Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvað er til ráða ?
This topic contains 16 replies, has 7 voices, and was last updated by Árni Jóhannes Reyndal Bragason 10 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2013 at 07:34 #440827
Málið er að maður vill alltaf stærri dekk,
hvað þolir þetta frammdrif í lc 90 stór dekk?
er hægt að styrkja það og þá hvernig ( vil halda mig við klafana ) ?
er það ekki drifið í þessum bílum sem fer frekar en öxlar ?
öll ráð þeginn.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is
Toyota lc 90 38″ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2013 at 19:15 #440860
Sælir félagsmenn F4x4.
Hér er gerð könnun af Árna Bragasyni sem er stofnandi þessa þráðar. Tilgangurinn er að mér sýnist að bera saman virkni spjallþráða F4x4 og Jeppaspjallsins. Þetta er bara nokkuð góð hugmynd sem leiðir báða aðila áfram í að gera betri vefsíðu. Niðurstaðan er að 10 aðilar tóku þátt í að svara þræðinum á Jeppaspjallinu en engin hér á spjalli F4x4.Ég tók saman lista yfir þá 10 aðila sem svöruðu á Jeppaspjallinu.
Niðurstaðan er þessi:
10 aðilar tóku þátt.
7 aðilar eru félagsmenn í F4x4.
2 aðilar hafa skrifrétt á vef F4x4.
1 hefur ekki réttindi á vef F4x4.Meðalaldur 8 aðila sem ég hef upplýsingar um er 39 ár.
Nú er að setjast niður og athuga gang mála með vefsíðuna og þá félagsmenn sem ekki vilja vera hér á spjallinu og fá upplýsingar um hvað vanhagar.
Frá mínum bæjardyrum séð er þetta köld vatnsgusa í andlitið frá þeim félagsmönnum sem velja annað spjall að vera á þótt menn ráði sjálfir hvar þeir spjalla.
Kv. SBS. Sem auglýsir eftir fleirri vefnefndarmönnum á næsta aðalfundi eða eitthverja að taka við starfinu.
08.12.2013 at 20:43 #440861Man ekki betur en þessi fyrirspurn hafi komið á undann á jeppaspjallinu. Ég lagði inn mitt innlegg þar, en hefði allveg eins getað gert það hér.
Sá bara ekki tilgang með að skrifa það sama hèr inn löngu seinna!!!!!!!!!!!!!!!!
Kv Bjarki
08.12.2013 at 21:17 #440862Sæll Bjarki.
07 2013 07:29 Jeppaspjallið.
07 2013 07:34 F4x4.
En nóg með það. Hins vegar er ég mjög ósáttur með hversu félagsmenn eru út og suður og hver í sínu horni. Það er að vísu margt eftir að bæta hér á vefsíðunni s.s. á spjallinu hvernig myndir birtast. Það er til fyrirmyndar á Jeppaspjallinu.Kv. SBS.
09.12.2013 at 09:28 #440902Ég sá þráðin á jeppaspjallinu á undan og þess vegna svaraði ég þar.
Svo finnst mér síðan sjálf hjá Jeppaspjallinu auðlæsilegri, engar síblikkandi auglýsingar að pirra mann.
10.12.2013 at 06:34 #441142Eins og sjá má fór þessi póstur á sama tíma inn
07 2013 07:29 Jeppaspjallið.
07 2013 07:34 F4x4.
ef menn hafa séð þetta mikið fyrr á jeppaspjallinu þá er það vegna þess að menn nenna ekki að kíkja á þessa síðu.
það góða við þessa síðu er að hér þarf ekki að uppfæra sína pósta nema einusinni í mánuði ( kaldhæðni) en á Jeppaspjallinu einusinni á dag.
mín skoðun er sú að það virðist eitthvað vera að hér.
10.12.2013 at 13:39 #441198Ég svaraði þessu á jeppaspjallinu enda er það mun virkara spjall heldur en hér. Hins vegar finnst mér sorglegt að það skuli ekki vera hægt að vera bara með eitt spjall í jeppaheiminum á Íslandi. Sem jeppaáhugamaður er ég 4×4 félagi og kíki reglulega inn á spjallið hér og pósta hér þegar við á en jeppapjallið er bara mikið virkara og því er eðlilegt að jeppaáhugamenn séu þar líka. Verður þetta umræðan endalausa eða er það raunhæfur kostur að sameina þessi vefsvæði?
kv Tolli
10.12.2013 at 17:48 #441239En er þetta samt bara ekki allt í lagi eins og er?
Hér eru skipulagðar ferðir og þá verður spjallið mjög virkt, t.d stóraferð, þorrablót..
Svo öll félagsmálin sem detta inn á þetta spjall.
Mér finnst þetta bara fínt, og svo allt „blaðrið“ jeppaspjallsmegin
10.12.2013 at 19:47 #441257Að og ekki að. Ég heimsæki þessar síður jafn mikið.
Hefur greinilega hisst svona á????????????Kv Bjarki
11.12.2013 at 09:08 #441290Ég er sammála þessu, þetta fór svolítið út í sitthvort hornið þegar umræðan hjá f4x4 snerist öll um ferðafrelsi. Þá héldu breytingagaurarnir sig til hlés á jeppaspjallinu.
En eitt af því sem var auðveldara á jeppaspjallinu var að setja myndir inn í sjálfan spjallþráðin. Það er sem betur fer orðið auðveldara núna hérna.
11.12.2013 at 20:29 #441314Það sem þarf að laga hér næst er skoðun mynda á spjallinu. Þetta er allt of óþjált.
11.12.2013 at 20:59 #441316Takk strákar nú er þessi þráður ónýtur.
það hlýtur að vera hægt að stofna annan þráð um þessar hugmyndir ykkar hvað má fara betur og hvað má ekki. kanski er þetta ein ástæðan fyrir því að menn nenna ekki að setja þræði hér inn því fjalla yfirleitt um eitthvað annað en til stóð hjá stofnanda.
er ekki sár en hugsa mig um næst þegar mig vantar eitthvað.
11.12.2013 at 21:24 #441317Árni
Þetta er nú ekki sanngjarnt, held það séu allflestir sem áhuga hafa á þessu sporti séu á báðum stöðum, F4X4 og Jeppaspjallinu. Held þú sért búinn að lesa öll komment hinu megin. Get á móti sagt að ég hefði svarað þessu hérna meginn ef ég hefði séð það á undann þannig er nú það bara.
Get ekki séð að þessi þráður sé neitt annað en til þess að verða að gagni um framhald þessara síðu.En það væri óskandi að sé hægt að hafa þetta í lagi.
Svo virðist vera að grúskararnir séu orðið samt meira á Jeppaspjallinu.En að því sem þú varst að vellta fyrir þér. Þá mundi ég persónulega halda mig við 38″ Þessir bílar er að virka mjög fínt þannig, en mundi líka segja engin fyrirstaða að fara í stærri hjól, ef út í það er farið 39,5″-42″
Það er allavega mín skoðun á þessu.
Gleðileg jól
Kv Bjarki
12.12.2013 at 09:01 #441324Já, umræðan er svolítið farinn út um víðan völl, en til að halda þræðinum „on-topic“ þá skal ég skella hingað inn því sem ég gróf upp (og póstaði á jeppaspjallið)
Einhverjir eru að setja Tacomu-framdrif í 90 cruisera, kostar að vísu svolítið.
120 cruiser og Tacoma eru með sömu framdrif
(8″ Clamshell 53mm brg dia.)Reyndar er þá spurning hvort maður er að flytja veika punktin út í öxlana, en þetta er það sem er notað hjá Arctic-Trucks á suðurpólsbílunum.
12.12.2013 at 10:01 #441325Hvernig ertu að nota bílinn? er þetta bíll sem þú notar alhliða eða er hann notaður mestmegnis í fjallaferðir. Þetta eru svo ótrúlega flottir og góðir alhliða bílar á 35 – 38″. Persónulega held ég að þú sért ekki að græða mikið nema að fara í róttækar breytingar og skella honum á 44″ gleðigúmmí en þá ertu búinn að rústa aksturseiginleikunum. Þessir bílar hafa verið að fara á 39,5″ dekk með þessu framdrifi án vandamála en það er spurning hvað þú græðir mikið á því.
kv Tolli
12.12.2013 at 12:26 #441330Tek undir þetta með tacomu drifin, en persónulega myndi ég fara útí framhásingu ef hugmyndin er að stækka dekkin og fara þá alla leið í dekkjastærð. T.d. 42″ eða 44″ ef útí þetta á að fara á annað borð. En það er endalaust hægt að pæla í þessu og má velta fyrir sér hversu mikið á að ferðast, í hvernig færi o.s.f.v.
Annars hafa þessir bílar komið fínt út á 38″, í það minnsta þeir sem ég hef ferðast með.
Varðandi hásingavæðingu, þá ætti LC60 eða LC70 framhásing að vera fínt undir bílinn, en þú þarft væntanlega millikassa úr IFS 4runner/Hilux til að geta fengið framskaptið réttu megin.
14.12.2013 at 08:32 #441399Takk fyrir þetta strákar nú fer marðu að hugsa næsta skref.Annars er ég mjög sáttur við bílinn eins og hann er kemur allt í ljós.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.