This topic contains 88 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2006 at 09:36 #198638
Ég tók mynd af mynd á Samgöngusafninu á Skógum, en átta mig ekki á hvaðan hún er. Glöggir vinsamlegast tjái sig, og geti þess þá um leið hvað fjallið í bakgrunni heitir. Tekið væntanlega um 1930.
Mér tekst ekki að koma myndinni hérna inn eða link á hana, en endilega farið inn á myndasafnið, -Landslagsmyndir.
Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.10.2006 at 19:40 #561844
Getur verið að þetta sé Jósepsdalur? ( rétt við Sandskeið)
Hér er mynd frá Sandkluftavatni ( Gamla leiðin )
[img:2xix1glm]http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/unimog/unimog24ahtm.jpg[/img:2xix1glm]
01.10.2006 at 19:59 #561846Þar fór sú vonin að Olgeir þekkti þetta. En varðandi þetta með safnstarfsfólk að Skógum, þá gaf ég mér í barnaskap mínum að Þorvarður Ingi hefði ekki fengið svör þar, kannski er það bara misskilningur minn?
Líklega er hugmyndin með Sandkluftavatn fallin líka, sbr. myndina hér að ofan. En manni sýnist á þessari blessaðri mynd, sem er óvenju skýr og trúlega tekin af kunnáttumanni, að þarna sé gróðurvana eða gróðurlítið land og þannig umhorfs, að allt bendir til hálendis. Það virðist vera snjór á fletinum í dalbotninum, hvort sem þar er nú um að ræða að þarna sé ís á vatni, ellegar sandur. Líklegast er að orsök þess að enginn af lesendum þessa þráðar hefur þekkt svæðið sé sú, að þarna sé um að ræða sjónarhorn, sem fáir líti nú til dags sem og það, að "vinkill" myndavélarlinsu er sjaldnast sá sami og mannsaugans og það getur líka blekkt, þ.e. þarna vanti eitthvert samhengi í landslaginu, sem fólk er vant að sjá. En Ofsi minn, erum við nú ekki oftar sammála en hitt?
01.10.2006 at 21:08 #561848Tveir vinnufélagar mínir sem eru dalamenn voru ekki lengi að þekkja þetta. Þetta er Gilsfjörður og þar sem snjórinn er framarlega í myndinni þar er leiðin upp í Ólafsdal þar sem fyrsti bændaskóli íslands var staðsettur.
Hver eru verðlaunin, bíð spenntur.
Bkv. Magnús G.
01.10.2006 at 21:20 #561850Maggi minn þú þarft að sanna mál þitt með mynd áður en þú innheimtir verðlaunin 😉
kv. stef.
01.10.2006 at 21:21 #561852Þetta kom á tölvupóstinn minn:
IngiSæll
Ingvar heiti ég á Egilsstöðum, ég var að vafra á 4×4 síðunni og rakst á
myndina.
Það er spurning hvort þetta sé tekið þegar var komið niður af
Möðrudalsfjallgarði eystri, ég mundi allavega giska á það. Ef svo er er
dalurinn í baksýn Heljardalur og fellið þar í bakgrunni Geitafell, eins
og vegurinn liggur núna þarna um, ef þetta er þar, sem mig grunar, þá
er farið í gegnum Heljardalinn og til vinstri, fyrir Geitafellið og
þvert yfir
Geitasand og yfir vestari Möðrudalsfjallgarð og þá blasir Möðrudalur
við. Það væri gaman ef þú mundir senda myndina á
fjalladyrd@fjalladyrd.is og athuga hvort þeir möðrudælingar kannist við
landslagið.Einnig væri gaman að frétta hvort þetta er rétt hjá mér eður ei.
Ingvar
01.10.2006 at 21:35 #561854Menn telja að myndin sé tekin kringum 1930, og meta það eftir bílunum. Þetta er semsé ágiskun með ártalið.
Þau á Skógum töldu að myndin væri tekin "á Kaldadal".
Verðlaunin bíða í mínum góðu höndum þar til það verður staðfest verður með mynd hvaðan orginalinn er.Ingi
01.10.2006 at 22:16 #561856Tímasetninginn getur passað en ekki landslagið. Kaldadalsleið byrjar ekki fyrr en ofan við gatnamótinn niður í Lundareykjardal og því gengur sú kenning ekki upp. Kaldidalur var fyrst ekinn á bifreið 28 júní 1928, það voru félagarnir Jónatan Þorsteinsson og Þorkell Teitsson sem óku leiðina á Whippet Overland 1928 módelinu og voru þeir 20 klukkustundir á leiðinni. Næstur til þess að aka Kaldadal var Sigurður Jónsson frá Laug , fór hann fram og til baka og fór þar af 21 klukkustund einungis í að aka Skúlaskeiðs kaflann. Sigurður frá Laug var svo fenginn til þess árið 1929 að ryðja leiðina vegna alþingishátíðarinnar 1930 og gera akfæra bílslóð milli byggða um Kaldadal. Leiðin úr Reykjavík liggur um Þingvelli, Meyjarsæti, þar sem var rudd leið um 1965 og með Sandkluftarvatni og loks yfir Tröllháls. Já það er spurning hvort Villi á Möðrudal þekki þetta
01.10.2006 at 22:18 #561858Ég er búinn að horfa talsvert á þessa mynd og er alveg á gati. En ég tel alveg víst að þetta er ekki tekið á Kaldadal og ekki við Sandklauftavatn og als ekki á Landmannafrétti. Það er skuggi af bílunum, og eins af fellinu sem er vinstramegin sem bendir til að myndin sé tekin til vesturs, það útilokar eiginlega bæði Þorskafjörðinn og Eyrarsveitina. Mér finnst varla ganga að myndin sé af einhverjum firði, urðin næst myndavélinni er bara ekki þess leg að vera við sjó, en ég þori ekki að fullyrða um það.
guðmundur
01.10.2006 at 22:42 #561860Ég er ekki tilbúinn til þess að viðurkenna að þetta sé Ólafsdalur, dalurinn sá er ekki svona þröngur, auk þess sem húsið í Ólafsdal ætti þá að sjást á myndinni.
01.10.2006 at 23:43 #561862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Getur verið að myndasmiður horfi til vesturs og fellið hægramegin á myndinni sé Meðalfell í Kjós og fjöllin vinstramegin teljist til Esjunnar (að norðanverðu). Bílinn nær á myndinni snýr þá þannig að hann hafi verið að koma Svínaskarðið.
"1932 Lokið við bílfæran veg fyrir Hvalfjörð og varð þá akfært alla leið milli Reykjavíkur og Akureyrar"
Annars fannst mér þetta jafnvel geta passað við að vera innst í Steingrímsfirði.
"1935 Fyrst farið á bifreið yfir Steingrímsfjarðarheiði. Bræðurnir Finnur og Magnús Magnússynir og Þórir Bjarnason fóru þessa ferð á gamalli Ford-T bifreið."
"Frásögn af þessari ferð birtist í ársriti Útivistar 1982, bls. 75-82."
02.10.2006 at 06:04 #561864Steingrímsfjörður er þetta ekki, þar tel ég mig þekkja nógu vel til, til þess að fullyrða það. Þetta held ég enn síður að sé við Gilsfjörð. Mér finnst allt benda til að þetta sé einhversstaðar á hálendinu, því landið er svo gróðurvana. Bíð spenntur eftir að Möðrudælingar lýsi sinni skoðun.
02.10.2006 at 16:20 #561866Þú segir að sést hafi á orginalinum númerin á bílunum og þannig sást að myndin er ekki spegluð.
En þá er spurt, hvað er númerið eða númerin? Það gæti gefið hugmynd um á hvaða landshluta myndin var tekin, ef menn gefa sér að hér hafi einhver verið að ferðast um heima- eða nágrannabyggðir.
02.10.2006 at 16:33 #561868Ég er eiginlega sammála Óskari, Þessi mynd gæti verið tekin í Kjósarskarði, ekki langt frá Vindáshlíð, myndin er tekin í vestur og Meðalfell er vinstra megin og Möðruvallaháls hægra megin og Eyrarfjall í fjarska.
Kv. Heiðar
02.10.2006 at 20:18 #561870Mér sýnist á öllu að þetta sé Kjósaskarð.
02.10.2006 at 23:44 #561872Já, hvaðan er myndin? Ég þykist vera búinn að fara það oft um Þorskafjörð, Steingrímsfjörð og Gilsfjörð til að fullyrða að myndin er ekki úr neinum þessara fjarða. Öðrum stöðum sem nefndir hafa verið er ég ekki nógu kunnugur til að fullyrða neitt. Er þó sammála því að myndin er tekin í vesturátt, skv. skuggum á og við bílinn sem er nær.
Eggert Stefánsson Í-1983
03.10.2006 at 00:45 #561874Einhvernvegin gengur mér illa að staðsetja þetta í Kjósinni.
Ef þetta á að vera Meðalfell til vinstri þá sakna ég þess að sjá hvergi móta fyrir Laxá í dalnum. Auk þess þyrfti myndin að vera tekin utaní eða uppá Reynivallaháls til að ná þessu sjónarhorni og það stemmir eiginlega ekki því að á myndinni er enginn gróður og þetta er töluvert gróið svæði þarna í Kjós.
Þannig að mér þykir mjög ólíklegt að þetta sé úr Kjós – en að ég hafi aðrar hugmyndir…..
Benni
03.10.2006 at 02:55 #561876og setjið ykkur í stöðu myndasmiðsins. Þetta hefur allt gróið upp eins og lög gera ráð fyrir og hefur vegurinn verið færður. Gaman að þessu.
[img:r2y1x2ua]http://www.vegur.is/Copy%20of%209085%20-%2033.jpg[/img:r2y1x2ua]Kv Magnús G.
03.10.2006 at 09:47 #561878
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þó svo fjöllunum í Kjósinni á áður nefndum stað sé raðað merkilega líkt og á "gömlu myndinni" og snúi líka rétt miðað við að myndin sé tekin til vesturs, þá held ég að önnur atriði passi verr. Eins og hlíðin vinstra megin virðist ná niður í vatn (eða sjó) og dalbotninn er ekki svona sléttur í Kjósinni.
Það væri gott að fá fram bílnúmerið ef einver gat lesið það, eins og bent var á hér ofar þá getur það hugsanlega hjálpað við að staðsetja þetta á landinu. Ef þetta er ekki spegilmynd þá er myndin tekin til vesturs og sólhæð er ca. 30 gráður sem gæti þýtt að myndin er tekin nálægt hádegi um miðjan september (út frá skugga bílsins). Þessi snjór hefur þá væntanlega fallið í vestanátt. Bílarnir eru á greinilegum vegi svo þetta hlýtur að hafa verið frekar fjölfarin leið.
——————-
[b:759dmgjs]Smá tilraun[/b:759dmgjs]
Bílnúmerið komið, þetta er ekki spegilmynd, þrír rétthentir menn að moka fyrir framan RE 858, sem er með stýrið vinstra megin eins og Haffi bendir á hér fyrir neðan.
[img:759dmgjs]http://www.dropshots.com/photos/176401/20061003/190218.jpg[/img:759dmgjs]ÓE
03.10.2006 at 11:07 #561880Mér finnst eins og myndin snúi rétt hjá Þorvarði Inga, m.v. að þetta sé bíll með vinstrihandarstýri. Það væri gaman að skoða stafrænu myndina í upprunalegri stærð og megapixlum.
-haffi
03.10.2006 at 11:27 #561882Einhvern vegin sýnist mér númerið vera x-2 eða R-2.Gæti líka verið eitthvað annað.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.