This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Las grein í Mogganum í gær eftir Tryggva Felixson, auðlindahagfræðing og áhugamann um náttúruvernd og útivist. Kveikjan af grein hans virðist vera grein Einar Kr Haraldssonar, þar sem hann veltir því fyrir sér fyrir hvað þjóðgarðar standa.
Margt er ágætt í grein hans. Hann bendir m.a. á það að þegar svæði er skilgreint sem þjóðgarður þá er áhersla lögð á að vernda náttúruna og um leið að gera hana aðgengilegan svo almenningur getið notið hennar sér til lífsfyllingar og endurnæringar.
Þá að vísu kemur þessi einkennilega setning.“ IUCN (Alþjóðlegu náttúrverndarsamtökin) hafa lengi lagst gegn því að innan þjóðgarða séu heimilaðar sportveiðar eða aðrar íþróttir sem valda hávaða og röskun“ Siðar segir hann enn fremur “ Hæpið er að telja sportveiðar sem hefðbundnar nytjar hvað þá jeppaíþróttir“
Þarna finnst mér hann fara alvarlega út af sporinu og greinilegt að maðurinn veit ekkert um hvað okkar ferðamennska snýst um ef þetta jeppaíþróttatal á við okkur. Þó er þetta ekki alvont því hann virðist þó vera á þeirri skoðun að takmarkanir á sportveiðum og aksturleiðum geti verið nauðsynlegar í þjóðgarði almennt og í fullu samræmi við alþjóðleg viðmið. Þetta get ég nú alveg fallist á.
Því vekja það enn áleitnar spurningar þessar tilllögur nefndar um Vatnajökulsþjóðgarðs að það skuli enginn hafa aðgang að honum nema fuglinn fljúgandi og gangandi fólk.
Vonum að Svandísi takist að ná málamiðlun sem una má við.
Skýrið svo út fyrir mér hvað „jeppaíþrótt“ er í þjóðgarði ??
You must be logged in to reply to this topic.