Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað finnst mönnum um þessar breytingar?
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Ingi Halldórss 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2004 at 19:23 #194944
AnonymousNú hefur maður verið að fylgjast með myndum og texta sem „Birdie“ hefur verið að setja inn af breytingum sínum á jeppanum. Hvað finnst mönnum um þetta? Er eitthvað vit í þessu að setja svona þungar hásingar undir þennan bíl? Er einhver reynsla af þessum skriðgír?
Kv. Mikill áhugamaður um jeppa en á því miður á engann. Vilhelm S.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2004 at 08:44 #509632
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
……þetta mun heita beadlock.
Bead er upphleypta brúnin á dekkinu sem smellur á felguna – Beadlock er þá eitthvað sem læsir þessari brún við felguna……ÓHG
14.12.2004 at 02:04 #509634en þrátt fyrir að margt sé jú ágætlega málað og bónað þarna og reyndar furðuvel mv. það sem yfirleitt sést á þh. vögnum verð ég að gera nokkrar athugasemdir. Röðin segir til um hvað mér þykir mikilvægast að breyta.
1. Gormarnir á afturhásingu sýnist mér vera innan við stuðpúðana. Mér finnst það einfaldlega asnalegt og til þess gert að takmarka möguleika fjöðrunarinnar. Best er að hafa þá sem næst gormunum og jafnvel innan í þeim en allavega alls ekki utan við.
2. "Brakketið" fyrir stífuna á framhásingu uppí grind er alltof framarlega, þe. augað. "Ultimate" staðsetning á auganu er sem næst rörinu, fyrir miðju, og í "fútti" við stýrisstöngina. Svona staðsett er jafnvíst að álag verði óþarflega mikið á stífugúmmí, ef ekki fleira.
3. Gormar settir undir en ekki loftpúðar, ….synd!
4. Afturstífurnar hugsanlega hafðar óþarflega stuttar. Hálfgerð "einföldun" að segja bara "..eins og á orginal". Mv. metnað í ýmsu þarna hefði vel mátt lengja í þeim og ná meiru út úr fjöðruninni (að því gefnu að lið 1 sé breitt!). Metnaðarleysi.
5. Hefði leitast við að staðsetja neðri augu dempara á afturhásingu ofar á rörið til að fyrirbyggja að "brakketið" og demparinn yrði fyrir hnjaski eða trafala í ófærð.
6. Að endingu verð ég að nefna að felgurnar fyrir 44" sýnist mér vera 16" (kann að vera rangt) og það auðvitað takmarkandi, auk þess verða spokemiðjurnar sennilega veikasti búnaðurinn í hjólabúnaðinum, original-miðjur væri mun heppilegra!
M.ö.o. held þessi bíll geti orðið hálfleiðinlegur í stýri, slíti gúmíum óþarflega mikið, fjaðri ekki rasskat, og drífi minna en menn hérna almennt virðast búast við.
Burtséð frá því, "go for it" strákar, eruð að gera margt gott þarna.
14.12.2004 at 09:14 #509636Þetta kalla ég að skemma gott partý.
En frábært að sjá svona myndir af breytingum og væri óskandi að fleiri gerðu svona myndasögur. Mæli með að f4X4 fái leyfi til að nota albúmið þannig að það væri aðgengilegt undir t.d. tæknisíðum vefsins, síðan mætti bæta fleirum við.
Kveðja Aðalsteinn.
14.12.2004 at 09:35 #509638Það er mikilvægt að samsláttarpúðar séu sem næst hjóli. Það eru tvær ástæður fyrir þessu, í fyrsta lagi gefur það betri nýtingu á fjöðrunarsviðinu og plássi í hjólskjálum, þar sem það dregur áhrifum af staðsetningu hins hjólsins innan fjöðrunarsviðs. Í öðrulagi minnkar það álag á hásinguna þegar fjöðrunin slær saman. Vægið á hásinguna er í hlutfalli við fjarlægð frá púða að miðju hjóls.
Staðsetning gorms skiptir aftur á móti litlu máli, sérstaklega ef notaðar eru balansstangir.-Einar
14.12.2004 at 18:05 #509640…ræðumanni! Mér finnst að menn ættu að vera duglegri við að mynda það sem gerist í skúrnum. Því þetta eru oft lang skemmtilegustu myndirnar að mínu mati, og oft mjög svo fræðandi. Allavega stefni ég á að setja inn myndir af öllu sem ég kem til með að gera við bílinn minn.
myndir af bílum í snjó? piff þær eru allar eins 😉kv
Baldur
14.12.2004 at 19:38 #509642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
myndir af hásingum:) piff allar eins !!!
14.12.2004 at 20:56 #509644Myndir af dekkjum og felgum… piff allar eins……
Enn ég er sammála því að breitinga myndir eru góðar…
Kv.
Óskar Andri
15.12.2004 at 01:00 #509646…en eik, þar sem ég hef líka gaman af að rífa kjaft.
Hvað varðar fyrri fullyrðinguna þina að samsláttapúðar verða að vera sem næst hjóli og rökin að það gefi betri nýtingu fjöðrunarsviðis.
Bull.
Rök: Stuðpúðar eru akkúrat þess valdandi að fjöðrunarsvið heftist, það er m.ö.o. hreinlega stöðvað á einhverjum punkti til að eitthvað annað skemmist ekki eða aflagist. Þess vegna setur maður stuðpúða bara nákvæmlega þar sem þarf en lætur þá hafa sem minnst áhrif á hreyfingu hásingar. Yfirleitt er þessi staður sem næst fjaðrabúnaði en örugglega ekki utan við hann nema kannski ef þú ert með s.k. sjálfstæða fjöðrun eða eitthvað álíka rusl sem má helst ekki hreyfast. Þú talar um að það "dregur [úr] áhrifum af staðsetningu hins hjólsins innan fjöðrunarsviðs". Þetta verðurðu að skýra betur því ef eitthvað er þá dregur stuðpúði utan á fjöðrunarkerfi úr möguleikum hins hjólsins til að nálgast jörðu…..er það slæmt sem sagt?Hvað varðar þá seinni að það minnki álag á hásinguna!
Rétt.
EN, hásing er akkúrat sá hlutur í venjulegum bíl ásamt grind sem á að taka álagið. Ef þú ert með alvöru hásingu, eins og vinir okkar sem settu myndirnar á vefinn völdu, þá þolir hún stuðpúðann nánast hvar sem er á rörinu, allavega undir þetta léttum bíl. Þessi rök skipta því akkúrat engu máli í þessu verkefni.En hefur einginn neitt að segja um athugasemd nr. 2 hjá mér, sem mér sýnist geta valdið jafnvel meiri leiðindum?
Síðan bara eins og fleiri hafa sagt, hvet ég menn til að sýna sig meira hér (á við um mig líka), virðingarvert, og vona að smiðirnir græði á þessu röfli um sitt.
15.12.2004 at 09:38 #509648Sem eru settir innarlega, eru bara ávísun á bognar eða brotnar hásingar. Stuðpúðar sem eru innarlega valda einnig óæskilega miklu misfjöðrunarsviði…! Þ.e.a.s. til að hafa pláss fyrir alvöru dekk undir bíl með slíku fjöðrunarsviði þá þarf bíllinn annaðhvort að vera óæskilega hár eða með bretti sem ná upp fyrir húdd (eða eitthvað í þá áttina).
Stuðpúðar eiga að vera eins utarlega og hægt er (og hananaú).Hvað lið 2 varðar þá verð ég nú að viðukenna að mér finnst þetta reyndar pínu skítið. Held reyndar að ég hafi séð þetta áður á einhverjum rútum sem halda að þær séu jeppar. Held að það hljóti nú samt að vera betra að hafa þverstífuna sem næst hásingunni.
Gormar eða loftpúðar? Af hverju að eyðileggja svona æðislegan bíl með einhverju loftpúða klúðri? Eru ekki flestir loftpúðar aðeins með um 25cm fjöðrunarsvið, sem er mun minna en 30cm sem félagarnir þykjast vera að ná
Stífulengd? Stuttar stífur bogna síður en langar, og í four link fjöðrun skiptir lengdin engu lykilmáli.
kv
Rúnar.Ekki vera svo með þessa helvítis neikvæðni. Jákvæðni er miklu skemmtilegri.
15.12.2004 at 11:46 #509650Ég er sammála Rúnari um samsláttinn, TLC 80 er ekki léttur bíll, sérstaklega að aftan og plássið í hjólskálunum nýtist best þegar samsláttarpúðarnir er eins utarlega og kostur er.
Varðandi lið 2, þá skil ég ekki alveg hversvegna festingin fyrir þverstífuna á framhásingunni er sett svona framarlega, en ég sé ekki að þetta komi að sök. Aðalatriðið er að hallinn á togstönginni úr stýrisvélinni, og þverstífunni, sé sá sami.
Það er rétt hjá Rúnari að sviðið sem gefið er upp fyrir algengustu loftpúðana er 23 og 25 sm. En með loftpúðum þá nýtist fjöðrunarsviðið miklu betur, sérstaklega að aftan, þar sem ekki þarf að nota verulegan hluta þess til taka upp áhrif af breytilegri hleðslu.
Ég þekki engin dæmi þess að bílar hafi verið eyðilagðir með "loftpúðaklúðri" en mörg dæmi þess að óþarflega stífir gormar takmarki verulega yfirferð í skemmtilegu færi á jökli. Ég veit ekki hvort það á við í þessu tilfelli, en það virðist vera algengt að settir séu stífari gormar þegar bílum er breytt, ég veit ekki hversvegna en helst dettur mér í hug peningaplokk, það er dýrara að framleiða mjúkan gorm sem þolir sama burð og stífur. Þessar myndir sýna fjöðrunarsviðið með 23 sm loftpúðasviði og samsláttarpúðann út við hjól:
[img:39urr39c]http://klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_220542.jpg[/img:39urr39c] [img:39urr39c]http://klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_230236.jpg[/img:39urr39c] Fleiri myndir eru [url=http://klaki.net/gutti/vj03b.html:39urr39c]hér[/url:39urr39c]-Einar
09.01.2005 at 21:46 #509652Var að setja nýjar myndar. Búið að vera smá vesen að bæta við myndum vegna plássleysis. Vonandi að menn hafi gaman að þessu!!
Kv. Villi "Birdie"
09.01.2005 at 21:53 #509654Eru gömlu myndirnar týndar?
-Einar
09.01.2005 at 21:59 #509656Þetta verður alveg hörkutæki, gaman að sjá að menn eru ekki fastir í þessu breytingapakkadrasli og gera eitthvað nothæft í staðinn. En hérna varðandi þennan snorkel, hvað er svoleiðis að kosta hingað komið (bara svona smá pæling). Og þarf svo ekki að þétta allt rafkerfi og svoleiðis ef það á að fara í kafbátaleik?
09.01.2005 at 22:02 #509658Það er eitthvað að klikka með albúmið. Ef ég fer í upplýsingar um Birdie í gegnum þennan þráð, þá sé ég gömlu albúmin, en ef ég fer í nýjustu myndirnar sé ég bara nýja albúmið sem hann var að búa til
kv.
Eikip.s. Annars er þetta held ég ein flottasta breytingamyndasaga sem maður hefur séð. Frábært framtak.
11.01.2005 at 20:22 #509660Getur einhver hjálpað mér með þessar myndir. Ég fyllti plássið um daginn síðan var svæðið stækkað og ég setti nýjar myndir inn. Þær komu þá sem annað og alveg sjálfstætt myndasafn. Ef maður fer í myndaalbúm á aðalsíðunni þá er ég kominn með þrjú söfn undir sama nafni "Birdie". Er einhver sem getur aðstoðað mig með því að setja öll söfnin bara undir eitt nafn, setja nýju myndirnar með þeim gömlu.
Í sambandi við snorkelið þá kostaði það hingað komið um 28.000-30.000 (tekið með öðru dóti).
Kv. Vilhjálmur Halldórsson "Birdie"
11.01.2005 at 22:13 #509662Ég er að vinna með einum roveraðdáenda sem heldur því fram að gæði fjöðrunar í bíl felist í að bíllin geti snúið sér að fjöðrum 360° eins og einhver lidstýrð búkolla. þessvegna hef ég heyrt alla þessa vitleysu sem að roverinn er að halda fram. að sjálfsögðu þurfa samsláttarpúðarnir að vera eins utarlega á hásingunni og hægt er til að hafa bílinn eins lágann og mögulegt er, nota hjólaskálarnar og hafa fjöðrunarsviðið sundurfjöðrun. það er í alla staði bæði óhentugt og ljótt að hafa bílinn eins og hann standi á stultum. þessvegna get ég ekki betur séð enn hér sé í smíðum gullfallegt ofurtæki og vel smíðað, sem gaman verður að sjá á fjöllum. keep up the good work.
12.01.2005 at 00:13 #509664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er fyrrverandi rovereigandi og eins og allir alvöru jeppakallar vita, er Range rover með bestu fjöðrun sem smíðuð er orginal í jeppa. Hvernig á pajero slyddu jeppi sem var á 32" dekkjum skrúfaður upp, sett 35" undir getað fjaðrað?????? 4 cm milli deks og brettakanta það má líka spá í það hvaða gormar eru mest notaðir undir breytta jeppa!!!!
siggi as skrifar "nota hjólaskálarnar" ekki veit ég hvað hann kemur stórum dekjum inn í hjólaskólar á pajero og sundur fjöðrun það er nú ekki mikil sundurfjörun á uppskrúfuðum pajero. Spurning: ef jeppi stendur í tvö hjól, ca.25cm kubbur undir hvoru hjóli, jeppin 2 tonn hver er þyngdin á hvern kubb?
ef jeppin hefur 27cm upp fjöðrun hver er þyngdin þá á hvert hjól? útkoma: jeppar verða að vera með uppfjöðrun.Kveðja
Björn
12.01.2005 at 00:35 #509666ér búinn að bíða eftir þér í allt kvöld með komment á athugasemdina mína, ræðum þetta í vinnunni á morgun, ekki vera að skemma annars gott spjall með svona vitleysu.
hilsen siggias
12.01.2005 at 18:43 #509668Ég held nú að staðsetning samsláttarpúða fari almennt eftir því (a): hvar þeir komast fyrir og (b): Hvar demparar eru staðsettir og (c): HVernig dekk og innri bretti/kantar passa saman. Samsláttarpúðar eiga nefninlega undir öllum kringumstæðum að koma í veg fyrir að demparar (án innbyggðs púða) slái saman. Ef demparar eru utarlega, þá þurfa samsláttarpúðarnir að vera það líka, ef ekki, þá mega þeir vera nánast hvar sem er svo lengi sem þeir hlífa innri brettum og köntum fyrir dekkjahnoði.
Þverstífa að framan á réttilega að vera sem mest samsíða togstöng og svipað löng. Þar sem hlutverk hennar er bæði að halda hásingunni undir miðjum bíl (hægri/vinstri) og EKKI SÍÐUR að vinna sem mótvægi gagnvart togstönginni, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana fyrir framan togstöngina. Það er oft plásshallæri fyrir aftan millibilsstöng og togstöng sem endar með því að það þarf að hafa þverstífuna hlykkjótta (útaf drifkúlunni) sem dregur úr styrk hennar og stífni. Það getur valdið "jeppaveiki" í verstu tilfellum.
Allavega, FLOTT FRAMTAK !! Gaman að sjá að það eru enn eiinhverjir sem þora að BREYTA jeppum, ekki bara skrúfa túttur undir blikkdollur
kv
Grímur
14.02.2005 at 12:49 #509670Sælir félagar
Var að setja inn myndir. Hef ekki getað sett inn myndir núna lengi, var sjálfur stattur í Túnis (handbolti) og pabbi gamli fór á skíði í Austurríki. Lítið hefur verið unnið í bílnum núna nýlega en samt eitthvað. Allt loft og sem við kemur því er komið í bílinn og erum við byrjaðir á rafmagninu núna.
Mun vera duglegur að setja inn myndir við tækifæri.Kv. Vilhjálmur Halldórsson "Birdie"
p.s. Þakka Bílabúð Benna fyrir flotta sýningu um þar síðustu helgi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.