This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Pálsson 12 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Í Náttúruverndardrögunum er talað um VÍÐERNI en í raun engin skilgreining á því hvað VÍÐERNI sé.
Í 46 grein dragana er hinsvegar talað um ÓBYGGÐ VÍÐERNI og samkvæmt greinargerðinni er eingöngu sagt, Friðlýsingarflokkurinn óbyggð víðerni samsvarar flokki Ib, óbyggðir (e.wilderness area), í flokkunarkerfi IUCN. En í núgildandi náttúruverndarlögum er skilgreining á hugtakinu ósnortin víðerni eftirfarandi: Landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum.Þarna kemur fram annað hugtak sem engin skilgreyning er á en það er orðið EINVERA.
Gaman væri ef einhverjir hafa skoðun á þessum málum.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
R-043
You must be logged in to reply to this topic.