Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvaða bóni mæla menn með ??
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Sigurður Kristjánsson 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.05.2009 at 12:53 #204397
Nú þegar loksins kom gott veður í höfuðborginni rauk ég til að bóna bílinn. Ekki er árangurinn eftir gamla Mjallarbónið eins og ég helst vildi hafa hann – tóm ský og flekkir. Nú langar mig að vita hvaða efni menn eru að nota til að hreinsa malbiksdrulluna af lakkinu og hvaða hreinsi- og bónefnum menn mæla með. Bíllinn er grá- metallic.
Einnig væri gott að fá ábendingar um góð efni til að þrífa gluggana og plastdraslið.Kveðjur
Ágúst sem ætlar að vera duglegur að bóna. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.05.2009 at 13:35 #647740
Ég hef prófað mörg bón og mér finns meguiar’s skara frammúr.. það er til i málingarvörum meguiar’s er líka með gluggahreinsi, plastgljáa og dekkjargel ofl..
En til að ná tjöruni er það nátturulega bara að úða tjöruhreinsi á bilinn best þegar hann er þur og láta standa í 10 min.
16.05.2009 at 16:59 #647742Ég hef notað nokkur bón gegnum tíðina, byrjaði á þessu, rauðu járndollum ódýru flýtibóni en það dugði skammt. Fór þá í að blanda saman Mjallarbóni og Hreinsibóni og það gekk vel en nokkur vinna. Svo fór ég í Turtle Wax frá N1 og hef ekki snúið aftur. Endingin er fín ef maður notar Turtle Wax bílasápu á 2-4 vikna fresti. Fyrir utan glansið að þá hreinsað þetta vel það sem fer ekki af við sápuþvottinn. Á erfiðu malbiksblettina að þá er nóg að nudda þá vel og þeir fara af. Stundum þarf ég að nota nöglina á feitu blettina til að flýta fyrir. Bónið er auðvelt að bera á og miki auðveldara að taka af. Fljótlegt og virkar vel.
16.05.2009 at 17:02 #647744Besti tjöruhreinsirinn sem ég hef notað er Turbó Sámur 2296. Skolar bílinn fyrst úðar þessu á nuddar með svampi, lætur bíða í 5mín. Skolar svo af. Má blanda með vatni. (Farið eftir leiðbeiningum)
Sonax Hard wax bón virkar fínt sem tjöruhreinsir líka.
Það bón gefur góðan gljáa en endist stutt.Eitt bón sem mér hefur líkað vel er MAXWAX frá Simoniz (Olís) með grænum límmiða. Hraðbónið frá Mjöll er líka fínt. Endist nokkuð lengi líka.
Kveðja
Þengill
16.05.2009 at 18:20 #647746því að þú ætti að fara í John Lindsay umboðið í skipholti…man ekki alveg númer hvað, en kaupir þar bón sem þeir selja og er bleikt á litin, eftir 3 – 5 skipti er upprunalegi liturinn á bílnum stiginn upp og hann lítur skuggalega vel út… Er gott á nýja bíla sem og eldri
16.05.2009 at 19:24 #647748Mér finnst Undra tjöruhreinsinin bestur,
Svo nota ég Sonax til að ná restinni af tjörunni (ef einhver) og innan á olíulokið.
Ég nota Mothers FX Zinwax og svo bóna ég bílinn þrisvar á ári með Mothers þriggja laga bóni (Vorin, Haustin og ca miðjan Vetur).
En smekkur manna er misjafn, ég er búinn að prófa þó nokkur bón og á eflaust eftir að prufa fleiri.Bónkveðja
Árni F.
16.05.2009 at 23:44 #647750Ultra gloss ekki spurning þolir tjöruþvott létt að vinna og endist vel.
Fæst í N 1 í Hafnarfyrði var selt hjá Esso enn þeir hættu með það sennilega of gott.
17.05.2009 at 00:02 #647752Það er klárlega besta bónið sem þú færð hérna heima í dag, MJÖG auðvelt að vinna það og flottur glans sem kemur. Þú færð bónið hjá Bæza uppá Höfðabílum. Getur bjallað í hann beint í síma 898-2832. Þú verður ekki svikinn af þessu bóni!
17.05.2009 at 06:21 #647754Frændi minn rak bónstöð og sagði mér að nota ultra glos bón, ekki spurning sagði hann. Hef notað þetta bón síðan,frábær árangur, auðvest í notkun og gefur GLERUNG, ekki vax húð, vaxhúð eiðist í sól, ekki glerungur.
Málið er að hreinsa ALLAN bílinn vel og eiða góðum tíma í þetta, að bóna með þessu allan bílinn ALLAN
Það dugar að bóna bílinn einu sinni á ári (hljómar vel)
Eini vandinn við þetta bón er sá að ef þú lendir í tjóni verða viðgerðarmenn ekkert ánægðir vegna þess að það er ekkert auðvelt fyrir þá að vinna í gegnum þennan glerung.
Ps. hef ekki notað annað í mörg ár og bara ánægður.
Halli sem að er ánægður með bónið.
17.05.2009 at 13:38 #647756Mæli hikstalaust með undra tjöruhreinsi sem er góð ryðvörn líka smýgur allstaðar á milli og skilur eftir tólg( hann er búinn til úr kindamör) ef að mikil tjara er á bílnum er gott að ná henni af með hardvax frá Sonax nota það líka í falsana í sambandi við bón eru þetta mikil trúarbrögð ég er með bónstöð og er búinn að prufa allt mögulegt í þessum efnum þetta er allt mjög svipað ég nota helst efni frá Gísla Jónsyni heita Concept mjög góð lína en þetta með Metalick lakkið er þekkt vandamál verður skýjað og eins og það vanti bón á bletti hef notað bón frá Sonax sem ég man ekki hvað heitir en er gert fyrir metalic lakk
Kveðja Bónerinn!!!!!!!!
17.05.2009 at 17:29 #647758Margar fínar ábendingar, takk fyrir.
Líst vel á umhverfisvænan innlendan tjöruhreinsi og svo Ultragloss bón þar á eftir. Mig minnir að ég hafi reynt það einhvern tíma á hvítan bíl sem var með mikið rispað lakk. Flest bón sem ég prófaði skildu eftir ömurlegar dökkar rákir, en þetta bón svínvirkaði. Það fékkst ekki þegar ég ætlaði að kaupa viðbót, en hugsanlega er það nú komið aftur í hillurnar hjá N1.Ágúst
17.05.2009 at 19:25 #647760Fyrst að er verið að tala um bón datt mér í hug að lauma þessu með. Leoemm er með uppskrift af heimagerðum tjöruhreinsi,ég á eftir að prófa þetta eitthverntíman. Verðin eru eitthvað útí hött núna samt
"Tjöruleysir (rúmlega 100 kr. lítrinn)
Ég kaupi ódýrasta uppþvottalöginn í Bónus (500 ml á 160 kr. Set 300 300ml (96 kr. tóman 20 lítra plastbrúsa. Plastbrúsann fylli ég með tæpum 20 lítrum af steinolíu (frá dælu) hjá N1-bensínstöðinni (Esso) á Ártúnshöfða. Þegar heim er komið sný ég brúsanum nokkrum sinnum til að blanda sápuna steinolíunni. Auk þess að vera uppleysandi eykur uppþvottalögurinn (sápan) viðloðunarhæfni steinolíunnar þannig að hún fær lengri tíma til að leysa upp tjöruna. Þessu efni úða ég á bílinn og þvæ síðan af með kústi og vatni. Sé mikil tjara á bílnum endurtek ég úðunina. Þvottinum lýk ég svo með því að setja 2 tappafyllingar af Sonax bílasápu/bóni (vökva) út í 10 lítra fötu af vatni sem ég ber á bílinn með svampi og skola af með vatni. Kostnaður: Steinolían kostar 110 kr. lítrinn (7/2/09) og sápulögurinn 96 kr. Samtals 2296 kr. Tjöruleysirinn minn kostar því 115 kr. lítrinn."annars hefur mér verið kennt að nota Sonax Hardwax og mig finnst það fínt,en langar að prófa Turtlewax 😉
17.05.2009 at 21:02 #647762Magnús Þór takk fyrir þetta auðvitað er þetta eina vitið.
kv:Kallips Ég mæli með ultra gloss en ég hef ekki séð það um hríð.
17.05.2009 at 22:59 #647764Keyra Reykjanesbraut í norður, undir Miklubraut/Vesturlandsvegur, hægri og aftur hægri, þar er olíufélagsverslun, þar fékk ég síðast Ultra gloss eftir mikla leit.
18.05.2009 at 18:06 #647766Takk fyrir þetta Hallgrímur ég þangað. Hefur þú nokkuð hnitin ef maður skildi villast.:)
kv:Kalli
18.05.2009 at 19:52 #647768Talandi um þvott og bón. Ég þekki fleiri en einn bílasprautara og þeim ber saman um að bíla framleidda eftir 2000 eigi alls ekki að þvo með kústi, heldur eingöngu með svampi og sjampói. Ástæðuna segja þeir þá, að frá og með þessu ári (2000) séu öll bílalökk framleidd í vatnsbasa, þ.e. vatnsþynnanleg og þoli ekki kústana, þá verði lakkið á bílunum rákað og rósótt undan hárunum. Ekki sel ég þessi vísindi dýrara en ég keypti. En varðandi tjöruhreinsi og bón, þá er ég ekki mjög sáttur við þessi dýru tjöruhreinsiefni, en tek undir að Undri skemmir ekki bílana, en nær ekki hörðustu tjöruslettunum. Þeim hef ég yfirleitt náð af með Sonax Hard Wax. Það bón er hinsvegar ekki mjög endingargott, en gefur góðan gljáa og er auðunnið. Það er því nauðsynlegt að mínu mati að nota eitthvert dýrara og betra bón til að fá bónhúð. Menn, sem ég þekki, láta vel af Maguire – vörum, ég hef ekki prófað þær sjálfur. Ég hef yfirleitt þann sið þegar ég hef farið í bæinn (Rvík og nágr.) að þvo bílinn fyrst með háþrýstiþvottatæki, úða svo tjöruhreinsi á hann, þvo aftur með háþrýstitækinu og svampa hann svo með bílasjampói. Oftast hef ég notað þetta "þvær og bónar" frá Sonax. Svo er farið í hreinsunaraðgerðir með Hard Wax og síðast bónað með góðu bóni.
18.05.2009 at 20:26 #647770Gaman að þessu. Ein bóntegund hefur ekki verið nefnd hérna sem er tiltölulega nýkomin á markað en það er GOLLIT. Vörur sem svínvirka og fást á Bakkabraut 8 í Kópavogi, heitir Bíladoktorinn. Benz-áhugamenn halda ekki vatni yfir þessu þessa dagana. Hér er linkur á umræðu um þetta.
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=11299
18.05.2009 at 21:53 #647772sleppa þvotti og bóni og mála á 3-5ára fresti 😀
18.05.2009 at 22:18 #647774Ég fylgdi leiðbeiningunum í norður undir Miklubraut og svo tvisvar til hægri. Endaði við hús í Knarrarvogi þar sem enn voru N1 plaköt í gluggum, en þar er nú ekki selt neitt nema vinnufatnaður.
Svo hvíslaði lítill fugl því að mér að í N1 í Hafnarfirði fengist hugsanlega Ultra Gloss. Ég þangað og viti menn þar var til teflónbón sem heitir Ultra Glozz, já með zetum. Ég veit ekki hvort þetta er sama stöffið og hét Ultragloss, en keypti einn bauk til að prófa. Samkvæmt leiðbeiningum um notkun gæti þetta verið það sama.
Keypti líka einn brúsa af Undra tjöruhreinsi. Prófaði hann í kvöld og verð að segja að í kvöldkulinu fannst mér snöggtum skárra að fá þennan úða framan í mig en jarðolíuúðann af öðrum tjöruhreinsiefnum sem ég hef prófað. Svo eru hendurnar svo mjúkar á eftir – og lyktin – alveg eins og maður hafi verið að naga djúsí lambakótelettur. Fæ bara vatn í munninn.Ágúst
18.05.2009 at 22:18 #647776Ég fylgdi leiðbeiningunum í norður undir Miklubraut og svo tvisvar til hægri. Endaði við hús í Knarrarvogi þar sem enn voru N1 plaköt í gluggum, en þar er nú ekki selt neitt nema vinnufatnaður.
Svo hvíslaði lítill fugl því að mér að í N1 í Hafnarfirði fengist hugsanlega Ultra Gloss. Ég þangað og viti menn þar var til teflónbón sem heitir Ultra Glozz, já með zetum. Ég veit ekki hvort þetta er sama stöffið og hét Ultragloss, en keypti einn bauk til að prófa. Samkvæmt leiðbeiningum um notkun gæti þetta verið það sama.
Keypti líka einn brúsa af Undra tjöruhreinsi. Prófaði hann í kvöld og verð að segja að í kvöldkulinu fannst mér snöggtum skárra að fá þennan úða framan í mig en jarðolíuúðann af öðrum tjöruhreinsiefnum sem ég hef prófað. Svo eru hendurnar svo mjúkar á eftir – og lyktin – alveg eins og maður hafi verið að naga djúsí lambakótelettur. Fæ bara vatn í munninn.Ágúst
19.05.2009 at 18:01 #647778Já sama sagan hér, fýluferð en reyni N1 jú ég held að þetta sé sama stuffið með zetunum.
kv:Kalli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.