This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að týna til nokkur atriði sem mætti betrumbæta á síðunni. Ég hef áður komið með nokkrar ábendingar og eftir að hafa lesið ýmsar kvartannir félagana hérna, þá hef ég ákveðið að setja nokkur atriði í forgangsröð.
1: Innskráningartími:
Innskráningartíminn er of stuttur. Þegar verið er að skrifa innlegg lenda margir í því að skrást út úr kerfinu þegar kemur að því að senda innleggið inn og því eru jafnvel öll skifin glötuð fyrir vikið. Þarna má líka bæta inn þeim möguleika að virkja kökur þannig að viðkomandi félagsmaður geti hakað við þann möguleika að láta kerfið muna eftir sér og því útskráist viðkomandi aðili ekki þó hann slökkvi á vafranum, heldur kemur sem innskráður næst þegar hann heimsækir síðuna. Þessi möguleiki er innbyggður í öllum svokölluðum OpenSorce kerfum sem boðið er uppá í dag.2: Lengd einstakra spjallþráða:
Lendt sumra þráða er kanski orðin 40 til 50 póstar og þaðan af meira og kallar því á endalaust skroll niður síðuna í leit að því efni sem síðast var lesið. Þetta er hægt að laga með því að takmarka fjölda efnis á síðu eins og gert á forsíðu spjallsvæðis og vísa þá bara í eldra efni með tengli neðst á síðu ásamt númerafjölda síðna sem væri þá tengt hverri síðu þannig að hægt væri að fara á hana með einum smelli.3: Tómlegt neðst á spjallþráðum.
Neðst í hverjum spjallþræði væri mjög ákjósanlegt að hafa tvo möguleika. Efst á síðu og Spjallsvæði. Þannig flýtileiðir mundu gera spjallsvæðið skilvirkara fyrir notendur auk heldur þeirra þæginda sem það mundi vera fyrir notendur að standa ekki í eilífu skrolli upp og niður eftir sömu síðunni.Ég vona að þessar hugmyndir verði skoðaðar af fullri alvöru, enda á þetta svæði að vera þægilegt í umgengni fyrir notendur. Ekki satt?
You must be logged in to reply to this topic.