This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Ragnar Stefánsson 8 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að varpa fram þessum vangaveltum mínum þar sem ég er að skima eftir óbreyttum bíl til að breyta á 54. Er með sett af Unimog Dingo hásingum inn í skúr sem langar alveg óskaplega mikið til að komast undir svona bíl. Ég var annars orðinn hálf afvega leiddur af Dodge Ram óráðinu en eftir að ég kynntist síðunni „Powerstrokehelp.com“ (sem er gargandi snild) þar sem Bill Hewit fer á kostum vil ég skora á alla Ford eigendur að horfa á öll myndböndin hans eins og ég er búinn að gera. Ef það er einhverstaðar til heilagur sannleikur um Diesel vélar í Ford þá er það þarna. Jæja nóg um það, það sem ég er að reyna að seigja er að þarna er maður sem vert er að ljá eyra. En mál málanna hvað er skynsamlegast fyrir mig að gera? Á ég að flytja inn bíl eða finna eitthvað hérlendis? Er meira að seigja að spá í einsdrifs bíl þar sem ég verð hvort sem er með eigin uppsetningu á milligírum og millikassa eða eru þessir kassar alveg tilbúnir í átökin sem eru í þeim? Svona smá pælingar, endilega kommentið á þetta því nú ríður á að svala viskuþorstanum. Kveðja Raggi á Brú
You must be logged in to reply to this topic.