Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvaða Fiat í Lödu?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.01.2003 at 18:53 #191981
AnonymousSælir/ar
Ég var að velta því fyrir mér hvort þeir sem hafa sett Fiat vélar í Lödur gætu veitt mér upplýsingar.
Ég er að spá muninum á Fiat Argenta 132 og Fiat Croma. Ég veit að Lada gírkassi passar beint á 2.0l vélina úr Argenta og það á ekki að vera mikið mál að koma þeirri vél fyrir í húddinu á Lödu Sport. En veit einhver hvort 2.0l vél úr Fiat Croma árg. 1987 sé sama vélin og er í Argenta? Hafa menn verið að setja einhverjar aðrar vélar Sportarann?
Kveðja
Lada -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.01.2003 at 09:34 #466410
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held nú bara að það væri ráðlegt að fá sér bara nýjan bíl :o)
Eitthvað amerískt helst.
14.01.2003 at 11:32 #466412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll furiousc
Ég veit ekki hvers vegna ég ætti að fara að fá mér eitthvert amerískt fjós, ég hef ekki efni á að vera alltaf að kaupa bensín og gera við. Fyrir utan það þá hef ég átt amerískt og það geri ég aldrei aftur!!! Ég gæti hins vegar trúað því að þú eigir bara eftir að þroskast uppúr þessu eins og svo margir haf gert í gegnum tíðina!
En veit samt enginn neitt um þessa Fiata: Croma og Argenta? Croma bíllinn lítur út voða svipað út og Tempo(eða hvað hann nú hét), fjölskyldubíll í Corolla stærðarflokki. Allar upplýsingar vel þegnar.
Kveðja
LadaI’d rather push my Lada then drive a Jeep!
Jeep = Just Empty Every Pocket
14.01.2003 at 11:40 #466414Það er til 130-150 hestafla kitt á orginal vélina.
Man ekki hvort það er franskt eða ítalskt.
Hérna fyrir nokkrum árum þegar ég átti minn ástsæla græna sportara var ég búinn að kynna mér þetta. Ég skal reyna að finna það aftur… það var ekki mjög dýrt.
en ég vill bara fá að segja:
Lada sport rúlar.. hvað getur maður sagt.. hann ryðgar kannski smá ef maður nennir ekki að bóna hann.. En að öðru leiti er hann svo léttur að maður þarf bara smá dekk undir hann þá er hann farinn að fara allann fjandann í snjó. Plús það hvað fjöðrunin í honum fer vel með mann.
Kveðja Fastur
14.01.2003 at 12:07 #466416
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Birkir.
Alltaf gaman að heyra í mönnum með opinn huga og reynslu:)Þó að bíllinn hafi haldið nánast sama útiliti í um 40 ár þá hafa einungis verið tvær vélar í honum (enda ef það virkar afhverju þá að breyta því?). Sama 1.6l vélin fylgdi honum frá upphafi fram til 1994 en þá kom 1.7l vélin, en rafkerfið í þeim var alveg ónothæft en það var lagað með tímanum. Mig minnir að það hafi síðan verið árið 1997 sem sett var bein innspýting á sömu vél með litlum breytingum.
Veistu eitthvað hvernig þetta system sem þú nefndir virkar og hvort þetta passi kannski á allar vélarnar? Það er líka bara gaman að vita hvernig maður nær yfir 100 jálkum útúr gömlum Freðmýrar Cadillac:) Ef þú veist um einhverja heimasíðu um þetta væri gaman að heyra af henni.Kveðja
Lada
14.01.2003 at 12:53 #466418Sælir !
Ég hef heyrt af þessum kittum í Lödu 1600, þetta var knastás og eitthvað fleira.
Svo voru menn að setja weber blöndung á lödu 1600 og það bætti þá nú víst eitthvað.Kveðja O.Ö.
14.01.2003 at 14:43 #466420
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Talaðu við ‘Omar Norðdal hann setti 132hp fíat vél í sportara á einni helgi og fór að keya og þetta svínvirkaði á Bristone desert dueller 32"dekkjum haugslitnum með minna eða svipað viðhald en á amrískum fjósum
kv Gunnar
14.01.2003 at 16:20 #466422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég átti einu sinni svona bíl en hann var með 132 twincam vélinni. Þetta er eina ladan sem ég hef keyrt í 5 gír upp Skógahlíðarbrekkuna (upp í Þrengsli austan frá) og þurft að stíga á bremsuna til að ná efstu beygjunni. Þá var ég kominn í 110 km hraða. Dauðhræddur.
Þessi vél passar allavega á kassann en það þarf að útbúa allar mótorfestingar fyrir hana. það var illa gert í mínum og það var í raun eina vandamálið við þessa breytingu. Það þarf líka að breyta olíupönnunni en það á ekki að vera stórmál fyrir laghentann suðumann.
Ladan á hinsvegar allann sinn uppruna að sækja til framleiðanda fiat (sem reyndar seldu framleiðsluna og byrjuðu að smíða ferrari í staðin) svo að það er mjög sennilegt að það sé margt sameiginlegt með þessum Fiat mótorum og þá jafnvel hægt að smíða adapter á milli. Ef þú getur nálgast svona vél þá skaltu taka mát af flángsinum með pappaspjaldi og olíu og bera saman við Lödugírkassa.Það svaraði einhver að það væru bara til 2 vélar í lödu en þær eru 3. 1600, 1700, (1700i) og 2000 diesel. Ég sá svoleiðis um daginn og ég hef aldrei heyrt jafn tignarlegt hljóð koma frá lödu.
Ef maður ber saman Lödu sport og Landcruiser þá er það svolítið fyndið af því að lada sport hefur haft læsanlegt sídrif síðan 1970 og gormafjöðrun allann hringinn en cruiserinn kom með þetta hvortveggja fyrst í barbí bílunum að því er ég best veit.
I´d rather push my lada than drive a Musso….
Kv Isan
14.01.2003 at 17:23 #466424Þessar sömu 2.0 twin cam vélar voru líka í stórum Lancia bílum og voru þversum í þeim en þær pössuðu vel oní Fíat og skiluðu góðu afli í þeim og góðu togi.
Mig minnir að ég hafi séð svona vél sem var 16 ventla og komin með beina innspítingu og skilaði alveg helling af hrossum en það er nú hætt við að síberíustálið fari að vera soldið brothætt við svoleiðis búnað.
Bara snild að troða þessu oní Lödu ef þú nennir því á annað borð.
Hlynur R2208
14.01.2003 at 18:04 #466426Sæll Lada
Eitt sinn settum við bræðurnir Fiat 2000 í Lödu Sport þetta tók uþb eina helgi. Annars er mjög góð síða á netinu sem er cloggy.net/ þar er sýnt í smá atriðum hvernig á að setja 2000 Fiat í Sport.
Ef þú vit tjúnna orginal mótorinn athugaðu þá
http://www.lada-sport.de/
http://www.turboniva.ca/Svo er einn snillingurinn búinn að setja Benz dísel í sportarann.
http://www.geocities.com/wanderer4x4/index2.html
Því miður kann ég ekki að búa til svona fína linka eins og sumir
Kveðja Bóndinn
14.01.2003 at 19:51 #466428Ég veit um eitt stikki lödu sem aldrei var kláruð vegna þess að eigandinn flutti úr landi sem er með ný upptekini Fiat 2000 og uppteknum fiat kassa og millikassa úr súkku og afturhásingu úr hilux ATH frekari upl joffco@hottmail annars get ég svarað eithverju um farartækið þar sem ég tók þátt í smíðinni S:8697541
16.01.2003 at 14:40 #466430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil þakka ykkur fyrir öll þessi góðu svör og ábendinar. Ég vil samt sem áður halda spurningunni opinni um þessar vélar. Málið er einfaldlega það að við erum tveir vitleysingar sem höfum hug á að setja vél úr Fiat Croma ’87 í Lödu Sport. Vandinn er sá að vélin er ennþá í Fiatinum og því vildum við vita hvort vélin gangi á Lada gírkassann áður en við rífum hana úr. Ég er búinn að leita eins og villtur hani út um allt á netinu og á verkstæðum hér heima að einhverjum upplýsingum um þetta en það veit enginn neitt. Það er kannski bara ágætt að vera brautryðjandi. Allar upplýsingar eru samt mjög vel þegnar.
Kveðja
LadaSport-bílaklúbburinn – http://www.talk.to/logos
16.01.2003 at 16:25 #466432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég setti Argenta í lödu hjá mér og orginal kassa.
Mér líkaði það ekki svo ég fann sjálfskiftingu úr fiat
og setti í og það virkaði svona líka.
en vandamálið sem ég gímdi við var drifkúlan þ.s festingin
á henni ég minnir að við höfum notast við vélarfestingu
og boltagöt aftanlega á vélinni.
Þetta var 2,0i
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.