This topic contains 88 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2006 at 09:36 #198638
Ég tók mynd af mynd á Samgöngusafninu á Skógum, en átta mig ekki á hvaðan hún er. Glöggir vinsamlegast tjái sig, og geti þess þá um leið hvað fjallið í bakgrunni heitir. Tekið væntanlega um 1930.
Mér tekst ekki að koma myndinni hérna inn eða link á hana, en endilega farið inn á myndasafnið, -Landslagsmyndir.
Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.09.2006 at 09:50 #561804
Þetta er vætanlega myndin sem Ingi er tala um:
[img:2apa9ki7]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4778/34305.jpg[/img:2apa9ki7]-Einar
29.09.2006 at 10:03 #561806Takk Einar, jú þetta er myndin!
Ingi
29.09.2006 at 10:05 #561808Þorskafirði með reykjahólsfjall vinstramegin og hjallaháls hægramegin og myndin tekin fyrir neðan afleggjarann uppá hjallaháls.
Þorskafjörðurinn þrengist og begjir til vesturs út fjörðinn svo hann lítur út fyrir að vera lokaður eins og um vatn eða fjarðarbotn sé að ræða, frá þessu sjónarhorni.
Þetta er bara skot í myrkri og gæti verið allt annar staður, en eins og ég sagði þá líkist þetta Þorskafirði.
kveðja siggias74 að spögulera [img:1nqvqy4v]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3234/21335.jpg[/img:1nqvqy4v]
þorskafjörður tekið af þorskafjarðarheiði. afleggjarinn uppá hjallaháls er fyrir miðjan fjörð hægramegin
29.09.2006 at 11:50 #561810Þetta er skemmtilegt viðfangsefni. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort bílaslóð hafi verið komin út með Þorskafirði árð 1930? Var það ekki einhverntíma seint á fimmta áratugnum sem fyrst var brotist á bíl yfir Hjallaháls og Klettsháls? Það var einhverntíma í vor eða sumar verið að vitna í þá frásögn.
29.09.2006 at 12:03 #561812það var einmitt það sem ég var búinn að spá í en fann engar upplýsingar um.
sú vegaframkvæmd sem um var skrifað hér fyrir ekki svo löngu er aftur á móti vegurinn yfir á rauðasand frá patreksfirði. sá vegur var lagður á fimmta áratug síðustu aldar og er um margfallt erfiðari leið að fara, því reiknaði ég með að þarna hefði verið lagður vegur eitthvað áður.
29.09.2006 at 12:49 #561814Það vill svo til að ég á þessa bók sem frásögnin er í, "Á Öræfum" eftir Hallgrím heitinn Jónasson, og ætla að kíkja eftir þessu þegar ég er búinn að vinna í dag. En mér finnst þetta varla geta verið Þorskafjörður, því á þessum fjörutíu árum sem liðin eru síðan ég fór þarna fyrst um, hefur kjarrgróður allan tímann verið það mikill, að ég held það hafi verið nóg af honum 1930 til að sjást á mynd sem tekin væri á þeim stað sem verið er að giska á. Auk þess finnst mér fjöllin ekki passa. En þetta getur auðvitað verið tóm della í mér.
29.09.2006 at 16:21 #561816Skv. bókinni "Á Öræfum" var ferðin farin 1952. Þar segir líka "Og nokkru fyrir rökkurbyrjun beygðum við út af þjóðleiðinni hjá Kollabúðum í Þorskafirði inn á hinn nýgerða akveg yfir Hjallaháls til Djúpafjarðar"
29.09.2006 at 18:33 #561818Já, eins og GGI getur um, þá hefja þeir félagar þessa merkilegu ferð 20. 8. 1952. Þá er eins og GGI rekur, nýgerður vegur yfir Hjallahálsinn. Þessi frásögn er um margt fróðleg og vafalaust myndi nútíminn fara hörðum orðum yfir þann "utanvegaakstur" sem þarna var framinn. En á þessum árum snerist málið um að opna landið fyrir vegasamgöngum. Vont er fyrir okkur að setja okkur í spor þessa fólks og sjónarmiða þeirra, og ekki skyldi maður dæma eldri kynslóðir á forsendum nútímans.
En hvað sem þessu öllu líður, þá er gátan um myndefnið að mínu mati óleyst enn. Vonandi lesa einhverjir þennan þráð í kvöld sem þekkja þetta. Ég fyrir mína parta vonast t.d. eftir að Jón Snæland, sem er gríðarlega víðförull eins og við vitum öll, kannist við þetta. En fleiri eru víðförlir og þetta verður spennandi mál.
29.09.2006 at 20:09 #561820Á orginal myndinni er að sjá að það sé gróðurvana dalbotn fyrir neðan bílana. Og myndin er rétt (ekki spegilmynd) því bílnúmerið var rétt. Og ég er engu nær!
Komi einhver með lausnina, -þá eru verðlaun í boði.
En mynd verður þá að fylgja, tekin á sama stað.Ingi
29.09.2006 at 23:01 #561822Kaldadalsleið eða ef menn vilja frekar kalla það Uxahryggjaleið, leiðin lá austan við Sandkluftavatnið í gamladaga.
Sjóni
29.09.2006 at 23:13 #561824Held ég þori nánast að hengja mig upp á það að þetta er ekki tekið í Þorskafirði, nema náttúrulega myndin hans Sigga Ás! Held að svona mjó dekk hafi alla tíð verið sjaldgæf sjón í Reykhólasveit
29.09.2006 at 23:18 #561826Verið að þetta sé í Mjóafirði fyrir austan,bara hugdetta.
29.09.2006 at 23:20 #561828,
30.09.2006 at 22:41 #561830Þorskafjörður.
Ég er nú um það bil að verða búinn að horfa úr mér augun á þessa mynd. Og finnst mér hún ekkert tengjast Þorskafirðinum, einhvern veginn fer ég að hugsa um Fjallabak eða Breiðbak þegar ég rýni í myndina. En hvað um það þá eru þessar vanga velur um Þorskafjörðinn og vestfirði skemmtilega og því miður virðist ekki vera til mikið um heimildi um vegagerð á vestfjörðum. En um 1946-1949 var vegurinn um Þorskafjörð einungis kominn út að Múla og var verið að vinna í Þorskafjarðarheiðinni 1946 og var heiðin opnuð fyrir almennri umferð 1947. Og var þá elsti vörubílinn í vegagerðinni Fordson 1939 módelið og var í eigu Sigurðar Kristjánssonar bónda á Kollabúðum. En bændum í firðinum þótti það ætið rangnefni að kalla veginn Þorskafjarðarheiði. Heldur vildu þeir kalla heiðarvegin Kollafjarðarheiði. En Þorskafjarðarheiðinn var utar og var þá farið frá Kinnastað inn að Skógum og á vaði yfir Þorskafjörð, að Múla. Sem er í mynni Þorgeirsdals og síðan upp á Þorskafjarðarheiði og niður í Langadal. Þessi leið var þjóðleið og var ekki ökuleið. Hjallaháls var ekinn um 1949 á jeppa og var hann þá dreginn ýtt og borinn yfir hálsinn. Þar sem ég var búinn að setja samann smá texta um Þingmannaheiði læt ég hana flakka með hérna. Þar sem við erum komnir í þessar villur hérna á vestfjörðum
Þingmannaheiði.
Ekið er inn á leiðina skammt innan við Flókalund, sunnan við brúnna á Vatnsdalsá. Þar er ekið upp með Þingmannaá. Þar sem hún fellur í fögru gili í kjarri vöxnu landi.
Minnstu jeppar komast einungis fáeina hundruð metra inn á leiðina, því strax í fyrstu brekkunum verður slóðin stórgrýtt og klappótt. Leiðin fylgir mörgum fallegum vörðum og einnig er stikuð gönguleið um Þingmannaheiði og hafa stikur verið settar niður á milli varðanna, þar sem þurfa hefur þótt. Þegar upp fyrstu brekkurnar er komið er ekið um Þingmannadal, innarlega í dalnum eru gatnamót og er þar slóð til suður niður í Fossárdal. En sú leið var ekinn fram til 1974 þannig að vesturhluti Þingmannaheiðar var ekinn að staðaldri fram til þess tíma. Rétt austan við afleggjarann er önnur slóð til norðurs. Hún er hluti línuvegar sem liggur norður að Mjólkárvirkjun. Þeir sem velja þá leið geta einnig ekið af henni og inn á Dynjandisheiðina miðja. Á hæsta hluta leiðarinnar þar sem er merkt Kjálkafjarðartunga á kotum Landmælinga íslands, liggur vegurinn í 414 metra hæð yfir sjó. Þar eru tveir skála, annar þjónar því hlutverki að vera byrgðar skáli Orkuveitu Vestfjarðar. En hinn skálinn er sæluhús og eru þar til staðar helstu nauðþurftir, svo sem rúm, hiti og neyðarfæði. Rétt austan við skálana er ekið yfir eina af upptakakvíslum Kjálkafjarðarár. Þar er ekið ofan við gamla vegin á vaði. Því öll ræsi og brýr hafa gefið sig á leiðinni og er þessi háttur hafður á um alla læki og ár á leiðinni. Aðeins austar fer slóðin að leita til suðurs niður eftir nesi milli Mjóafjarðar að vestan og Vattarfjarðar að austan. Þar hætt vörðurnar einnig að fylgja slóðinni. Leiðin endar síðan á Eiði við Skálmarnes. Fyrst var ekið yfir Þingmannaheiði 1949 og gerði það Guðmundur Jónasson. 1951 var rudd leiðin um Þingmannaheiði með jarðýtu og hófust bílferðir yfir hana að sumarlagi eftir það. Næstu ár var haldið áfram með vegagerð austur Barðastrandarsýslu.
Þingmannaheiði var síðan aflögð 1969, þegar þjóðvegurinn með ströndinni var lagður, að því undanskildu að leiðarhlutinn að vestan og niður Fossháls og niður að Fossi var ekin til 1974. Sá leggur er verulega torfarinn og vart á færi jeppa. Við vegalagninguna fyrir firðina með sjónu lengdist leiðin um 11.9 km. Þrátt fyrir að Þingmannaheiðinn sé verulega hlykkjótt og mætti því ætla að stytta mætti leiðina um minnst 15 km er nútíma vegur lægi um Þingmannaheiði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að heimsækja Þingmannaheiði og treysta sér ekki í langa gönguferð. Er hægt að fara í ferð á fjórhjólum, en á hótel Flókalundi er rekin fjórhjóla leiga og boðið upp á lengri og skemmri ferðir og meðal annars ferðir á Þingmannaheiði.
Flókalundur dregur nafn sitt af Norska víkingnum Hrafnaflóka ( Flóka Vilgerðarsonar ) en Flóki dvaldi um tíma í Vatnsfirði um árið 865, og segir í Landnámu: Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafís, því kölluðu þeir landið Ísland. Talið er að þetta hafi verið fyrsta fjallgang á íslandi og að Flóki og félagar hans hafi gengið á Lónfell sem er norðaustan við Vatnsfjörð.
01.10.2006 at 13:28 #561832Ég ætla að gefa Sandkluftavatni atkvæði mitt.
Að myndin sé tekin Skömmu eftir að komið er yfir skarðið, eftir að malbikinu sleppir, á leið á Kaldadal, austan við vatnið og Tröllháls sé fjallið fjærst á myndinni.Kv.
Jón Ebbi.
01.10.2006 at 15:55 #561834[img:ijfevk3h]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34315.jpg[/img:ijfevk3h]
Mér finnst þetta líklegur staður og er þá myndin tekin til suðurs.
Kveðja Dagur
01.10.2006 at 17:48 #561836Nei, það held ég geti ekki verið. Þykist vera það kunnugur á þessu svæði að ég geti hreinlega fullyrt að þetta sé ekki við Kolgrafafjörð. Ég hef átt samtöl við ýmsa út af þessu, þótt ekkert af því hafi komið fram hér á þræðinum, og fleiri en einn hafa nefnt Sandkluftavatn og bent á eins og einnig hefur verið gert hér, að leiðin hefur ekki alla tíð legið eins og hún gerir núna. En einn viðmælandi minn stakk upp á tilteknum stað á Landmannaafrétti. Þá er nú rétt að leita á náðir Olgeirs "Weapon" Engilbertssonar og spyrja hann. Væntanlega eru ekki margir jafn kunnugir og hann á því svæði, þannig að hann gæti tekið af öll tvímæli um það. Vona að hann lesi þráðinn.
01.10.2006 at 17:59 #561838Ólsaranum núna, þetta er ekki Kolgrafafjörður.
ég myndi halda að myndinn sé tekin á hálendi
01.10.2006 at 18:15 #561840Sælir. Ég verð að taka áskorun um þessa dularfullu mynd. Ekki finnst mér líklegt að hún sé tekin á Landmannaafrétti ,sérstaklega ekki ef hún er frá 1930 . Enginn bílvegur var þar fyr en eftir1933 .Lítið er um skugga eða aðrar vísbendingar til að ákvarða í hvaða átt myndin er tekin svo að ég segi pass. Kv. Olgeir
01.10.2006 at 19:21 #561842
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig væri að spyrja starfsmenn á samgöngusafninu á Skógum?, kannske vita þeir eitthvað, datt þetta bara í hug.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.