Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hvað eyðir lc100 bensín bíll?
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.05.2008 at 20:41 #202461
getur einhver sagt mér hvað þessi kvikindi eru að eyða?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.05.2008 at 21:54 #623338
Ég fékk svona bíl lánaðan í einn dag og ég get sakt þér að svona apparat langar þig ekki að reka!
21.05.2008 at 22:55 #623340Sæll Benni minn
Það er ekkert gaman að eiga bíla sem aðrir hafa efni á að keyra.
þinn vinur gundur á V8 351 Windsor
ps. Benni hvað er disellinn kominn upp í ég sé að þú ert að auglýsa?
22.05.2008 at 00:20 #623342sæll
Þú ert góður ef þú nærð svona bíl niður fyrir 20l í þjóðvegaakstri, 22-25l í blönduðum akstri. Heyrst hafa sögur alveg niður í 13l en því náði ég aldrei og ekki konan heldur reyndar. Það var töluverður sparnaður í eldsneyti á heimilinu þegar honum var skipt út fyrir 6,0l F250… þessi cruiser var að eyða mjög svipað og 7,3l Econoline á 46" sem ég ek á í dag. En þeir eru helv.. skemmtilegir þessir bílar, heyrist ekkert í þessu og fjöðrunin frábær. Ég komst aldrei svo langt en ég hef grun um að opið púst myndi hjálpa þessum bíl alveg helling bæði hvað varðar snerpu og eyðslu…
Kv Ford eigandi sem er alltaf með smá taugar til Toyota gamla….
Ps. Toyota á eitthvað af svona bílum, fáðu bara einn lánaðann einn dag til að prófa
22.05.2008 at 11:11 #623344Ég þekki þetta ekki nákvæmlega sjálfur en félagi minn var lengi með svona bíla (árg 2004 og 2006) Mér skildist á honum að 18 – 19 væri algengt í langkeyrslu og Miklu meira innanbæjar…..
Annars prufukeyrði ég svona bíl um daginn, að vísu dísel – var að spá í þetta sem aukabíl með Fordinum til að nota í sumarferðir og innanbæjar…. Þvílík vonbrigði… Þetta stóðst engan samanburð við Fordinn, haugmáttlaust og þröngt… Og kostar svo fáránlega mikið miðað við að þetta er sáraómerkilegt. 120 bíllinn er miklu skemmtilegri sem snattari..
Ég skil ekki hvers vegna menn halda ekki vatni yfir þessum bílum.
Benni
22.05.2008 at 13:49 #623346Undarlegt að þessi maður hafi verið gerður að formanni á sínum tíma…
ALLIR jeppamenn vita að Toyota er alltaf best á öllum sviðum, sérstaklega ef það stendur Land Cruiser + nóg og há tala.
.
kv. Atli E.
22.05.2008 at 14:25 #623348Góður Atli…
Annars er ég kominn í hóp "stoltra" toyotueigenda þar sem að við konan vorum að eignast einn svona 120 bíl sem að er og verður óbreyttur (þ.e. 35" eða minna)
Þetta eru fínir malbiks snattarar – en um leið og fer að stefna í malarveg eða snjó þá fer maður á Ford…
Benni
10.07.2008 at 18:50 #623350Atli enda var hann ekki formaður lengi, svona menn eins og nafni hafa ekker vit á jeppum. Það að gera lítið út Toyota er sama og að guðlast. Ef að 100 krúsi er með 18+ út á þjóðvegi þá er það bensín bíll með 36 hesta kerru og ökumaðurin drukkin.
10.07.2008 at 22:03 #623352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir strákar!
Þetta eru skemtilegar pælingar en svona af því að hér eru vitringar þá langar mig að spyrja að tvennu.Hvað er lc100 2001-2003 33"-35" disel að spreða á hundraðið og
hvað er MMC-Pajero 2002-05 33"-35" disel að bruðla með gullið á hundraðið
kv siggi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
