FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hvað finnst mönnum um gámaverðið á 38″

by Oddur Örvar Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hvað finnst mönnum um gámaverðið á 38″

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 20 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.02.2005 at 20:05 #195442
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant

    Sælir félagar.

    Hvað finnst mönnum um verðið á þessu boði sem verið er að reyna að selja í einn gám. Undirtektirnar eru góðar finnst mér. En mér finnst verðið hlægilegt ef það á að fara að færa einum söluaðila sölu á 200 stykkjum af dekkjum á verðinu 32.752,-. Bílabúð Benna er að bjóða þessi dekk á 34.995,-. staðgreitt í nýjasta setrinu. Munurinn er 2.243,- krónur á dekk. Ég segi ekki að það muni ekki um 8.972,- krónur á heilum gang en þetta finnst mér ekki nógu góður díll. Þá miða ég við dílinn sem við fengum á 44″ dekkjunum sem við náðum að fylla í gám en þar kostar dekkið af 44″ 35.000,-

    Hvað finnst mönnum um þetta verð miðað við magn af dekkjum. Ég var kannski að hugsa um gang en ekki á þessu verði.

    Kv ice

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 08.02.2005 at 20:09 #516272
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hélt, ég hélt að verðið myndi vera 20-25 kr stykkið, er það rugl í mér eða ert þú að rugla eitthvað????

    Jónas





    08.02.2005 at 20:16 #516274
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Þú verður að lesa póstinn frá Theodor númer 240 á hinum linknum um dekkin. Ég setti þetta hér inn til þess að vera ekki að koma í gang umræðu á dekkjalinknum..

    Kv ice





    08.02.2005 at 21:18 #516276
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Þetta hlýtur að vera of hátt verð miðað við það sem menn fengu 44" dekkinn á… (framleiðslukostnaður)

    Theodor, fyrst þú ert nú að leggja þetta á þig, hvernig væri að díla við aðila úti, jafnvel dekkjaframleiðendur um verð á þessum gríðarlega fjölda af dekkjum?
    Eða einhver sem hugsanlega hefur sambönd…

    Kveðja
    Izeman





    08.02.2005 at 21:32 #516278
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Ég hef kannski misskilið hlutina eitthvað en ég hélt að þegar menn kaupa kannski 200, 250 stk í einu að búast megi við meiri afslætti en 6,4%. Mín þátttaka í þessu dæmi miðaðist við að barðarnir fengjust á 20-25 þúsund kr. en ekki 33000 eða 8-13000 krónum meira. Ef við reiknum með lægri tölunni þá munar einmitt ca. einu dekki á ganginum miðað við Bennaverð. Og væri sú hærri tekin þá munar 50000 kalli eða í kringum einu og hálfu. Svoddan peningum kæri ég mig ekkert sérstaklega um að spreða. Ég legg því til að hinn ágæti Theódór, sem stýrir þessum málum af röggsemi, leggist enn undir feld og kanni málin betur. Var ekki annars ætlunin að ef ekki byðist viðunandi verð hér heima að flytja þau inn sjálfir? Að sönnu er mér ljóst að það er talsverð vinna en ekki sæi ég eftir því að Theódór, sem vonandi sæi um það, hefði eitthvað fyrir sinn snúð. Fengi hann t.d. sinn gang gratís ylli það ekki nema um eða innan við 2% hækkun á verði til hinna sem varla gæti talist óhófleg verslunarálagning.
    Hugsum um þetta
    Með vinsemd og virðingu;
    Þorvaldur Sig





    08.02.2005 at 22:58 #516280
    Profile photo of Bjarni Már Gauksson
    Bjarni Már Gauksson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 324

    Ég benti nú á þetta fyrr á hinum þræðinum samt virðast menn skrá sig enn á listann. Einhver nefndi ground hawg á 29900 í hjólbarða höllinni, það er 3000 kall ódýrara en dekkin í gámnum eiga að kosta. Mér finnst þetta alger móðgun við okkur frá þeim aðilum sem eru að bjóða þessi kjör.
    En ég er alveg sammála að Theódór ætti að fá ganginn frían í boði okkar allra þar sem að hann sá um 44" gáminn og svo þetta.

    Þetta er bara mitt álit

    Bjarni Már R2711





    08.02.2005 at 23:12 #516282
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir aftur.

    Ég hélt nú reyndar sjálfur þegar þetta dæmi fór í gang að verðið næðist í svona sirka 25-27-8 þúsund á dekk. Ég taldi aldrei að það færi í 20 þúsund en að t.d. Mödderinn standi í 32.752,- er að því mér finnst óviðunandi miðað við magnið sem tekið er inn í einu.

    Varðandi þátt Theodórs, þá finnst mér að hann hafi alveg unnið fyrir smá umbun varðandi 44" gáminn. En þetta 38" dæmi þarfnast frekari skoðunar við. Það finnst mér.

    Kv ice





    09.02.2005 at 08:35 #516284
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Maður fær að vísu ábyrgðina ef maður kaupir þetta á þessu verði.
    Það væri eintómt bras að fá gallað dekk bætt sem maður væri að flytja inn sjálfur…

    Kveðja
    Izeman





    09.02.2005 at 13:58 #516286
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    Ég er ekki með í pottinum þar sem ég er á ágætisdekkjum. En ég kíkti aðeins á þetta þar sem mér finnst verðið sem Benni er að bjóða allt of hátt.

    Örstutt leit á vefnum gaf mér eftirfarandi verð í Ground Hawg 38×15.5×15 og Irok 39.5×13.5×15

    Ground Hawg: 224$
    Irok: 219.95 og 225.4$ (það seinna á sama stað og GH)

    Ég fann ekki mudder með það sama en reikna með að þau séu líka á þessu verðbili 220$ – 225$

    Sem útlegst á ca. 14200 íslenskar. ($=63.2kr)

    ofan á þetta legst gúmmí og spilliefnagjald 50kr/kg sem miðað við 40 kg dekk gerir 2000 kr.

    Núna veit ég ekki hvað gámur kostar en segjum 100 þús.

    Síðan er 10% tollur og að lokum 24.5% vaskur.

    Með þessu öllu reiknast mér til að verð á dekki miðað við að það séu 200 stk í gámnum verði um 22900 kr. (23500 kr ef gámurinn kostar 200 þús)

    Verðið sem ég miða við á netinu er smásala út úr búð í Bandaríkjunum og efalaust er hægt að fá afslátt ef maður droppar við og vill fá 200 stk. þannig að dekkið hingað komið ætti aldrei að verða dýrara.

    Ég get því ekki séð annað en að Benni og GVS ætli sér þó nokkuð, svo ekki sé meira sagt, fyrir sinn snúð því ekki kaupa þeir dekkin á smásöluverði.

    Endilega farið yfir þetta hjá mér þar sem þetta er snöggsoðið

    KV.
    Siggi_F

    P.S.
    1 aukadekk sem deilist niður á hin 200 hækka verði pr stk um ca 100 kr. Þannig að það kostar ekki mikið að kaupa x mörg aukadekk til að dekka möguleg hoppdekk.





    09.02.2005 at 14:20 #516288
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ef útreikningur Sigga_F reynist réttur þá finnst mér verð í kringum 30 þús nokkuð mikið, en vera má að það sé ekki óeðlilegt ef talan er rökstudd. Ég tek fram að ég er sjálfur á nýjum dekkjum og því ekki með í pakkanum.

    Það er eðlilegt að þeir sem flytja inn fái eitthvað fyrir sinn snúð. Það sem innflytjandi á hins vegar að borga endanlegum neytendum fyrir er þessi gríðarlega viðskiptavild sem felst í því að geta selt í kringum 200 stk á einu bretti og finnst mér það ekki vera sérstaklega lítil viðskipti. Sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn að viðkomandi nær sjálfsagt nánast öllum viðskiptum við umfelgun líka og ekki er það ókeypis. Hvernig greiðir innflytjandi fyrir viðskiptavildina…. með betra verði og hóflegri álagningu.

    Gefum okkur að umfelgun með jafnvægisstillingu kosti 10 þús miðað við 4 dekk undir bíl og verð á dekk sé 25 þús. og fjöldi dekkja sé 200. þá er heildar pakkinn á þessu 5,5 milljónir.
    Sé verðið á hvert stykki hins vegar 30 þús þá er verð heildarpakkans 6,5 milljónir

    Hvað finnst mönnum eðlilegt að innflutningsaðili fái útúr þessu?

    Er ekki eðlilegt að innflutninsaðili leggi spilin á borðið og segi frá því sem hann ætlar að ná útúr þessu.

    Gangi ykkur vel að kaupa dekk og megi verðið vera sem sanngjarnast

    Kveðja
    Elvar





    09.02.2005 at 14:36 #516290
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það auðvelt að finna verð á Interco (irok, super swanper, trexus o.fl.) og GroundHawg á netinu en þrátt fyrir talsverða leit er [url=http://www.ntwonline.com/acb/showdetl.cfm?&DID=48&Product_ID=1106&CATID=10:2uc5lmk7]þetta[/url:2uc5lmk7] eini staðurinn sem mér hefur tekist að finna sem býður mudder á netinu. Og verðin eru ekki lág (USD 324). Er mudderinn kannske fyrst og fremst framleiddur fyrir íslenska markaðinn? Getur verið að þeir eginleikar sem gera það að verkum að hann hentar betur fyrir okkar notkun en önnur dekk, valdi því að aðrir vilja hann ekki?

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.