Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað varð um Mjallhvíti?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.09.2007 at 20:46 #200737
Sælir félagar veit einhver hvað varð af Mjallhvíti var að rekast á nokkrar myndir af henni á síðunni gaman væri að vita hvað hefur orðið af bílnum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.09.2007 at 20:50 #595908
Ég held að hún sé ónýt.
03.09.2007 at 20:56 #595910ég sá fyrir einhverjum árum síðan niðri við bílanaust gamla einhverja toyotu sem var langt komin í niður rifum hvort það sé sami bíllinn er ég ekki klár á
03.09.2007 at 21:43 #595912Það var Mjallhvít sem var þarna í draslinu bakvið gömlu Bílanaust, alls ekki löngu áður en ég sá boddýið þar þá var bíllinn á tjónauppboði með einhvers konar undirvagnstjón. Hvort boddýið hafi endað í ruslinu veit ég ekki en finnst það svona heldur ólíklegt, það var nefnilega mjög heillegt að sjá! En síðan eru nokkur ár, ætli þau séu ekki farin að nálgast 5 svei mér þá…
kv. Kiddi
04.09.2007 at 00:07 #595914hvaða bíll er það aftur kannast helviti mikið við þetta nafn 😀
04.09.2007 at 00:22 #595916þá var hún ónýt, sá hana einmitt á tjónauppboði hjá sjóvá minnir mig og var þá allt ónýtt undir henni að framan og eitthvað meina í undirvagninum en hvað það allt var man ég ekki,
Þetta er hvíti double cab hiluxinn sem var búið að samtengja pallinn, húsið á pallinum og húsið á bílnum og opna í milli og hitt og þetta, þessi bíll hefur verið nokkuð frægur innan jeppamanna. ég sá þennan bíl (þegar hann var á lífi) á bílasölu á selfossi en hvort hann sé þaðan veit ég ekki en auðvitað hafa Selfyssingar nokkuð góðir og djarfir í jeppabreytingum.
það eru einhverjar myndir af henni hér ávefnum en ekki viss hvað.
Kv Davíð
04.09.2007 at 08:40 #595918Sælir félagar, fyndið að rekast á þetta. Þannig er mál með vexti að bróðir minn keypti þennan bíl frá Sauðárkróki á sínum tíma og átti hann í amk einn vetur. Síðan skipti hann við Sidda rakara frá Akureyri og hann tók cruserinn hans í staðinn. Fljótlega eftir skiptin þá er Siddi á leiðinni suður og ekki vill betur til en svo að hann dottar undir stýri og bíllinn endar í í kanti. Eftir þetta var hann dæmdur ónýtur og ég hef það eftir einum sem var að spá í að kaupa leifarnar að bíllinn hafi farið á 250 eða 300 þúsund. Í bílnum var Chevi vél og kassi ný 44 DC dekk og eitthvað meira dót, allt vel yfir 300 kr virði. Skelli inn link á þær myndir sem ég er með af bílnum.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/552:818k554d][b:818k554d]Myndir[/b:818k554d][/url:818k554d]
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/553:818k554d][b:818k554d]Meiri myndir[/b:818k554d][/url:818k554d]
04.09.2007 at 10:11 #595920Djöfull er hann eða var allavega flottur
Hann hefði nú alveg mátt sleppa því að dotta undir
stýri kallinn…
04.09.2007 at 13:22 #595922Svo fór þá með þennan ágæta bíl. Ég sé ekki betur en þetta sé Hi-Lux sem hann Óskar Halldórsson, ókrýndur fjallkóngur jeppamanna í Skagafirði átti á sínum tíma. Í honum var Chevy Vortec mótor með tilheyrandi sjálfskiptingu, það voru í honum gormar hringinn minnir mig. Man ekki hvort Óskar var búinn að setja í hann loftfjöðrun. En þetta var alveg sérstaklega skemmtilegur bíll og toppstandi þegar hann fór frá Óskari, enda er hann einstakur hvað varðar hirðu á bílum. En, "sic transit gloria mundi".
04.09.2007 at 14:26 #595924Undir einni myndinni stendur þetta allt.
Alvöru búnaður þetta..Bíllinn: Gerð Toyota D/C. Yfirbyggður. Árgerð 1989. Númer: KT-375. Vél 4,3 Cevi vortec (flækjur). Árgerð 1993. Skipting C 700.sjálfskipting, árgerð 1993. Millikassi Toyota orginal. Framhásing Orginal ARB læstur. (færð fram um 5 cm). Afturhásing Orginal ARB læstur. (færð aftur um 25 cm). Hlutföll ,5:29. Fjöðrun Gormar aftan/framan. Dekk 37×16( Sumardekk ) 44×16,5-15 D/C. Sími NMT 855-2464 Sérsmíðuð toppgrind m/4 hliðarljósum álkassa. Kassi aftan á hlera samlit. Warn Dráttarspil með Dynex togi. Sérsmíðaðar stuðaragrindur með drullutjakksfestingum að framan og aftan. Sérpantað ljósaskyggni fyrir ofan framrúðu. Sérsmíðaður 150 ltr. aukabensíntankur. Fjarskiptatæki: CB-stöð VHF-stöð Gufunes NMT-sími GPS og fartölva Steríógræjur: Pioneer útvarp með CD-spilara 200 watt kraftmagnari bassabox + 6 hátalarar Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn Ljósabúnaður: 2ja geisla IPF kastarar af sverustu gerð að framan. 2 gullaugu að framan. Fjarstýrt leitarljós á toppi. 6 hliðarkastarar ( vinnuljós ) 2 vinnuljós að aftan
04.09.2007 at 19:37 #595926Var ekki Hiluxinn hans Gulla sonax líka kallaður mjallhvít.var það mun meira breyttur bíll og mun fallegri að mínu mati
05.09.2007 at 01:16 #595928Hér eru saman safn af vatnshöfuðum! það var bara SONAX bíllinn sem var Mjallhvít. Hitt er bara eitthvað frík sem er með ólíkindum ógeðslegt og tæplega hægt að flokka undir nokkuð annað en trússbíl undir beljur.
Kveðja Eyþór
05.09.2007 at 12:14 #595930Þetta voru nokkuð litríkar breytingar á þó nokkuð mörgum Hiluxum á þegar líða tók að tímabilið þegar þeir voru upp á sitt besta bæði á fjöllum og breytingaverkstæðum. Menn voru farnir að vilja meira afl og þægindi sem aftur leiddi af sér vélarskifti og þá oft 4,3 Chervolet eða jafnvel átta sílendra rokk. Nátturulega sjálfskiptingu með og ekki þótti verra í framhaldinu að skifta út kökklinum að aftan og settja ammrískst járn í staðinn. Einnig var blaðfjöðrun oft skift út fyrir gorma. Þeir alhörðustu sem gengu lengst lengdu svo bílana á grind.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.