at 19:43 #561930Ég var að tala um myndina sem alt snýst um ekki myndina sem þú settir inn siggias74 Hún er af Rangárvallafrétti, Jökultungurnar eru á þeirri mynd og sjónarhornið eins og þú segir frá
Guðmundur
04.10.2006 at 19:45 #561932[img:jp4ff6vu]http://www.anth.ucsb.edu/faculty/walker/Iceland/Picture5a.jpg[/img:jp4ff6vu]
ég fann þennan vinkil inní mosfellsdal og fannst hann nokkuð líkur gömlu myndinni.
Því miður fann ég þessa mynd ekki í nóg og góðri upplausn.
ef mér skjátlast ekki þá er á þessari mynd skálafell til vinstri múli til hægri og stóra sauðafell í bakgrunn.
04.10.2006 at 21:12 #561934þegar ég var búinn að rýna nóg og lengi á þessa mynd sem ég var að setja inn þá sá ég að þetta er endinn á mosfellinu til hægri, esjan til vinstri, leirvogurinn á milli og móskarðshnúkur í bakgrunn.
var ekki búin að koma fram tilgáta um að þetta væri tekið innaf leirvognum. þetta er bara drulllulíkt.
04.10.2006 at 21:52 #561936hefur örugglega rétt fyrir sér, og tel ég að myndatökumaðurinn hafi staðið ca hér: N65 19.338 W15 40.078. Heljardalsfjall er vinstra megin og Geitafell í fjarska framundan.
[img:1j5t8bxs]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4795/34449.jpg[/img:1j5t8bxs]Myndatökumaður er sennilega innan hringsins.
Út frá þessu korti sýnist mér þetta vera algjörlega augljóst.
Núna er þetta bara spurning um að hjálpa Hlyn með bjórkassannkv
Rúnar.
04.10.2006 at 22:14 #561938Þetta er það lang líklegasta hingað til. Var líka að skoða þetta á korti, og þetta virðist stemma.
Hlynur
ps: Rúnar, bættu staðsetninguni inn á myndina, það hjálpar helling.l
04.10.2006 at 22:27 #561940Þetta skýrir m.a. gróðurleysið á myndinni ef myndin er tekin á þessu svæði. Annars er ljóst að Ljósmyndasafn Reykjavíkur er ekki alveg pottþétt heimild hvað varðar staðfræði gamalla mynda, því á myndinni sem linkað er á hér að ofan af Citroén bílnum að fara yfir brú, er sagt að þetta sé líklega brú á Héraðsvötnum í Skagafirði. Það held ég sé útilokað, því hvergi á þeim stöðum sem brýr hafa verið á Vötnunum er svona stutt í fjallshlíð, auk þess sem brú með svona handriðum var aldrei á Vötnunum það ég veit. Vörubíllinn til hægri á gátumyndinni; getur þetta ekki verið Chevrolet 1929 eða eitthvað kannski eldri en það? Mér sýnist þetta vera GM – grill og sé ekki betur en það séu tvær framfjaðrir langsum, en ekki þverfjöður eins og var í Ford frá þessum tíma. Var að reyna að stækka myndina í tölvunni, en hún verður ansi óskýr við það.
05.10.2006 at 00:01 #561942Hérna er mynd tekin af geitafelli og til austurs. beint á móti hugsanlegum myndasmið sem tók gömlu myndina.
[img:25frpbyp]http://i.pbase.com/v3/54/523654/2/48645702.DSC03472.jpg[/img:25frpbyp]
Þarna er margt sem gæti passað. gamli vegurinn hlykkjóttur upp af nýja veginum og upp í hlíðina, eyrin sem kemur út undan fjallshlíðinni fyrir neðan gamla veginn.
05.10.2006 at 09:09 #561944
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé mjög líklegt að búið sé að finna staðinn og hann sé þar sem Rúnar bendir á eftir upplýsingum Ingvars. Nú þarf bara staðfestingu með mynd eða öðrum heimildum um ferð [url=http://www.listasafnreykjavikur.is/Hafnarhus/syningar/2003/aukasidur/grein_ingu_laru.pdf:2bw25bzj][b:2bw25bzj]Ólafs Magnússonar[/b:2bw25bzj][/url:2bw25bzj] ljósmyndara á þessu landsvæði.
ÓE
05.10.2006 at 10:20 #561946Þetta er búinn að vera einn allra skemmtilegasti þráðurinn lengi og hálf grátlegt ef svarið er komið!
Næstu mynd!
:o)
ÓLI
05.10.2006 at 10:39 #561948Er þetta þá ekki rétti tíminn til að sá fræjum efasemda. Gæti þetta ekki verið vatn í dalbotninum? Miðað við hvað snjórinn virðist þurr og vindbarinn þá gæti hafa verið talsvert frost og rok í dáldinn tíma áður en myndin er tekin. Dalbotninn gæti því verið gaddfreðinn og svartur vegna sandfoks…
–
Bjarni G.
05.10.2006 at 11:41 #561950Sælir!
Í mínum huga hefur lengi verið að gerjast mynd af Möðrudalsöræfunum í sambandi við veginn og sú mynd rímar gersamlega við kortið frá Rúnari hér á undan. Hvað brúna snertir og Ólsarinn kannast ekki við á myndunum hjá Óskari (sama brúin er á báðum myndunum) er ég sannfærður um að er af Öxnadalsá skammt fyrir neðan Bakkasel. Sú brú var síðar flutt á Köldukvísl og enn síðar jörðuð þar einhversstaðar með viðhöfn. Og svo er það önnur saga að rétt er að engin svona brú hefur verið á Héraðsvötnum, en samskonar brú var á Jökulsá vestari hjá Goðdölum og er þá skylt skeggið hökunni. Þá brú reif ég með eigin hendi en pabbi gamli flutti Öxnadalsárbrúna á Köldukvísl þegar hann hafði byggt þá sem enn stendur þótt ekki sé hún lengur í notkun.
Kv; Þ
05.10.2006 at 11:47 #561952Ég er nú persónulega ekki í nokkrum vafa um að Þorvaldur Sigurðsson Jónassonar frá Hróarsdal veit hvað hann er að tala um. Mér finnst líka að sú mynd alveg smellpassi skv þessari lýsingu. En nú þarf að koma með aðra jafn skemmtilega mynd, sem við getum spreytt okkur á. Þetta er búið að vera ansans ári skemmtilegur þráður!
En, meðal annarra orða, er alltaf svo mikið að gera í Hróarsdal að það sé aldrei tími til að kíkja suður undir Hrossatangana?
05.10.2006 at 16:33 #561954Sæll Þorkell!
Þegar maður stundar trúboð suður með sjó er bara tími til að skjótast í mýflugumynd í Skagafjörðinn og moka þar skít og drífa sig suður aftur. En;gott erhjá góðum að eiga heimboð!
Þ
06.10.2006 at 07:56 #561956Þögn sló á mannskapinn, myrkur færðist yfir. Fann einhver (Ingvar ?) út úr myndinni, -á undan mér!
Ég sendi erindi á fjalladyrd@fjalladyrd.is að ráði Ingvars, og bað þau um að kíkja á spjallið okkar. Veit ekki meir.
En þekkir ekki einhver einhvern,
sem er á ferðinni?Við verðum að fá mynd tekna á sama stað og orginalinn.
Öðruvísi fæst ekki endanlega úr þessu skorið.Ingi
06.10.2006 at 08:10 #561958Miðað við að menn séu sáttir við kortið og hringinn sem að runar setur inn þá er aðeins eitt atriði sem mér finnst ekki ganga upp en það er Geitafell mér finns eins og það vanti þá á myndina. Annars hef ég ekki hugmynd um hvar þessi mynd er tekinn en það er gaman að fylgjast með.
Kv, Óli
06.10.2006 at 08:20 #561960Já, skv. kortinu rís Geitafell um 100m yfir sléttuna umhverfis, en á myndinni virðist þetta vera talsvert fjall.
Ég verð ekki sannfærður fyrr en við fáum mynd tekna á svipuðum stað.Ingi
06.10.2006 at 10:54 #561962Kem ekki myndini inn hún er á myndasafninu [img:11t9h5wf]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4798/34459.jpg[/img:11t9h5wf]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.