Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað eru menn setja inní brettakanta
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2009 at 12:40 #207637
hvernig mottur eru menn að setja inní brettakanta, og hvar er hægt að kaupa svoleiðis.
e-d ódýrt og gott.það var umræða um þetta á gömlu síðunni og mig minnir að einhver hafi verið að tala um að líma tjalddýnu (svona þunna) inní kantinn…..
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2009 at 12:51 #663418
Tjalddýnan með jötungripi virkar fínt! Eins líka þunna svarta plastið sem maður getur líka notað til að loka af inni í brettinu og látið það ganga út í hjólskálina og inn á brúnina á kanntinum. Það er snyrtilegra að sumu leyti.. Man bara ekki hvar það fékkst, hvort það var Málmtækni eða Bílasmiðurinn eða…
Kv. Sigurþór
23.10.2009 at 12:52 #663420fylltu hann bara af tjöru, einfalt og ódýrt.
23.10.2009 at 13:30 #663422Það er til swampkennt efni í Bílasmiðnum sem er með lími á annari hliðinni sem er ætlað í þetta. Setti svoleiðins hjá mér, málaði fyrst kantana að innan með Jötungripi og smellti þessu svo á. Þetta er e.t.v. sama efnið og er í einangrunnardýnunum sem fást fyrir slikk í RL búðinni en þá færðu auðvitað ekki límhúðina. Þetta efni svínvirkar og tollir vel ef vel er gert. Það heldur ekki vatni og einangrar vel fyrir steinkasti. Að tjarga kantana að innan er ekki gott nema það sé þykkt og þá springur tjaran og molnar af sem veitir þá ekki vernd fyrir steinkastinu. Þetta er mín reynsla!
Mig minnir að fermeterinn sé á 2.000,- hjá Bílasmiðnum. Muna bara að sníða stykkin áður en límt er.
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.10.2009 at 13:59 #663424Ég keypti eitthvað efni sem Gunnar bílasmiður á höfðanum mælti með, svona einskonar tjalddýna. Í dag myndi ég bara fara í Rúmfatalagerinn og kaupa tjalddýnur (velja dýnur sem eru þéttar í sér) og svo í Byko og kaupa Sikaflex FC-11 til að líma þær upp með. Jafnvel hafa dýnurnar tvöfaldar. Þetta efni sem ég keypti var barasta ekkert öðruvísi en tjalddýna, bara mikið dýrara.
Skilst að menn hafa einnig verið að klæða kanntana með plasti (svona harð-plasti, eða innrabrettaplasti), gera þá í raun tvöfalda.
R.
23.10.2009 at 15:06 #663426ég er búin að prófa að nota þessa svamapa og ekki verið sátur með þá, það koma stjörnur í kantin þó að þeir séu til staðar, nú er ég með PE plast sem ég snikkaði til og er allveg laus við stjörnur í kantinum og einig laus við að það safnist drulla inn í kanntin, það er ekkert jafn leiðinlegt og það sé farið að sjá á köntunum eftir að grjót hafi spíst up í kantinn
það er hagt að fara til Plastviðgerðir Gretas og fá þessar plötur hann er selur þetta á sangjörnu verði, hann er í sama húsi og Bykó breiddini í kópavogi, bara í undir búðinni,Kv
Hjalti
23.10.2009 at 16:41 #663428Dýnan fæst í Bílasmiðnum. Af hverju að troða þessu allveg innaní kanntana? Bara sníða þetta þröngt og líma þetta bara rétt inní kanntinn. Það er smá kanntur ínní brettakanntinum setja þetta bara inn fyrir það, færð engar stjörnur í kanntinn þannig.
Kv Bjarki
23.10.2009 at 19:15 #663430Ég heyrði því fleygt um daginn að skoðunarkallarnir væru ekki hrifnir af því ef kantarnir væru lokaðir með plasti eins og Sigurþór lýsir hér að ofan. Þeirra rök voru að kanturinn ætti að taka við steinkasti en ekki spýta því út. En ef þetta er ekki í reglugerðum þá mælir ekkert á móti því.
23.10.2009 at 22:30 #663432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er kannski einhver sérviskuhlúnkurinn á móti plasti eins og lýst er hér að ofan.
Hann hefur heldur ekkert með að setja útá það.
Ég breikkaði original kantana á Galloper fyrir 35" með 5mm þykku plasti frá Málmtækni, tók það í 25cm breiðar lengjur þannig að það hlífir öllu daslinu fyrir grjótkasti og saltaustri, á meðan það loftar samt vel um þannig að þetta helst nokkuð þurrt.
Niðurstöður þessarar tilraunar koma kannski í ljós eftir 2-3 ár eða svo…ef ég ríf þetta einhvern tímann í sundur aftur.kkv
Grímur
25.10.2009 at 01:24 #663434Ég var mikið að spá í þessi mál og Gunnar Ingvi ráðlagði mér að kaupa svampdýnu hjá Lystadún-Snæland, þær væru þettari í sér og best væri að setja tvöfalt lag. Þetta frá Bílasmiðnum er ekki nógu þétt, þarf líklega 3 falt lag.
Ég endaði samt í því að kaupa 2mm plastrenning hjá Fást (fæst á fleiri stöðum) sem verður sett í fljótlega og hef ekki heyrt neitt nema gott af þessu hjá þeim sem farið hafa þessa leið en þeir voru þá áður búnir að prófa svampdótið. Þetta ver kantana algjörlega fyrir grjóti og þeir fyllast ekki af drullu og þess háttar ógeði.
Efnið var að kosta um 1000 kr í kantinn og svo er bara að hnoða þetta í.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
