Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað finnst mönnum um þessar breytingar?
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Ingi Halldórss 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2004 at 19:23 #194944
AnonymousNú hefur maður verið að fylgjast með myndum og texta sem „Birdie“ hefur verið að setja inn af breytingum sínum á jeppanum. Hvað finnst mönnum um þetta? Er eitthvað vit í þessu að setja svona þungar hásingar undir þennan bíl? Er einhver reynsla af þessum skriðgír?
Kv. Mikill áhugamaður um jeppa en á því miður á engann. Vilhelm S.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2004 at 20:41 #509592
…fyrr meiga nú vera breytingar á einum bíl…. væri gaman að sjá reikninginn 😛
26.11.2004 at 21:02 #509594viltu sjá reikninginn. Mér finnst mestu máli skifta hvernig bíllinn kemur út, eftir þessar breytingar. Það er virkilega gaman að sjá þessar myndir og fá að fylgjast með hvernig þetta gengur. Svo kemur í ljós hvernig hann plumar sig í torfærum. Ég er á því að hann fá ótrúlega flottan bíl út úr þessu.
26.11.2004 at 22:12 #509596Mér finnst þetta bara æðislegt. Hefur ekki verið talað um að veikleiki 80 bílsins séu hásingarnar og þyngdin. Að setja hann á 44" og hásingar sem klikka ekki hlýtur að gera þennann bíl bara að enn meiri draumabíl en hann er fyrir. Ég vil óska þessum mönnum bara til hamingju með bílinn og viljann til þess að gera þetta og koma þessu í verk.
Kv ice
27.11.2004 at 04:05 #509598..þetta með reikningin var nú bara sagt í gríni en jæja.
Held það sé nú engin spurning að þegar svona menn leggja sig svona í einn bíl að útkoman verði nokkuð mögnuð.
27.11.2004 at 22:21 #509600Þetta lítur nokkuð vel út hjá ykkur feðgar.
Og ég verð nú bara að segja það að það er snilld
að geta skoðað myndir af breytingunni og fá
útskýringar með jafnóðum.Halda þessu áfram..
Kv
Gummi Sig.
29.11.2004 at 15:26 #509602Þetta er bara flott.. Búið að gera mjög góðann bíl enn betri.
Vil óska eigandanum til hamingju með glæsilegann grip.
06.12.2004 at 23:48 #509604Váááááá……..gangiykkur vel.
kv ice
07.12.2004 at 00:03 #509606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er bara snilld, verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út og reynast, bíð spenntur eftir framhaldinu.
Jónas
07.12.2004 at 00:24 #509608Það er gaman að fólk sé að fylgjast með okkur í þessum breytingum. Vonandi á þetta nú allt eftir að virka sem skildi. Þó að mikið sé búið er mikil vinna eftir. Örugglega mikill hausverkur sem fylgir því Ég reyni síðan að vera duglegur að setja inn myndir af þessu öllu saman. Góðgætið sem ég nefni í myndaalbúminu á kannski eftir vekja smá athygli en það kemur í ljós. Við stefnum á að klára allt í kringum áramótin. Þá verður farinn prufutúr. Í sambandi við reikninginn þá segji ég bara: allt þetta er þess virði og maður lifir bara einu sinni því ekki gera svona vitleysu og gera hana þá bara almennilega.
Vilhjálmur Ingi Halldórsson "Birdie".
07.12.2004 at 00:32 #509610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Verður þetta ekki bara einn rosalegast bíll landsins…?
07.12.2004 at 13:49 #509612Ég var að skoða myndirnar og ég verð að segja þetta er rosalega flott hjá þeim, mikil vinna í þessu.
Hann þyrfti að hafa sýningu á þessum bíl þegar hann er búinn.. Patrolmenn velkomnir;)
07.12.2004 at 14:00 #509614Þetta lítur mjög efnilega út. Ég hefði reyndar sett loftpúða í stað gorma, það er nánast sama fyrirhöfnin, og það væri líklega lítil vinna að skipta gormunum út fyrir loftpúða. Ég er sammála því að hafa smsláttarpúðana eins nærri hjólunum og hægt er, ekki eins og [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=16927&albumid=908&collectionid=2505&offset=20:13fg2o1a]hér er gert[/url:13fg2o1a]
07.12.2004 at 14:36 #509616Oft er toluvert vesen ad koma samslattarpudunum fyrir thegar verid er smida loftpuda undir, Eg er sammala um ad best se ad hafa pudana eins utarlega og haegt er en thad er oft ekki svo audvelt. Eg hef sed ad menn hafa sett tha a stifurnar framan vid loftpudana, Hvernig er thad ad koma ut t.d. tharf ad skifta oftar um gummi i stifunum og er einhver haetta a ad madur beygji stifurnar ef madur t.d. stekkur og kemur harkalega nidur. Mer finnst thetta snidug lausn en gaman vaeri ad vita hvort thetta er til frids.
kv.Hilmar
07.12.2004 at 14:38 #509618Er ekki líka hægt að fá loftpúða með innbyggðum samsláttarpúðum?
-haffi
07.12.2004 at 18:53 #509620
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er það, eru ekki myndir hérna einhverstðar af svona úrhleypingarbúnaði, mig langar að sjá hvernig þetta virkar nákæmlega.
En þessi bíll, vá maður, verður einn af sá öflugustu held ég nú bara.
08.12.2004 at 17:40 #509622Það er spurningin.
Mér finnst þessi bíll vera bara tær snilld.
Ég sit og horfi á myndirnar grænn og gulur af öfund, til hamingju með glæsilegt tæki. (Það stefnir í myndarlegt allavega)Með breytingarkveðju
Austmann
11.12.2004 at 21:47 #509624
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hversu mikið á þessum bíl að breyta? Er ekki alltaf sagt að fjárfestingar í bílabreytingum séu verstu fjárfestingar sem hægt er að gera.
Ég spyr er þetta algengt að sprauta hásingarnar svona? Þetta lítur samt ótrúlega vel út. Þetta verður svakalegur bíll þegar hann er kominn á götuna. Ég spyr "Birdie", hvenær megum við eiga von á honum á götuna? Flottar felgur og beatlockið virðist vera nokkuð gott. Með baráttukveðjur og breytingakveðjur.
Vilhelm S.p.s. Er einhver nauðsyn að hafa svona Snorkel?
12.12.2004 at 03:01 #509626strákar mínir! Að heyra til ykkar (reyndar ekki allra), breyta of mikið? er það hægt? Ef maður getur breytt meira þá á maður að gera það! Það myndi ég allavega gera ef ég ætti peninga. En þeir sem eiga peninga til að breyta eiga svo sannarlega að gera það, því eins og við vitum allir þá er þessi akstur bara svona aukabúgrein þetta snýst auðvitað svona 80% um grúsk Það er allavega mín skoðun.
En þetta verður örugglega einn af flottustu bílum landsins, og ég ætla rétt að vona að hann verði á næstu sýningu? til lukku birdie!
kv
Baldur
12.12.2004 at 23:40 #509628Sælir félagar
Maður getur ekki orðið annað en bara grænn af því að fylgjast með þessum myndum af breytingunum hjá Birdie…. Ég sé bílinn minn alveg í hillingum núna á bílaliftu með Dana 60 hásingum, snorkel og 44"….. þótt ég hugsi nú að það þurfi að bæta einhverju við í hesthúsið hjá mér til að geta yfir höfuð snúið þessum hásingum hehe….
Jæja, mér finnst eins og ég þurfi að fara að gera eitthvað…
Kv.
Óskar Andri
13.12.2004 at 08:15 #509630
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heitir þetta ekki bedlock?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.