Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hvaða hásing
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.03.2007 at 20:33 #199877
Hvaða hásingu er hægt að nota undir cherokee grand við 44″ breytingu.? Er orginal nóg.?
kv:Kalli breitari -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.03.2007 at 20:36 #583858
nú er ég í sömu hugleðisingum, er með dana 30reverse að framan og var að spá hvort að það væri nóg eða er það bara dana 44 ?
Kristó og Il Grande 😀
09.03.2007 at 20:40 #583860Hvað ertu núna farinn að bralla????
ég var með Dana44 að framan og 9" Ford að aftan á mínum gamla en hann var reyndar á 38" en það sem þessir bílar eru eins og laufblað að þyngd þá held ég að þú þurfir ekkert sterkara fyrir 44" bara hafa góð hlutföll (ég var með 4:10 og beinskiptann og virkaði fínt) þarft þá sennilega 4:56 eða lægra annars veit ég ekki hvaða hásingar Ingó í mosó er með undir 44" Grandinum sínum en þar að auki er hann með svaðalegann rokk og endalaust af tjúnndóti ef ég þekki hann rétt
vona að þetta hjálpi Kv Davíð Karl Hinn Vitri:D
09.03.2007 at 20:58 #583862já davíð minn, oní mínum er 5.2 v8 með aftermarked tölvu, ekkert búið að tjúna mikið en ég myndi halda mig við 4.88 sem er í núna, bara spurning hvort að dana30 reverse dugar ? bílinn hjá mér viktar líklega um 2 tonn með bensíni og kanski ökumanni, hef ekki viktað hann.
en hvaða bíl ert þú að breyta kalli ?
Kristó
09.03.2007 at 21:03 #583864ég átti svona grand með þessari 30reverse hásingu og 4.0 mótorinn braut 4:88 hlutfallið eins og kex og hann var á 38" þannig að það þýðir ekkert annað en 60 að framan og aftan og ekkert minna þá verður þetta til friðs
09.03.2007 at 21:19 #583866Kristófer ég hef ekki efni á svona "fínum" bílum en eg veit um einn ríkann í okkar hópi sem er með þvílíka drullu yfir þessu dæmi og er alveg ónýtur í vinnu þessa dagana ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Ofsi og ég er að safna uplýsingum svona í leyni (látið þetta ekki fara lengra)fyrir ræfilinn á eg bara ekki að telja fanntinn af þessari þvælu eða hvað fynnst ykkur kæru félagar?
kv:Kalli 007
09.03.2007 at 21:24 #583868neinei, ekkert vera að tala hann af þesuu… þá kanski lætur hann verða af þessu og maður fær þá bara upplýsingar hjá honum þegar maður vindur sér í þetta 😀
Kristó, hinn slyngi
09.03.2007 at 21:28 #583870Ef þetta er fyrir hann Ofsa þá held ég að Dana 60 sé algjört lágmark þar sem hann er svo Ofsalegur:D
en á ég að trúa því að hann ætli að fara á bensínbíl??
Kv Davíð Forvitni
09.03.2007 at 21:35 #583872Kristó þetta er ekki fallega hugsað því þessi ræfill er búinn að tapa svo svakalega á þessu 4×4 dæmi svo ég bið þig um að vera ekki að vera æsa ræfilinn upp, því ég ætla að reyna að fá hann af þessu bullu og bjarga þessum skemda dreng.
kv:Kalli sáli
ps: Dabbi minn ég held að dana 70 sé lámark
09.03.2007 at 21:37 #583874Minn hefuru spáð í að bjóða fram Sálfræði aðstoð fyrir jeppamenn???
Ég held að þú mundir plumma þig vel þar:D
Kv Dabbi Snarvitlausi
09.03.2007 at 21:38 #583876hvort að maður hlusti á samvirkuna 😉 en annars verður hann að ráða þessu kallinn, minn fer vonandi á 44" 7 9 13, ef ég nenni því….
Kristó, kominn með bakþanka fyrir kalla
10.03.2007 at 13:38 #583878Fáðu þér Dana 44.. að framan.. 30 mun kannski duga en hitt er mun öruggara..
Faðir minn var á Ram 1500 44" með Dana 44 að framan, og 5.2 mótor líkt og þú ert með + talva og 3" púst.
Dugði fínt, braut einu sinni einn öxulinn original en setti sterkari í staðinn og dugði fínt síðan þá í mörg ár.
kv
Gunnar
10.03.2007 at 14:21 #583880Ingó, sá sem á 44" Cherokee-inn í Mosó er með 60 að aftan og 44 að framan. Ég myndi ekki notast við orginal dótið, og ég held að þú verðið að fara í lægri hlutföll en 4:88. Ég er svona að gæla við hitt og þetta á mínum bíl (Wrangler), þú verður að fara í dana 44 eða stærra til að fá lægri hlutföll.
Ég ætla í 5:13 og það er ekki til í orginal hásingarnar, er búinn að kaupa dana 44 að aftan og er að leita af 44 að framan.
Líka spá í þyngdinni, dana 60 er hevy þung.
10.03.2007 at 15:24 #583882ég er nú ekki með orginal afturhásingu, ég er með D44 að aftan með diskabremsum og er á 4.88 eins og ég var búinn að segja en vill helst ekki fara neðar… það er kanski bara sérviska í mér en held ég hafi ekkert við það að gera, vinnu alltof vel eins og hann er núna 😀
var búinn að skoða þetta og ef að ég myndi skipta um hásingar myndi ég henda dana 44 undir hann að framan og ef ég myndi skipta um glutföllin myndi ég setja 5.38 en ég myndi samt vilja halda mig við 4.88Kristó
10.03.2007 at 17:44 #583884kaninn grætur nú mest hvað 60 hásingin er orðin þyngri og svo hvað kúlann er stærri (dregur hana frekar)
En afhverju ekki bara patrol
hvað er dana hásingin með stórt drif. ?
er þetta bara ekki einhver gamall amerískur draumur eins og d44?
11.03.2007 at 01:56 #583886Hvaða gamla ameríska draum ertu að tala um?
Annars til að svara spurningunni þinni þá er D30 með 7.2" drif, D44 er með 8.5" drif og D60 er með 9.75" drif. Það er alveg ágætis stærðarmunur á kömbunum á 30 og 44 þegar maður leggur þá hlið við hlið, 44 kamburinn er massífari á ALLA kanta
Pattinn er síðan annaðhvort með 9.17" afturdrif og ótrúlegt en satt, jafn sverum öxlum og Dana 44 (1.31") síðan er líka til í þeim 10,25" hásing með nánast jafn sverum öxlum og Dana 60 (Pattinn er 1.51" D60 er 1.50" samkvæmt ARB catalognum)
Núna er ég kannski búinn að missa mig út í oooooof miklar pælingar… eins og vanalega kannski. Eeeeen það væri nú samt gaman að vita hvað þessar Patrol hásingar eru þungar. Hann Bjarni ýktur sagði hér á spjallinu um daginn að D60 semifloat 35rillu með diskabremsum, 164 cm breið væri 120 kg…kv. Kiddi
11.03.2007 at 10:28 #583888sem ég sagði þegar þú ferð í d60 þá er kúlan orðin það stór að þú ert farnn að draga hana frekar… Nema þú sért á þeim mun stærri dekkjum.
hvað er stórt drifið í pattanum að framan.
11.03.2007 at 10:34 #583890D44 er nokkuð sterk hásing, en eitt þarf að passa og það eru krossarnir út í hjól, var oft að brjóta þá, ef krossinn gaf sig ekki þá bara rifnaði útur auganu, var með 30mm krossa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.