Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvaða fiskipallsbíll er mælt með?
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Davíð Guðmundsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.08.2006 at 15:12 #198421
Sælir félagar
Hef verið að spá í að fá mér diesel doublecab sem fjölskyldubíl og sem ferðabíl. Hvaða nýja bíla mæla menn með? Hef skoðað Toyotu Hilux, Isuzu D-max, Nissan Navara o.fl.
Gaman væri að fá punkta frá mönnum um eyðslu á bílunum og hvernig er að breyta þeim á 35″?Með von um góðar ráðleggingar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.08.2006 at 16:02 #558430
Sæll, ég keypti mér MMC L-200. Setti hann á 35" í sumar og er mjög spenntur að sjá hvernig hann stendur sig í vetur. Ég er ánægður með bílinn sem slíkann enn helstu gallar sem ég hef fundið eru eftirfarandi:
Þótt að plássið sé gott á pallinum þá er ekki auðvelt að nálgast hluti á honum þegar hann er þétthlaðinn. Ég keypti mér ódýrann kúst í byko til að ná í hluti aftast á pallinum.
Og það sem fer mest í taugarnar á mér er hvað pallurinn er óþéttur. ég er samt búinn að láta þétta hann. Það er mjög þreytandi eftir að vera búinn að keyra á malarvegi allann daginn og þegar kemur að því að tjalda og taka út
dótið úr bílnum þá sést ekki i hlutina á pallinum fyrir ryki.Blaðfjaðrirnar eru líku ekki skemmtilegar og það er varla hægt að bjóða fólki að sitja í aftursætum vegna þess hve hastur hann er. Þetta skánaði vísu mikið eftir að hann fór á 35" dekk.
Síðan fynnst mér vanta loftkælingu í bílinn.
Næsti bíll sem ég kaupi verður ekki pallbíll heldur bíll með gorma allann hringinn og með góðri loftkælingu.
Voanandi Landcruiser eða Patrol.Kveðja
Einn pínu pirraður eftir allt rykið í sumar.
22.08.2006 at 16:18 #558432[url=http://benni.is/jeppar_musso_sport.htm:3vlexzrj]Musso Sports[/url:3vlexzrj] er á svipuðu verði og Ísuzu D-MAX en er á gormum bæði framan og aftan. Hann er með meiri niðurgírun í lágadrifinu og betra framboð á drifhlutföllum og læsingum heldur en japönsku pallbílarnir.
-Einar
22.08.2006 at 16:34 #558434En ég prófaði nýja L-200 bílinn inn í þórsmörk í ferð með pajero klúbbnum,satt best að segja dauðsá ég eftir að hafa prófað bílinn,því bíllinn er þrælgóður með nægt afl 136 hesta,og beygjuradíusinn er tær snilld miðað við 2005 modelið og það sem mér fannst best er að bíllinn er með nægt pláss og var alls ekki hastur.
Rúsínan í pylsuendanum er svo niðurfellanleg afturrúða.
Hvað eyðslu varðar þá veit ég ekki hvað þessir bílar eru að eyða,en minn L-200 2,5 lítra 115 hö er með 14-15 innanbæjar á 38"[url=http://www.mitsubishi-motors.is/gerdir/l200/:1toxahox][b:1toxahox]Nýr L-200[/b:1toxahox][/url:1toxahox]
Kv
Jóhannes
22.08.2006 at 16:49 #558436Ég verð reyndar að vera sammála JÞJ. Fór og prófaði nýja L-200 bílinn um daginn og munurinn var ótrulegur.
Meira afl og fjöðrunin var ótrulega góð miðað við pallbíl.
Síðan er pallurinn styttri og þá er auðveldara að nálgast farangur. Veit samt ekki með hvort hægt sé að þétta hann betur.
Kveðja
Óskar
22.08.2006 at 17:12 #558438ég er með lausn á rykvandamálinu.´
í fyrsta lagi þarf að ná pallinum nokkuð vatnsheldum og loka öllum götum í botninum og sumum bílum (toyota sr5 í það minnsta) eru göt undir kantinum sem húsið liggur á, þeim þarf líka að loka.
Svo er það trickið; setja stokk á milli bíls og palls. Þ.e. fá sér dósabor og taka gat á milli og fá sér svo gormahólk á mili og kítta vel. Svo lokar maður loftuninni sem er aftast í bílnum, í mínum er hún fyrir aftan vinstri afturhurð. Með þessu lætur maður miðstöðinni mynda yfirþrýsting í pallinum og þá kemur rykið ekki inn.
22.08.2006 at 18:54 #558440verð að prófa þetta.
Takk kærlega
Kveðja
Óskar
23.08.2006 at 00:04 #558442Ég ætti nú varla að viðurkenna það í þessum klúbb að vera kominn á Nissan Navara. En ef þú ert að pæla í nýum dísel bíl Þá er navaran málið tel ég.
Mig vantaði bíl sem sameinaði vinnu og áhugamál, og extreame jeppaferðir farnar úr topp 5 áhugamálunum. Nissan hefur kraftmestu dísilvélina og er þokkalega mjúkur á 35 tommuni og eyðslan er 10-14 Lítrar á 100km. Hann er eithvað þyngri en Hiluxinn en töluvert kraftmeiri. Ekkert vandmál að fá leður og ercon ssk og allt sem Landcrusier býður uppá plús það að vera jafn kraftmikill og krúser.Bara að bæta inn að Navara er með: 9" afturdrif 7,5" framdrif, raflás að aftan, 1;265 niðurgírun í kassa, 6gíra kassa eða 5gíra ssk.
23.08.2006 at 00:13 #558444ég vildi nú bara mótmæla því að navaran sé jafnkraftmikil og cruiser. þó tölurnar séu svipaðar, þá þarf maður að skoða gröf til að sjá þetta, en cruiserinn heldur hámarks torki frá að mig minnir 1800 snún uppí 3200 snún. En þetta er mikið styttra bil á nissan mótornum. Og þetta gerir það að verkum að cruiserinn virkar talsvert betur.
Vil þó taka það fram að ég hef ekkert á móti navara, fínir bílar, gott að keyra þá og allt það og örugglega ekki versti kosturinn í fisksalabílum í dag.
23.08.2006 at 13:05 #558446Þekkir einhver ykkar þá bíla? Virðist vera með nokkuð öflugri vél, ef marka má auglýsingar. Hef ekki átt þess kost að prófa þessa tegund og veit því ekkert um þá. – En kemur ekki blessaður Hi-Luxinn með stærri vélinni næsta vetur? Ef skriffinnarnir í Brussell gefa grænt ljós á þá vél, þá er náttúrulega engin spurning með að kaupa Hi-Lux.
23.08.2006 at 13:41 #558448Hef heyrt orðróm (mjög áræðanlegann) um að Hiluxinn komi með 3L vélinni á næsta ári. Þá ættu þarna að vera einhverjir 160 hestar eða svo, ekki satt?
Einn galli við þennan bíl er þó að það er ekki hægt miðað við þessar venjulegu breytingar að koma undir hann 38" dekkjum. Þarf sennilega að færa framhjólastellið fram um einhverja cm til þess að það gangi upp (en það ætti svo sem alveg að vera hægt…:)
kv
Rúnar.
23.08.2006 at 14:44 #558450Takk fyrir góð svör.
Er búinn að skoða Hiluxinn, mætti allveg vera fleiri hestöfl en að öðruleiti alveg þokkalegur. Mér var sagt að hann kæmi í janúar eða febrúar með 3l vélini sem ætti að vera 171hestar og fengist þá lika með sjálskiptingu 4þrepa. Mér biðst að prófa 2,5l bílin með intercoler og tölvukubb.
Musso sport er vist ekki lengur fluttur inn vegna mengunarreglna.
Prófaði Isuzu D-max, finnst mér hávaðinn frá vélini frekar fráhrindandi, eflaust til ráð við því, hef heyrt að han sé léttur í breytingu og verðið skemmir ekki.
Á eftir að prófa Navöruna almenlega, en hún virðist vera áberandi rúmbetri en hinir, en líka dýrust.
Einnig á ég allveg eftir að skoða L-200 bílinn.kv. Óli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.