This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú er ég nýr í félaginu þó að ég hafi átt og leikið mér að jeppum af og til, þó aldrei neitt umfram 33″. Nú ætla ég að prófa stærra, líklega 38″ og ég er að reyna að skilja hvað skiptir máli í vali á breyttum jeppa. Ég hef verið að lesa þræði hér á spjallinu í fríinu og ef það er eitt sem að ég veit eftir lesturinn þá er það að það er enginn sammála hér um hvað er besta þetta og besta hitt…allt trúarbrögð
Til þess að öðlast betri skilning á „verkfræðinni“ í jeppamennskunni langar mig að skoða aðeins undirliggjandi þætti sem gera jeppa góða eða ekki svo góða, vonanadi án trúarbragðanna. Vel væri þegið ef að þeir sem þekkja málin leiðrétti mig þar sem ég fer með rangt mál eða bæti við betri upplýsingum ef til eru.
Mér sýnist á öllu að eftirfarandi þættir eru einhverjir þeirra sem skipta máli í vali á jeppa:
1.Stærð/þyngd
2.Þægindi
3.Vélarafl
4.Eldsneyti
5.Dekkjastærð (flot)
6.Dekkjategundir (grip, vegahávaði)
7.Drifbúnaður (hásingar/klafar)
8.Fjöðrun (gormar/fjaðrir)
9.Gírkassar (sjálskiptingar/beinskiptingar)
10.Millikassar
11.Lolo
12.Driflæsingar
13. Upphækkun1. Stærð og þyngd
Fyrir það fyrsta er væntanlega um náin tengsl að ræða, því stærri sem jeppinn er því þyngri verður hann. Í akstri á snjó þykist ég nokkuð viss um að minni þyngd er betra þar sem ekki þarf eins stór dekk til að ná floti á snjónum. Þá kemur upp spurningin er betra í einhverjum aðstæðum að bíllinn sé þungur? Það er líka augljóst að því þyngri sem bíllinn er því meira afl þarf til að drífa hann áfram sem kallar á meira eldsneytiseyðslu og kallar þá eftir stærri eldsneytistank.2.Þægindi
Þægindi sýnist mér vera afleiða af stærð og þyngd jeppans…því stærri sem jeppinn er því þægilegri er hann. Litlir jeppar eru yfirleitt hastir, þröngir með óþægileg sæti, stórir jeppar fara betur með mann og hafa betri fjöðrun.3. Vélarafl
OK, hér er ég ekki viss hvað skiptir máli. Minni vélar sem eru hagkvæmari í rekstri og snúa ekki allt í sundur eða stærri vélar sem hafa mikið afl og eyða auðvitað meiru, enn eiga það jafnaframt til að snúa eitt og annað í sundur þegar það er verið að beita aflinu. Hversu mikið skiptir afl á fjöllum og jöklum? Fer 100 hestafla Pajero minna en 300 hestafla F350 trukkur þegar horft er til aflsins?4.Eldsneyti
Bensín eða diesel……diesel sýnist mér hafa vinninginn þar sem þú þarft yfirleitt færri lítra pr. x km og þ.a.l. færri lítra í túrinn og minni þyngd…eða hvað? Vélarnar eru jú þyngri en endast líka lengur. Reyndar eru obbinn af diesel vélum frekkar máttvana sýnist mér 100-160 hö en á móti kemur minni eyðsla.5.Dekkjastærð
Hér er ég viss um að það er til einhver formúla þó að ég hafi ekki fundið hana. 35″ = x kg. 38″= y kg, 44″= z kg. Getur einhver upplýst mig um þetta?6. Dekkjategundir
Hér er auðvitað öfgar í báðar áttir væntanlega…..því grófari og betri sem dekk eru í snjó því meir hávaði er í þeim á malbiki og svo öfugt með fínni dekk. Það er varla að maður þori að spyrja en hvað eru bestu dekkin…………7.Drifbúanður
Hér er kannski sá þáttur sem mestu trúarbrögðin eru um. Hásingar eru málið á snjónum en betra að keyra klafa bílana á vegum…………en þeir fara samt svipað mikið eða hvað?8. Fjöðrun
Ég les að um þrennskonar fjaðurbúnað sé að velja. Fjaðrir, gorma og loftþúða…eða blanda af þessu. Hér væri gott ef einhver gæti útskýrt í hverju munurinn liggur þegar í ferðina er komið…………9.Gírkassar
Sjálfskiftingar eru betri vegna þess að þær geta skriðið á lægri hraða…en þær bila meira. Auk þess eyða ss, jeppar meira eldsneyti…….rétt?10. Millikassar
Eins og ég skil það þá er tvennt í millikössum, kassar sem í 4×4 eru læstir þannig að það er alltaf eitt hjól að framan og eitt að aftan sem tekur á og svo select kassar sem leyfa líka átak á einu hjóli í einu…..hér vantar sérfræðing til að útskýra kosti og galla…11. Lolo
Rosa lágr milligír sem gerir jeppum kleift að skríða á mjög hægu hraða í þungu færi…bara í ofurtrukkum.12. Driflæsingar
Sumir bílar koma með þessu orginal að aftan eins og Pajero, Patrol og LC. Þá er þetta drifið með lofti, rafmagni að jafnvel barka. Gott væri að fá innsýn inn í hvað er best í þessu og hversu nausnlegt er að hafa læsingar og þá líka að framan. Les töluvert um að svona læsingar svíki. Svo er til nospin eitthvað sem er sílæsing?13. Upphækkun
Ég les að flestir jeppar eru upphækkaðir, þó mismikið. Mig langar að skilja og gera mér grein fyrir hvað er æskilegt að hátt sé undir bíl sem fara á inn á fjöll og jökla. Ef einhver getur hjálpað mér með tölur væri það vel þegið?Svona í lokin þá langar mig að segja að ég sem nýliði er ekki að fara að smíða einhvern ofurtrukk, ég ætla að kaupa einhvern ekki of dýrann (undir milljón) til að byrja með og sjá hvernig gengur og hvernig bakterían grasserar. Mér skilst að þetta bili allt hvort eð er.
Maxi
You must be logged in to reply to this topic.