Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hvaða Garmin tæki á ég að kaupa?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Arngrímur Birgisson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.04.2009 at 21:26 #204208
Góðan dag
Hvaða Garmin tæki ætti ég að kaupa mér og afhverju?
Fyrirfram þakkir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.04.2009 at 21:41 #645480
Ef þú ert að spá í göngu tæki þá mæli ég með 60 CSX
Ég nota það og finnst það snild.
Það nýttist líka mjög vel í súkkuni minni, skjárinn í minnikantinum fyrir það, en það sagði manni til vegar þegar maður rataði ekki alveg 😀 sem er stór plús.
08.04.2009 at 21:49 #645482Ég var að kaupa mér Garmin 525, er að prufa það og líkar vel sem stendur. á eftir að prufa það betur, setja inn track o.þ.h…
En ég valdi þetta í bílinn
08.04.2009 at 22:19 #645484Ég kann mjög vel við 192C en veit ekki hvort það sé enn í boði.
08.04.2009 at 22:53 #645486mjög auðvelt.
Ferð inná [url=http://www.garmin.com:304xg8qi]garmin.com[/url:304xg8qi]
skoðarð það sem þú ert að pæla í og gerir svo compare á þeim tækjum sem þér lýst vel á. Þá sérðu hvaða "fídusa" tækin hafa og hafa ekki.
t.d. miðað við compare þá hentar eTrax tækin betur sem göngutæki heldur en 60 tækin, þau eru minni, léttari og rafhlaðan endist lengur (miðað við það sem er sagt).
11.04.2009 at 11:17 #645488Eru loftnetin á minni tækjunum nokkuð að draga eins vel og á 276c ?
11.04.2009 at 12:08 #645490Ég er með 276c tækið og kann mjög vel við það mæli með því

15.04.2009 at 16:18 #645492Draga loftnetin á öllum GPS tækjum utan vega, t.d. á fjöllum, jöklum og öðrum slóðum?
15.04.2009 at 17:25 #645494bara að sjá himintunglin.’Utiloftnetin eru auðvitað betri,en hin duga yfirleitt.
KV TT
15.04.2009 at 17:29 #645496Handtæki eða tæki með loftnet inni þarf að öllum líkindum að vera við eða nálægt glugga.
15.04.2009 at 18:29 #645498Bara svona smá innlegg. Loftnet nýrri gps tækja skipta ekki svo rosalegu máli eins og gerði áður fyrr. Ástæðan er sú að örgjörvar og reikniaðferðir við að reikna út staðsetningu hafa þróast svo um munar og geta reiknað mun betur út staðsetningu sína og eru ekki að láta endurkast rugla upplýsingarnar.
Að vera með nýlegt gps tæki með áföstu neti í framrúðu er sennilega jafngott og eldri tækin með útiloftneti.
Ég er með útiloftnet, en ég er líka með eldgamalt tæki. Þegar ég hef verið að prófa t.d. colarado tæki í bílnum hjá mér hefur það yfirleitt virkað mjög vel, jafnvel þó það liggi á milli sætanna eða á einhverjum álíka fáránlegum stað.
.
Svo mæli ég með að þú skoðir bara nóg, og reynir að finna eitthvað sem hentar þér. Ég sjálfur kýs göngutæki og er með tölvu með því, en mörg göngutæki eru kominn með það góðan skjá að það eitt og sér sleppur. Þá ertu heldur ekki bundinn af því að ef bíllinn bilar og þú þarft að labba eitthvað, að geta ekki tekið tækið með sér. Eða jafnvel ef þig þyrstir í að klifra einhvern fjalltopp sem þú sérð á ferðum þínum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
15.04.2009 at 21:28 #645500Svo er annað í þessu. Get ég sett inn GPS punkta í þessi nuvi tæki og keyrt eftir þeim? Hvað þá að láta tækið taka upp/muna leið sem ég er að keyra?
15.04.2009 at 22:37 #645502Eru einhverjir farnir að prufa þessi tæki?
16.04.2009 at 00:04 #645504620 er alger snilld nota það fyrir bílinn bátinn og fjórhjólið einfalt í notkun
16.04.2009 at 00:06 #645506Hvað kostar svona tæki
kv,,, MHN
16.04.2009 at 01:08 #645508heildar kostnaður með afslætti f4x4 var 134 þús
með kortinu
16.04.2009 at 09:18 #645510Hverjir af afsláttaraðilinum gefa okkur afslátt af Garmin bílatækjum? Ég fór í R Sigmunds í gær og þeir segjast bara vera með bátatæki.
16.04.2009 at 19:04 #645512garmin á íslandi þeir eru staðsettir í ögurhvarfi 2
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
