FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hvað vikta jeppar?????????

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað vikta jeppar?????????

This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Birkir Jónsson Birkir Jónsson 21 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.01.2004 at 09:58 #193529
    Profile photo of
    Anonymous

    Góðan dag félagar

    Ég er aðeins búin að vera að pæla hvað hinir ýmsustu jeppar vikta.
    Ég keyri um á 3ltr. Patta á 44″ sem viktar 2550 kg. með engu, semsagt mundi ég ímynda mér að hann sé 3000 til 3200 kg. ready for race!
    Ég hef heyrt það svo oft að gamli Pattinn og 80 LC sé svo miklu léttari, en ég er ekki alveg að trúa því, því ég veit það fyrir víst að 90 LC á 38″ er 2,1-2,2 með engu! Svo 80 LC og gamli Pattinn hljóta að vera eitthvað þyngri en það.
    Það hlýtur að vera einhver hérna sem getur frætt mig um þetta?

    Kv Steini forvitni

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 21.01.2004 at 10:34 #485314
    Profile photo of Ægir Sævarsson
    Ægir Sævarsson
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 424

    það eina sem ég veit að gamli bílinn er enkvað letari 200-300 kílóum





    21.01.2004 at 10:39 #485316
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar

    Ég er á ´86 Datsun á 40" dekkjum og hann viktar 2320kg fullur af olíu(75L tankur) svo hann er líklega um 2800kg tilbúin í ferð með 2 mönnum og dóti.

    Kv.
    Dóri Sveins
    R-2608





    21.01.2004 at 10:41 #485318
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    jæja.. range roverin minn viktar 1900kg með fullum tank á 36"mudder á 14" breiðum felgum…. á einhver til einhverja töflu eða eitthvað yfir flot í dekkjum…

    ertu ekki að tala um 2.5 tonn með fullum tank ?





    21.01.2004 at 11:15 #485320
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    stráksi;

    ef þú vilt vita hvað bíllinn flýtur er bara að nota eðlisfræðina. Þetta snýst bara um það hversu mikið bíllinn þrýstir niður, eða kraftur á sneriflatarmál dekkjanna. Það ætti nú að vera tiltölulega auðvelt að finna snertiflatarmálið, bara mæla það :) og hafa það í fermetrum.

    kraftinn fynnirðu með því að taka massa bílsins í kg og margfalda með 9.8 (sem er þyngdarhröðunin).

    þá færðu þann þrýsting (P) sem bíllinn ýtir niður svona:

    P = F/A og einingin verður Pa (paskal)

    þar sem F er krafturinn (massi bílsins í kg * 9.8) og
    A er heildar snertiflatarmál allra dekkjanna.

    Vona að þetta hafi ekki verið of flókið hjá mér… En með þessu ætti að vera hægt að bera saman flot á bílum, eða einfaldlega hverstu þungt þeir stíga niður.

    þetta er reyndar smá einföldun, þar sem þyngdardreyfing bílsins er ekki endilega jöfn á fram og aftur hásingar.

    Baldur





    21.01.2004 at 11:29 #485322
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Með öllum pakkanum, 240 lítrum af dísli, skriðgír, spil, verkfæri, drullutjakkur, álkall, skóflur, toppgrind, sjúkrabörur, teppi, súrefnistæki, etc…
    Vóg slétt 3000kg á vikt, með 70 kg ökumanni og án annars farangurs.

    Hiluxinn hjá mér er einhver rúm 2000kg tilbúinn á fjöll.

    Kveðja
    Rúnar.





    21.01.2004 at 11:38 #485324
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 332

    Vandinn er þá að finna út snertiflöt dekkjanna.

    Þá verður væntanlega að taka með í reikninginn ummál og breidd dekkjanna og finna út eitthvað hlutfall af því.

    Svo er annað mál að þegar hleypt er úr, eykst snertiflötur stærri dekkja hlutfallslega meira en á minni dekkjum, þar sem snertiflöturinn er í tvívídd og þar rekur mig í vörðurnar.

    Hvar eru stærðfræðiséníin?





    21.01.2004 at 11:40 #485326
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Hvar getur maður látið vikta bílinn hjá sér ?

    BM





    21.01.2004 at 12:11 #485328
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar

    Ég hef nú alltaf farið á viktina hjá þeim í malbikunarstöðinni, mjög almennilegir þar.

    Kv.
    Dóri Sveins
    R-2608





    21.01.2004 at 12:13 #485330
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Höfði malbikunarstöð viktar bíla. Eru á Sævarhöfðanum við hliðina á Ingvari Helgasyni.

    Kv
    Peve





    21.01.2004 at 12:34 #485332
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ég er með Daihatshu Rocky 2.0 bensín á 35" dekkjum núna.
    Ég lét vigta hann á 32" sumardekkjum og þá var hann 1590kg.

    Kveðja O.Ö.





    21.01.2004 at 12:38 #485334
    Profile photo of Gísli Bjarnason
    Gísli Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 26

    Sælir allir saman
    ég er með LC80 á 36" og hann viktar 2.550 kg
    en pabbi gamli er með patrol á 33" og hann viktar 2.100kg
    Báðir bílarnir eru ekki með neinn útbúnað til langra fjallaferðar þið vitið..
    kv





    21.01.2004 at 13:12 #485336
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    gislisv;

    ætli ég teljist ekki stærðfræðiséní, en ég hef ekki skoðað það mjög mikið hversu mikið dekkinn fletjast út. Hugmyndin mín var að mæla það hreinlega bara með málbandi. Hleypa bara úr og mæla hversu stór flöturinn sem snertir verður.

    En að finna út einhverja formúlu til að vita nákvæmlega hver snertiflöturinn yrði, væri óþarflega flókið, og það þyrfti væntanlega að gera fyrir hverja og eina dekkjategund, með hverri og einni felgubreidd… osfv. og svo hefur massi bílsins eitthvað að segja.

    Þetta væri eflaust hægt, en ég lít svo á að einföld mæling með málbandi væri besta og einfaldasta lausnin, þó svo að það yrði aldrei mjög nákvæmt, en nógu nákvæmt.

    Annars væri gaman að prófa og sjá hvort línulegt samband er á milli loftþrýstings í dekki og snerti flatarins, ég efa það reyndar.

    Baldur





    21.01.2004 at 13:41 #485338
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Spurning til stráksa.Hvernig færðu Roverinn svona léttann??
    Minn er 2050 kg fullur af olíu.





    21.01.2004 at 15:02 #485340
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    þetta kemur kannski svoldið seint, en á að vera svar til Bardurg þar sem að hann skrifaði um flot dekkja og formúlu fyrir það………..

    en þarf ekki að reikna það með í þessu að öll radial dekkin eru með frekar sterka kanta, og þegar hleypt er úr á breiðum felgum myndast skál undir sem að þjappar snjóinn inn í sig ef að færið er þannig, þá ertu að fá meira flot

    (d. taktu tvo snjóbolta, jafnstóra, þjappaðu annann en ekki hinn, og prófaðu svo að ýta ofan á þá, þá þarftu meiri þunga til að brjóta þann þjappaða, ekki satt?)





    21.01.2004 at 15:05 #485342
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 332

    Ert þú nokkuð á 5 dyra bíl?





    21.01.2004 at 15:08 #485344
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    … og dísilvél á móti lítilli V8 sem er held ég úr áli í ofanálag?

    -haffi





    21.01.2004 at 15:47 #485346
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    jeppinn minn viktar 1380kg. á 33"





    21.01.2004 at 16:35 #485348
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jú,hann er 5 dyra með TD5 rover díesel





    21.01.2004 at 16:53 #485350
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég er með v8 stock vélina sem er léttari en td5 vélin að ég best veit…… einnig er bíllin 2gja dyra og þeir eru léttari… Síðan átti ég einn stock range rover 2 dyra og í skráningarskírteini á honum stóð 1670kg…

    kv,
    Jón þór





    21.01.2004 at 17:28 #485352
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þar kemur skýringin, 5 dyra bíllin er sennilega um 100 kg þyngri(boddíið) og svo er það drísillinn, 4 cyl landrover dísel er ca 250 kg og þá 5 cyl jafnvel heldur þyngri ef eitthvað er. Buick álvélin er eftir mínum léttustu tölum 156kg án olíu svo það munar svolitlu. Engin furða að ég hafi valið hana í bílinn minn þar sem ég er eingöngu að leita að léttum bíl með mikið flot. Ég er að stefna á 1500 kg eigin þyngd á 38" dekkjunum og 15" breiðum felgum, er þó hræddur um að hann fari nálagt 1600kg með tóma bensíntanka.

    Kv. Ásgeir





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.