This topic contains 88 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2006 at 09:36 #198638
Ég tók mynd af mynd á Samgöngusafninu á Skógum, en átta mig ekki á hvaðan hún er. Glöggir vinsamlegast tjái sig, og geti þess þá um leið hvað fjallið í bakgrunni heitir. Tekið væntanlega um 1930.
Mér tekst ekki að koma myndinni hérna inn eða link á hana, en endilega farið inn á myndasafnið, -Landslagsmyndir.
Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.10.2006 at 12:44 #561884
Meðalfellið er hægramegin og Möðruvallaháls vinstramegin og Eyrarfjall í bakgrunni, ruglaðist aðeins í hægri og vinstri. Þetta er eins og í politíkinni, maður veit ekki hvað er hægri og vinstri. Kv. Heiðar
03.10.2006 at 13:40 #561886það er satt að víkin og eyrarnar fyrir fyrir miðja mynd hægramegin eru líkar ólafsdalnum, en fjöllin passa enganvegin. fjallið fyrir ofan ólafsdalsbæinn er miklu hærra og efst í því eru klettabelti sem eru ekki á þessari mynd.
03.10.2006 at 14:56 #561888Ég verð nú að vera algerlega á móti þeirri hugmynd að þetta sé Ólafsdalur. Það er ekkert á þessari mynd sem passar við dalinn og tel ég mig þekkja hann mjög vel frá öllum sjónarhornum.
03.10.2006 at 18:27 #561890Eftir stutta leit fann ég þessa sömu mynd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ég held þó að Ingi hefði þekkt staðsetninguna, ef hún væri samkvæmt þessari lýsingu. Ljósmyndarinn og bílnúmerið ætti þó að vera rétt. Sjá [url=http://ljosmynd.rvk.is/fotoweb/Preview.fwx?position=32&archiveType=ImageFolder&sorting=ModifiedTimeAsc&search=b%EDlar&fileId=EB7A7090749A7781636B82B645549528B43602A75043C93457703AD4EAD37C8471B1B7AD7F1E692115211329020F2BA8DB97C89FE0372AF1AB7E18904EB1E3A1FF6F1744665B09083A999536AE2811421EBDAC1F124BB16BE72088C27764064924A183FA55BD84AF843FF28AE3D3EB435AF70A43D74F1B26:ubf7hu04]hér[/url:ubf7hu04]
03.10.2006 at 19:20 #561892Voru ekki íslendingar komnir á örlítið nýrri og betri bíla en "kitti kitti bang bang" um og eftir stríðsárin?
Númerið er RE 858 sem er númer eftir danska kerfinu, íslenska númerakerfið var tekið upp árið 1938, þannig að myndin ætti samkvæmt því að vera tekin fyrir þann tíma.
annars var ég búinn að láta mér detta í hug frostastaðavatn, fór þar um í sumar en ég á ekki myndir af rétta sjónarhorninu.
einnig datt mér í hug kleifarvatn, en það ætti þá að vera sjáanlegir gufustrókar einhverstaðar.
fjöllin virðast nefnilega vera klettalaus, bara svona hólar. þá reikna ég með að um annaðhvort hraun eða sandstein sé að ræða, eða hvorutveggja.
03.10.2006 at 20:38 #561894Ég held þetta sé fullgild ábending með bílnúmerið, þau voru löngu niðurlögð á fimmta áratugnum. Hinsvegar voru svona bílar í umferð fram undir það að ég sem þessar línur skrifa fermdist. Hinsvegar held ég það sé afskaplega líklegt að þessi mynd sé frá því um 1930 ef dæma má eftir klæðnaði mannanna á myndinni. Númerið styður þá "hypothesis" líka. En hvernig var það, er enginn af oss sem hefur möguleika á að spyrjast fyrir á safninu að Skógum, ef starfsfólk þar skyldi luma á svarinu? En svona áður en ég hætti – þetta er búið að vera gríðarlega skemmtileg umræða á þessum þræði og sýnir betur en margt annað hvað margt félagsfólk þekkir landið vel. Hér hafa einnig komið fram ályktanir, sem sýna hvað hér er fólk með víðtæka þekkingu á öðrum sviðum, nefni bara að huga að því hver er sólarhæðin á tilteknum árstímum á mismunandi tímum dags. Segi menn svo að við séum einhverjir bjórþambandi hálfvitar með smurolíu í heilastað!
03.10.2006 at 22:27 #561896Sæll
Ég er ekki innskráður á vef 4×4 en er þar tíður gestur og finnst umræðan oftast skemmtileg.
Þessi myndagetraun er fjandanum snúnari en miðað við tímann og kringumstæður allar þá finnst mér að Meðalfellsvatn sé eiginlega eini staðurinn sem kemur til greina. Þessi Kaldadalskenning gengur engan veginn upp.
Prófaðu að stilla upp á skjánum hlið við hlið myndinni og korti sem sýnir Meðalfellsvatn austanvert, Möðruvallaháls og Vindáshlíð fjær.Ég er samt ekki alveg viss.
kveðja
Páll Ásgeir Ásgeirsson
03.10.2006 at 23:07 #561898Ekki líst mér á að þetta sé Meðalfellsvatn, tekið til vesturs. [url=http://www.nedrias.is/A/Skyrslur/Forsidur/Medalfellsvatn%202004.GIF:3nvlnrky]Hér[/url:3nvlnrky] er mynd tekin í þá átt. ekki er það líkt.
03.10.2006 at 23:40 #561900Ég er hættur að geta sofið fyrir þessari helv….. mynd. Vonandi dettur einhver fljótlega um svarið, og þá verður það örugglega svo augljóst að allir áttu að vita það. Ég stend fastur á því að þetta sé á einhverjum öræfum, enda er grjótið og gróðurleysið mjög þess legt.
Hlynur
04.10.2006 at 07:40 #561902Ég segi nú eins og Hlynur, annað hvort er maður vakandi heilu næturnar að hugsa um myndina eða þá að mann dreymir hana samfellt! En, meðal annarra orða það var verið að nefna Mörðuvallaháls, ég er ekki staðkunnugur þarna þótt maður hafi allmörgum sinnum farið Kjósarskarðsveg, en ég hafði bara heyrt talað um Reynivallaháls? En ég segi nú eins og fleiri: Getur þetta hafa verið svona gróðurvana um 1930 á þessu svæði, ef þetta er innarlega í Kjósinni?
04.10.2006 at 08:12 #561904Hvenær var farið að keyra á hálendinu,ef það hefur verið um þennan tíma,gæti þessi mynd þá verið frá Herbjarnarfellsvatni á Landmannaafrétti.
04.10.2006 at 08:31 #561906Það skemmtir skrattanum að fleiri en ég skuli vera komnir með myndina á heilann, ég settist fyrir framan hana á Skógasafni og glápti úr mér glyrnunar í hvert skipti sem ég kom þar síðustu tvö sumrin.
Það hef ég heyrt að menn séu farnir að læðupúkast í aukaheimsóknir á elliheimilin til að leita álits. -hið besta mál auðvitað.
Ég tók líka myndir af vegakorti frá 1929, trúi því að það taki mig nokkra daga enn að koma því inn á vefinn.Ingi
04.10.2006 at 14:20 #561908Fyrsta bílferð yfir Kjalveg, þ.e.a.s. hinn forna Kjalveg frá Mælifelli suður Eyvindarstaðaheiði, yfir Blöndu sunnan Seyðisáróss, og áfram suður af, var farin sumarið 1939 á Buick, "Konungsrauð" sem keyptur var upphaflega til landsins af Stjórnarráðinu til að ferja Kristján X milli staða í heimsókn hans til Íslands. Bifreiðarstjóri var Ingólfur Andrésson, bifvélavirki (bróðir Alfreðs Andréssonar, leikara). Fyrsta ferðin norður Sprengisand var allnokkru fyrr. Án efa hafa menn ekið einhverja hluta þessara leiða mun fyrr, sem og aðrar öræfaleiðir. Það er því alls ekkert ósennilegt að þessi blessuð mynd hafi verið tekin í öræfaferð einhverra góðra manna um 1930. Fyrir allmörgum árum var einhver byrjaður á að skrá sögu bíla á Íslandi og gaf út bókarkorn sem átti að verða fyrsta bindi af þessari sögu. Hef aldrei séð framhald, það getur þó verið til. Þar er margt tínt til og rakið um bíla og ferðir frumherjanna. Getur verið að höfundurinn hafi heitið Kristinn Snæland? Svo kom út fyrir fáum árum bókin Bílar á Íslandi, þar sem svipaðar upplýsingar koma fram. Manni svona dettur í hug að þeir sem hafi verið að vinna að svona ritum hafi kannski rekist á þessa mynd og rakið uppruna hennar, ekki síst fyrst hún er bæði til hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Samgönguminjasafninu að Skógum.
04.10.2006 at 14:28 #561910Bílarnir eru á greinilegum vegi, og ef myndin er tekin fyrir stríð, eru vart margir staðir á hálendinu sem koma til greina þar sem þar voru einfaldlega ekki svona "vagnfærir" vegir.
Ég myndi því frekar giska á lálendið, eða nálægt því.
kv
Rúnar.
04.10.2006 at 14:59 #561912Nú kemur fram á ljósmyndasafni reykjavíkur að myndin sé frá fimmta áratugnum og tekin á fjallabaksleið. á samgöngusafninu fást aftur á móti þær upplýsingar að myndin sé tekin í kringum 1930 og að öllum líkyndum á kaldadalsleið.
bílnúmerið gefur til kynna að myndin sé tekin fyrir 1938 þar sem að það er danskt, en íslendingar tóku upp sitt egið bílnúmerakerfi þá.
bílarnir eru á greinilegum vegi en ekki einhverjum frumkvöðlaslóða þannig að útilokað er að myndin sé frá fyrstu ferð einhverja manna einhverja leið.
því er rétt að spyrja eldri og upplýstari menn, hvaða leiðir voru alfaraleiðir fyrir 1938? geta tæplega verið margar.
Svefnvanakveðjur siggias74
04.10.2006 at 15:23 #561914
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var aðeins að skoða þetta meira en ekki fundið út hvar myndin er tekinn, datt því aðeins í bíladelluna. Ég tel mig vera búinn að finna út að bíllinn vinstramegin á myndinni sé [url=http://mclellansautomotive.com/photos/B26064.jpg:nvqntnbu][b:nvqntnbu] Citroen C6 [/b:nvqntnbu][/url:nvqntnbu] (1929 – 1932) og það sem meira er, bílnúmerið er RE-853 en ekki RE-858.
Samkvæmt Bílabókinni 1945 – Handbók Bifreiðastjóra, þá er númerið RE-853 á Citroen, en RE 858 er á Ford samkvæmt sömu bók. Útlitið passar við C6 og [b:nvqntnbu][url=http://ljosmynd.rvk.is/fotoweb/Preview.fwx?position=30&archiveType=ImageFolder&sorting=ModifiedTimeAsc&search=&fileId=EB7A7090749A7781636B82B645549528B43602A75043C93457703AD4EAD37C8471B1B7AD7F1E692115211329020F2BA8DB97C89FE0372AF161EEC4CD94D125BBD236E86ECCDF2F6E503E01B8A0E7C658FFDFA707000203F99138A7654BCE86060A350AEE3C836D631663C341417C73349018AC645903D7C1:nvqntnbu]hér[/url:nvqntnbu][/b:nvqntnbu] sést framan á bílinn og Citroen merkið á grillinu.Veit einhver hvar þessi [b:nvqntnbu][url=http://ljosmynd.rvk.is/fotoweb/Preview.fwx?position=32&archiveType=ImageFolder&sorting=ModifiedTimeAsc&search=&fileId=EB7A7090749A7781636B82B645549528B43602A75043C93457703AD4EAD37C8471B1B7AD7F1E692115211329020F2BA8DB97C89FE0372AF1A3EBBA0CE428F3DBD236E86ECCDF2F6E503E01B8A0E7C658B9073E9EEFA6DD7A6B1612EA8FE102CF4FF22CA17A45DD00C0C28928AA48D4827B87087A26305E5E:nvqntnbu]brú[/url:nvqntnbu][/b:nvqntnbu] var, möguleiki að brúarmyndin sé tekin í sama ferðalagi.
ÓE
04.10.2006 at 16:28 #561916Kristinn Snæland gaf út bókina bílar á íslandi í myndum og máli 1904-1922. Og átti að vera bókaflokkur. En Örn og Örlygur fóru á hausinn að mig mynnir og karlinn hafði í einhverju örðu að snúast, svo ekki var meira gert á þeim vettvangi
04.10.2006 at 16:43 #561918Eftir að hafa rýnt í kort, er ég komin með tilgátu: myndin er tekin til norðurs nærri Sæluhúsi FÍ við Álftavatn. Þetta er á Syðri Fjallabaksleð, eins og hún var farið áður en brúin kom á Markarfljót við Mosa í Emstrum. Hér er kort:
[img:2hcjobls]http://klaki.net/44/kortav.png[/img:2hcjobls]
Ef þessi tilgáta er rétt, þá hefur verið áliðið dags þegar myndin var tekin. Á einhver myndir sem teknar eru til norðurs við Álftavatnsskálann?
-Einar
04.10.2006 at 17:11 #561920Til norðurs segirðu og þá sé horft inn í Jökultungur, þar sem komið er niður að Álftavatni á Laugaveginum? Hvað með sami staður og horft til vesturs inn að Álftavatnsskarði og Torfatindur vinstra megin á myndinni? Þá væri væntanlega Sáta sem sést þarna fjær.
Kv – Skúli
04.10.2006 at 17:49 #561922ég held að þetta sé sjónarhornið sem þú varst að byðja um einar.
[img:3lq20gmi]http://album.peturs.net/d/14235-2/2005_0910_073333ABvm.jpg?g2_GALLERYSID=61d7464e7f19588030385400637d8a1c[/img:3lq20gmi]
Séð norður af skálanum við álftavatn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.