This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú eru menn búnir að jarða ferðafrelsið. Hvað ætlum við að gera næst. Ég mæli með að við heimækjum ráðherra á kvöldin og minnum á okkur reglulega næstu vikur eða mánuði. Þorgerður Katrín tók sér ekki hlé fyrr en eftir að hafa verið heimsótt í nokkur skifti. Ég er ekki að tala um ofbeldi eða neitt slíkt, heldur að við mætum heima hjá henni Svandísi reglulega til þess að minna hana á það að við gefum ekki ferðafrelsið eftir baráttulaust. Það er kannski glannalegt að skrifa svona á netið en að mínu mati er engin ástæða lengur fyrir mig að vera á þessu skeri ef ég fæ ekki að ferðast um Ísland án þess að sækja um leyfi til þess. Að mínu mati er það nóg skreðing á ferðafresli að geta ekki ferðast erlendis lengur en ég verð endanlega galin ef að ég á heldur ekki að geta ferðast um mitt eigið land. Það er ekki lengur á færi allra á Íslandi að ferðast erlendis það tryggir okkar kæra króna. 500 þúsund króna mánaðarlaun sem þóttu ekki svo slæm eru sambærileg laun og fást greidd fyrir að vinna við skúringarvinnu erlendis. Það þýðir að venjulegur Jón fer ekki erlendis nema að hann vinni í lottó.
Mætum og mótmælum næstu vikur og mánuði fyrir utan hjá ráðherra vor sem ætlar að svipta okkur því seinasta sem við höfum hér í þessu landi, það er ferðafrelsi um eigið land.
Kveðja, Theodór Kristjánsson Kt 130468-5519
félagi í ferðaklúbbnum 4×4
You must be logged in to reply to this topic.