This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Mörg stór orð hafa komið úr munnum jeppamanna og aðra í útvarpsþættinum „Spegilinn“ í garð mótorhjólamanna.
Langaði aðeins til að heyra í ykkur jeppamönnunum hvað ykkur fynnst svona allmennt um mótorhjólamenn, veit allveg sjálfur að það eru mótorhjólamenn sem spóla upp gróður alveg eins og það eru jeppamenn sem gera hitt sama. En þessir svörtu sauðir eru ábyggilega ekki í t.d. 4×4 sem jeppamenn eða t.d. VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) sem mótorhjólamenn.
Ég get nú varla trúað því að enginn jeppamaður á mótorhjól eða hefur átt mótorhjól.
Hvað er málið með suma að skíta út mótorhjólamenn eins og við séum bara einhver ættbálkur sem gerum ekkert annað heldur en að skemma landið okkar? Það sem ég er að segja er ekkert til að skíta ykkur jeppamenn út heldur að segja að þið eru svartir sauðir í öllum sportum en af hverju þá að benda á okkur mótorhjólamenn eins og í Speglinum.
Hef margoftm séð fór í grónu landi eftir jeppa og einnig eftir mótorhjól. Er þá ekki málið að standa saman (mótorhjólamenn og jeppamenn) gegn landspjöllum í staðin fyrir að skíta út hvern annan og benda alltaf á hinn.
Bæði þessi sport hafa alltaf verið að fá eitthvað í sig s.s. þessir spóla bara upp landið og skemma allt. Væri ekki bara hægt að standa saman einu sinni og reyna að koma í veg fyrir þetta, jafnvel að jeppamenn og mótorhjólamenn komi saman í einhvern útvarpsþáttinn og ræði málin og reyna að koma því útúr sér að þetta eru oftast ekki menn innan félags sem gera svona hluti og standa saman gegn landsspjöllum ?.
Hvað fynnst ykkur… ?
Kveðja,
Aron Frank Leópoldsson // aron@icemoto.com
You must be logged in to reply to this topic.